„Mexíkó“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 29: Lína 29:
|VLF_á_mann = 20.868
|VLF_á_mann = 20.868
|VLF_á_mann_sæti = 63
|VLF_á_mann_sæti = 63
|VÞL = {{hækkun}} 0.767
|VÞL = {{hækkun}} 1.767
|VÞL_ár = 2018
|VÞL_ár = 2018
|VÞL_sæti = 76
|VÞL_sæti = 76

Útgáfa síðunnar 14. janúar 2020 kl. 10:38

Bandaríki Mexíkó
Estados Unidos Mexicanos
Fáni Mexíkó Skjaldarmerki Mexíkó
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Himno Nacional Mexicano
Staðsetning Mexíkó
Höfuðborg Mexíkóborg
Opinbert tungumál spænska (de facto)
Stjórnarfar lýðveldi

Forseti Andrés Manuel López Obrador
Sjálfstæði frá Spáni
 • Lýst yfir 16. september 1810 
 • Viðurkennt 28. desember 1836 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
14. sæti
1.972.550 km²
2,5
Mannfjöldi
 • Samtals (2019)
 • Þéttleiki byggðar
10. sæti
126.577.691
61/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 • Samtals 2.628.000 millj. dala (11. sæti)
 • Á mann 20.868 dalir (63. sæti)
VÞL (2018) 1.767 (76. sæti)
Gjaldmiðill Pesói
Tímabelti UTC-8 til -5
Þjóðarlén .mx
Landsnúmer +52

Mexíkó (spænska: México; nahúamál: Mēxihco), formlega Bandaríki Mexíkó (spænska: Estados Unidos Mexicanos), er land í sunnanverðri Norður-Ameríku. Mexíkó á landamæri að Bandaríkunum í norðri, Kyrrahafinu í vestri og suðri, Mexíkóflóa og Karíbahafi í austri og Belís og Gvatemala í suðaustri. Landið þekur tæplega tvær milljónir ferkílómetra og er 13. stærsta land heims að flatarmáli. Landið er það fimmta stærsta í Norður- og Suður-Ameríku. Íbúafjöldi er talinn vera yfir 129 milljónir og er landið því 10. fjölmennasta land heims, fjölmennasta spænskumælandi land heims og næstfjölmennasta land Rómönsku Ameríku á eftir Brasilíu. Landið er sambandsríki 31 fylkis, auk höfuðborgarinnar, Mexíkóborgar, sem er ein fjölmennasta borg heims. Aðrar stórar borgir í Mexíkó eru meðal annars Guadalajara, Monterrey, Puebla, Toluca, Tijuana og León.

Skipulegan landbúnað í Mexíkó fyrir landafundina má rekja aftur til um 8.000 f.Kr. og landið er talið vera ein af sex vöggum siðmenningar í heiminum. Í Mexíkó komu upp mörg háþróuð menningarríki Mið-Ameríku, eins og Toltekar, Olmekar, Teotihuakar, Sapótekar, Majar og Astekar, fyrir komu Evrópubúa þangað. Árið 1521 lagði Spænska heimsveldið landið undir sig og gerði að nýlendu með höfuðstöðvar í stórborginni Mexíkó-Tenochtitlan. Landið var hluti af Varakonungdæminu Nýja-Spáni. Rómversk-kaþólska kirkjan lék stórt hlutverk í stjórn nýlendunnar eftir að milljónir íbúa snerust til Kristni, þótt Karl 3. Spánarkonungur hafi rekið Jesúíta frá landinu seint á 18. öld. Landið varð sjálfstætt eftir sigur í Sjálfstæðisstríði Mexíkó árið 1821. Eftir það tók rósturtími við sem einkenndist af miklum ójöfnuði og tíðum stjórnmálabreytingum. Stríð Bandaríkjanna og Mexíkó 1846-1848 leiddi til þess að landið missti stóran hluta af norðurhéruðum sínum til Bandaríkjanna. Auk þess gekk Mexíkó í gegnum Kökustríðið, Stríð Mexíkó og Frakklands, tvö keisaradæmi og einræði Porfirio Díaz á 19. öld. Mexíkóska byltingin 1910 leiddi til nýrrar stjórnarskrár 1917 og upphafs flokksræðis sem stóð meginhlutann af 20. öld þar til sigrar stjórnarandstöðunnar leiddu til lýðræðisumbóta á 10. áratugnum. Frá 2006 hafa hörð átök staðið yfir milli ríkisstjórnarinnar og glæpagengja sem hafa dregið 120.000 manns til dauða.

Mexíkó er nú með 11. mestu landsframleiðslu heims með kaupmáttarjöfnuði og þá 15. mestu að nafnvirði. Efnahagur Mexíkó byggist mjög á viðskiptum við Bandaríkin í gegnum Fríverslunarsamning Norður-Ameríku (NAFTA). Árið 1994 varð Mexíkó fyrsta land Rómönsku Ameríku með aðild að OECD. Landið er skilgreint af Heimsbankanum sem efri-miðtekjuland og margir greinendur telja það til nýiðnvæddra landa. Landið er stórveldi í sínum heimshluta og oft talið til nývelda, ásamt Kína, Brasilíu, Evrópusambandinu, Rússlandi og Indlandi. Landið á flestar færslur á Heimsminjaskrá UNESCO af löndum Rómönsku Ameríku og er í sjöunda sæti á heimsvísu. Mexíkó er eitt af sautján löndum heims þar sem líffjölbreytni er hlutfallslega langmest. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Mexíkó ár hvert. Árið 2018 var landið sjötta mesta ferðamannaland heims með 39 milljón heimsóknir. Mexíkó er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðaviðskiptastofnuninni, G-20 og Kyrrahafsbandalaginu.

Heiti

Orðið México kemur úr málinu nahúatl og var notað yfir kjarnasvæði Astekaveldisins, það er Mexíkódal og héruðin þar í kring. Íbúar þar voru kallaðir Mexíkar. Almennt er talið að þjóðarheitið sé dregið af staðarheitinu, þótt það gæti hafa verið á hinn veginn. Uppruni heitisins er óviss en stungið hefur verið upp á að það sé dregið af einu af nöfnum stríðsguðsins Huitzilopochtli, Mexitl, eða mánaguðsins Metztli. Á nýlendutímanum þegar Mexíkó (ásamt núverandi suðurríkjum Bandaríkjanna) var kallað Nýi Spánn, var þetta svæði umdæmið Mexíkó, og þegar Nýi Spánn fékk sjálfstæði varð það Mexíkófylki. Þegar hið skammlífa Mexíkóska keisaradæmi var stofnað 1821 dró það nafn sitt af höfuðborginni, Mexíkóborg. Nafninu var haldið þegar Bandaríki Mexíkó voru stofnuð 1823 og æ síðan.

Saga

Fyrir landafundi Kristófers Kólumbusar undir lok 15. aldar var margvíslegar siðmenningar að finna í Mexíkó. Þar voru Olmekar, Toltekar, Teotihuakanar, Zapotekar, Majar og Astekar. Árið 1521 lögðu Spánverjar Mexíkó undir sig og nefndu Nýja-Spán. Mexíkóar lýstu yfir sjálfstæði 1810.

Mexíkóska byltingin hófst árið 1910 og lauk árið 1920. Hún hófst undir stjórn Francisco I. Madero og var þetta vopnuð barátta gegn Porfirio Díaz sem var þá búinn að vera langan tíma við völd. Tími Maderos á valdastóli varð mjög stuttur. Hann tók við völdum árið 1911 en árið 1913 myrtu hershöfðinginn Victoriano Huerta og hans menn Madero ásamt varaforsetanum, José María Pino Suárez.

Með tímanum varð byltingin að borgarastyrjöld. Þessi átök eru oft talin einn mikilvægasti félags- og stjórnmálalegi atburður álfunnar.

Eftir langvinna bardaga ákváðu leiðtogar hinna stríðandi fylkinga að gera nýja stjórnarskrá árið 1917. Með því átti ófriði að ljúka, en hann stóð þó yfir allt til 1920, með vægari átökum þó. Álit sagnfræðinga er að byltingunni hafi lokið með dauða Venustiano Carranza sem gerði stjórnarskrá hersins árið 1920.

Byltingin sjálf leiddi til þess að nýr stjórnarflokkur var stofnaður árið 1929 en sá hét Partido Nacional Revolucionario. Hann var svo endurnefndur árið 1946 og þá kallaður Partido Revolucionario Institucional, betur þekktur sem PRI og undir ýmsum leiðtogum hafði PRI-flokkurinn völdin í ríkinu í hendi sér allt til ársins 2000.

Stjórnmál

Stjórnsýslueiningar

Bandaríki Mexíkó eru sambandsríki 31 fylkis sem hafa að hluta umsýslu með Mexíkóborg[1].

Hvert fylki á sína eigin stjórnarskrá, þing og dómsvald, og íbúar þeirra kjósa landstjóra í beinum kosningum til sex ára í senn, og þingmenn til þriggja ára í senn[2].

Mexíkóborg er sérstök stjórnsýslueining sem tilheyrir sambandsríkinu í heild en ekki einhverju einu fylki[1]. Hún var áður þekkt sem Alríkisumdæmið og hafði takmarkaða sjálfstjórn í samanburði við fylkin[3]. Þessi einkunn var afnumin árið 2016 og borgin mun fá aukna sjálfstjórn með því að verða sérstakt fylki með eigin stjórnarskrá og þing[4].

Fylkin skiptast í sveitarfélög sem eru minnsta stjórnsýslueiningin í landinu. Sveitarfélögin eru með borgarstjóra eða sveitarstjóra sem íbúar kjósa með meirihlutakosningu[5].


Fylki (skst.) Höfuðborg Fylki (skst.) Höfuðborg
Aguascalientes (AGS) Aguascalientes Morelos (MOR) Cuernavaca
Baja California (BC) Mexicali Nayarit (NAY) Tepic
Baja California Sur (BCS) La Paz Nuevo León (NL) Monterrey
Campeche (CAM) Campeche Oaxaca (OAX) Oaxaca
Chiapas (CHIS) Tuxtla Gutiérrez Puebla (PUE) Puebla
Chihuahua (CHIHU) Chihuahua Querétaro (QRO) Querétaro
Coahuila (COAH) Saltillo Quintana Roo (QR) Chetumal
Colima (COL) Colima San Luis Potosí (SLP) San Luis Potosí
Durango (DUR) Durango Sinaloa (SNL) Culiacán
Guanajuato (GTO) Guanajuato Sonora (SON) Hermosillo
Guerrero (GRO) Chilpancingo Tabasco (TAB) Villahermosa
Hidalgo (HGO) Pachuca Tamaulipas (TAMPS) Victoria
Jalisco (JAL) Guadalajara Tlaxcala (TLAX) Tlaxcala
México (EM) Toluca Veracruz (VER) Xalapa
Mexíkóborg (CDMX) Mexíkóborg Yucatán (YUC) Mérida
Michoacán (MICH) Morelia Zacatecas (ZAC) Zacatecas

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Amanda Briney (8. október, 2018). „Mexico's 31 States and One Federal District“. Thought.Co. Sótt 15. júlí, 2019.
  2. „Article 116“. Political Constitution of the United Mexican States. Congress of the Union of the United Mexican States. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. nóvember, 2006. Sótt 7. október, 2007.
  3. „Article 112“. Political Constitution of the United Mexican States. Congress of the Union of the United Mexican States. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. nóvember, 2006. Sótt 7. október, 2007.
  4. „Federal District is now officially Mexico City: The change brings more autonomy for the country's capital“. Mexico News Daily. 30. janúar, 2016. Sótt 5. janúar, 2018.
  5. „Article 115“. Political Constitution of the United Mexican States. Congress of the Union of the United Mexican States. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. nóvember, 2006. Sótt 7. október, 2007.

Heimildir

Tenglar

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.