Landakotsskóli

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Landakotsskóli er einkarekinn grunnskóli fyrir nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er til húsa að Túngötu 15 við Landakotstún í Vesturbæ Reykjavíkur.

Skólinn tók til starfa árið 1896 og er einn elsti grunnskóli landsins. Skólinn var rekinn af Kaþólsku kirkjunni til ársins 2005 en er nú rekinn sem sjálfseignarstofnun undir sjálfstæðri stjórn.[1]

Eftir aldamót kom upp hneykslismál varðandi skólann þegar nemendur stigu fram og ásökuðu skólastjóra og kennara um kynferðislega misnotkun.

Þekktir nemendur[breyta | breyta frumkóða]

Vigdís Finnbogadóttir

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Landakotsskoli.is, „Um okkur“ (skoðað 14. maí 2020)