Fara í innihald

Búnaðarfélagshúsið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lækjargata 14b)
Lækjargata 14

Búnaðarfélagshúsið eða Lækjargata 14b er timburhús við hliðina á Iðnó við Tjörnina í Reykjavík. Húsið er sambyggt við gamla Iðnskólahúsið.

Búnaðarfélag Íslands lét reisa húsið árið 1906 og var með skrifstofur sínar og starfsemi í suðurenda hússins. Í daglegu tali var húsið oftast nefnt Búnaðarfélagshúsið. Í norðurendanum þar sem núna er Lækjargata 14a í Iðnskólanum gamla var Iðnskólinn til húsa í mörg ár.

Einar Pálsson trésmíðameistari sá um byggingu á Búnaðarfélagshúsinu. Hann sá einnig um byggingu á Iðnskólahúsinu og Iðnó en þessi hús eru öll byggð í nýklassískum stíl.

Um miðbik aldarinnar var ákveðið að húsið skyldi rifið en seinna var fallið frá þeirri ákvörðun og árið 1978 var húsið friðað. Eftir að Búnaðarfélagið flutti með starfsemi sína í Bændahöllina árið 1964 eignaðist Reykjavíkurborg húsið. Síðan þá hefur húsið meðal annars hýst Fóstruskóla Íslands, Leiklistarskóla Íslands og í dag er grunnskólinn Tjarnarskóli með starfsemi sína þar.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]