Alþingiskosningar 1956

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Alþingiskosningar 1956 voru haldnar 24. júní. Fyrir kosningarnar höfðu Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn myndað eins konar kosningabandalag sem fékk síðar viðurnefnið Hræðslubandalagið. Þetta fólst í sér að Framsóknarmenn í Reykjavík og stærri bæjum voru hvattir til að kjósa Alþýðuflokkinn og Alþýðuflokksmenn í sveitum og smærri bæjarfélögum voru hvattir til að kjósa Framsóknarflokkinn. Flokksleiðtogarnir vonuðust til að kjördæmaskipanin myndi vera þeim í hag og þeir gætu náð meirihluta á þinginu. Þetta tókst ekki og því þurftu þeir að kippa hinu nýstofnaða Alþýðubandalagi Hannibals Valdimarssonar og Sósíalistanna með í ríkisstjórn. Eftir kosningarnar tók þriðja ráðuneyti Hermanns Jónassonar við sem ríkisstjórn Íslands.

Niðurstöður[breyta | breyta frumkóða]

Niðurstöður kosninganna voru þessar:

Flokkur Formenn Atkvæði % +/- Þingmenn +/-
Alþýðuflokkurinn Haraldur Guðmundsson 15.153 18,3 +2,7 8 +2
Merki Framsóknar Framsóknarflokkurinn Hermann Jónasson 12.925 15,6 -6,3 17 +1
Merki Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn Ólafur Thors 35.027 42,2 +5,1 19 -2
Alþýðubandalagið Hannibal Valdimarsson 15.859 19,2 +3,2* 8 +1
Þjóðvarnarflokkurinn 3.706 4,5 -1,5 0 -2
Alls 77.410 100 52


Fyrir:
Alþingiskosningar 1953
Alþingiskosningar Eftir:
Alþingiskosningar 1959 (júní)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Helgi Skúli Kjartansson, Ísland á 20. öld, 2003

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Kosningasaga