Sumarólympíuleikarnir 1944

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sumarólympíuleikarnir 1944 áttu að vera í London, Bretlandi, sem hafði unnið réttinn á fundi Alþjóða ólympíunefndarinnar 1939. Átta borgir föluðust eftir leikunum. Þær voru auk Lundúna: Róm, Detroit, Lausanne, Aþena, Búdapest, Helsinki og Montreal.

Leikarnir voru felldir niður vegna Síðari heimsstyrjaldarinnar. Leikarnir voru næst haldnir í London 1948.