Alþingiskosningar 1956
Alþingiskosningar 1956 voru haldnar 24. júní. Fyrir kosningarnar höfðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn myndað eins konar kosningabandalag sem fékk síðar viðurnefnið Hræðslubandalagið. Þetta fólst í sér að Framsóknarmenn í Reykjavík og stærri bæjum voru hvattir til að kjósa Alþýðuflokkinn og Alþýðuflokksmenn í sveitum og smærri bæjarfélögum voru hvattir til að kjósa Framsóknarflokkinn. Flokksleiðtogarnir vonuðust til að kjördæmaskipanin myndi vera þeim í hag og þeir gætu náð meirihluta á þinginu. Þetta tókst ekki og því þurftu þeir að kippa hinu nýstofnaða Alþýðubandalagi Hannibals Valdimarssonar og Sósíalistanna með í ríkisstjórn. Eftir kosningarnar tók þriðja ráðuneyti Hermanns Jónassonar við sem ríkisstjórn Íslands.
Niðurstöður
[breyta | breyta frumkóða]Niðurstöður kosninganna voru þessar:
Flokkur | Formenn | Atkvæði | % | +/- | Þingmenn | +/- | |
Alþýðuflokkurinn | Haraldur Guðmundsson | 15.153 | 18,3 | +2,7 | 8 | +2 | |
Framsóknarflokkurinn | Hermann Jónasson | 12.925 | 15,6 | -6,3 | 17 | +1 | |
Sjálfstæðisflokkurinn | Ólafur Thors | 35.027 | 42,2 | +5,1 | 19 | -2 | |
Alþýðubandalagið | Hannibal Valdimarsson | 15.859 | 19,2 | +3,2* | 8 | +1 | |
Þjóðvarnarflokkurinn | 3.706 | 4,5 | -1,5 | 0 | -2 | ||
Alls | 77.410 | 100 | 52 |
- Sósíalistaflokkurinn bauð fram með Hannibal Valdimarssyni og stuðningsmönnum hans sem Alþýðubandalagið
- Kjörnir alþingismenn 1956
Fyrir: Alþingiskosningar 1953 |
Alþingiskosningar | Eftir: Alþingiskosningar 1959 (júní) |
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Helgi Skúli Kjartansson, Ísland á 20. öld, 2003