Selaætt
Selaætt | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
![]() | ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||||
Selaætt eða eiginlegir selir (fræðiheiti: Phocidae) eru ein af þremur ættum hreifadýra (Pinnipedia). Þeir eru betur aðlagaðir lífi í vatni en eyrnaselir (sæljón og loðselir), en um leið eru þeir minna hæfir til að ferðast um á landi þar sem afturhreifar þeirra eru gagnslitlir sem gangfæri.
Algengustu selategundirnar við Íslandsstrendur eru landselur og útselur.