Stjórnarráðshúsið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Stjórnarráðshúsið

Stjórnarráðshúsið er veglegt hús sem stendur við Lækjargötu í Reykjavík. Í því er forsætisráðuneytið til húsa. Forsaga hússins er sú að þann 20. mars 1759 gaf Danakonungur út úrskurð um að byggja þyrfti tugthús á Íslandi. Var það að undirlagi Skúla Magnússonar „fógeta“. Bygging hófst tveim árum seinna og var húsið tilbúið veturinn 1770–71. Hegningarhúsið, sem alvanalegt var að nefna Múrinn, varð við það helsta tukthús Íslands. Fanga í hegningarhúsinu nýtti Skúli Magnússon sem vinnuafl fyrir Innréttingarnar. Í sömu mund var lagður skattur á fasteignir og kúgildi til fangahalds (Tukthústollurinn), og var óvinsæll meðal alþýðunnar. Tugthúsið var lagt niður árið 1816.

Árið 1904 tók fyrsta íslenska ráðuneytið til starfa í húsinu, og síðar stjórnarráðið, sem húsið heitir eftir, 1918. Við Stjórnarráðshúsið var íslenskur þjóðfáni dreginn fyrst að hún.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi mannvirkjagrein sem tengist Reykjavík er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.