Fara í innihald

Skarkoli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skarkoli

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Flatfiskar (Pleuronectiformes)
Ætt: Flyðruætt (Pleuronectidae)
Ættkvísl: Pleuronectes
Tegund:
P. platessa

Tvínefni
Pleuronectes platessa
Linnaeus, 1758

Skarkoli einnig nefndur rauðspretta, koli, eða lúra (fræðiheiti: Pleuronectes platessa) er algengur flatfiskur af flyðruætt.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Skarkolinn lifir við strendur, algengast á 10 til 50 metra dýpi en hann finnst þó allt niður á 200 metra dýpi. Kjörlendið er sand- og leirbotn. Hann finnst við allt Norður-Atlantshaf allt frá Barentshafi til Miðjarðarhafs og einnig við eyjar eins og Ísland og Grænland. Við Ísland er hann algengur á grunnslóð allt í kringum landið en mest er af honum við vestan- og sunnanvert landið. Skarkolinn þykir ekki frýnilegur fiskur.

Útlit[breyta | breyta frumkóða]

Teikning af skarkola.

Algeng stærð er 30 til 50 sm. Liturinn er breytilegur eftir botnlagi og lit botnsins. Hreistur skarkola er slétt og mjög smátt og slétt og ekki skarað. Í roðinu eru misstórir rauðir blettir á dekkri hliðinni, sem kolinn snýr upp. Kjafturinn er lítill og tennurnar smáar. Vinstri hliðin, sem snýr niður, er oftast hvít. Skarkoli lifir á ýmiss konar hryggleysingjum, skeldýrum, smákrabbadýrum, ormum og ýmsum smáfiskum svo sem sandsílum. Veiðitækni hanns er að hann grefur sig oft á botninn þannig að augun ein standa upp úr og á þá auðveldara með að koma bráð á óvart sem og fela sig fyrir óvinum.

Lifnaðarhættir[breyta | breyta frumkóða]

Hrygnur verða kynþroska á aldrinum 3 til 7 ára gamlar og hrygnir hann að mestu leyti fram á 50–100 m dýpi. Við Ísland í hlýja sjónum fyrir sunnan landið og svo að einhverju leyti í þeim kalda fyrir Norðan og hefst hrygning í febrúarlok við sunnanvert landið og stendur hæst í mars og apríl. Við Norðurland hefst hrygning í lok mars með hámarki í maí-júní.

Hrygnurnar hrygna hrognum á 3 til 5 daga fresti í um einn mánuð. Eggin klekjast út eftir um tvær vikur og eru egg og lirfur sviflæg. Lirfurnar myndbreytast eftir 8 til 10 vikur en það fer eftir hitastigi og hvenær þær setjast að þar sem sjávarfalla gætir við sandstrendur. Lirfurnar láta sig berast með straumi og færast nær landi þegar flæðir að og berast með útfallinu fjær landi. Þegar lirfan hefur hafnað á heppilegum stað þá hefst myndbreyting. Það getur tekið allt að 10 daga. Ungviði sest að í grunnu vatni þar sem sjávarfalla gætir og yngstu skarkolarnir stranda stundum í allt að eina viku í grunnum fjörupollum en skarkolinn getur lifað í mjög saltlitlu vatni svo hann þolir þetta yfirleitt vel. Þegar skarkolar verða eldri þá sækja þeir út á meira dýpi.

Veiðar[breyta | breyta frumkóða]

Skarkoli er eftirsóttur matfiskur og í Bretlandi er hann oft hafður í "fish and chips". Í Danmörku er skarkoli einn algengasti matfiskurinn en stofn skarkola til dæmis við Ísland og í Írlandshafi sem dæmi hafa farið minnkandi vegna ofveiði. Skarkoli er aðallega veiddur í dragnót og botnvörpu.

Heitið rauðspretta[breyta | breyta frumkóða]

Heitið rauðspretta er komið af danska orðinu rødspætte. Danska heitið er tilkomið vegna hinna rauðu díla sem skarkolinn hefur á roðinu, en hið innhlaupna R í íslensku útgáfunni, rauðspretta, má skýra með alþýðuskýringu. Sumstaðar á landinu hefur rauðspretta verið kölluð rauðspetta, en það er afar sjaldgæft.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • „Skarkoli“. Sótt 8. ágúst 2006.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „European plaice“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 8. ágúst 2006.