Fara í innihald

Sóleyjargata 1

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sóleyjargata 1 eða Staðastaður er hús í Reykjavík sem hýsir skrifstofur embættis forseta Íslands. Húsið reisti Björn Jónsson árið 1912 eftir teikningu Rögnvaldar Ólafssonar. Björn hafði þá nýlega sagt af sér embætti ráðherra Íslands, en lést fáeinum mánuðum eftir að hafa flutt í húsið. Nafnið Staðastaður var dregið af samnefndum bæ á Snæfellsnesi þar sem Elísabet Sveinsdóttir, kona Björns, ólst upp.

Skrifstofur forsetaembættisins fluttu í húsið árið 1996 um það leyti sem Ólafur Ragnar Grímsson tók við embætti. Meðal kunnra íbúa hússins áður en það komst í eigu embættisins má nefna Svein Björnsson forseta Íslands, Magnús Guðmundsson ráðherra, Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyfsala og Kristján Eldjárn forseta Íslands sem flutti í húsið eftir að hann lét af embætti forseta.

  • Páll Líndal (1991). Reykjavík: Sögustaður við Sund R-Ö. Örn og Örlygur.