Fara í innihald

Nútímafimmtarþraut

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Keppendur í nútímafimmtarþraut karla í Bandaríkjunum.

Nútímafimmtarþraut er íþrótt þar sem keppt er í skylmingum með lagsverði, skotfimi með skammbyssu, skriðsundi, hindrunarhlaupi á hestbaki og 3 km víðavangshlaupi. Íþróttin er kölluð nútímafimmtarþraut til aðgreiningar frá hinni fornu fimmtarþraut sem var hluti af hinum fornu Ólympíuleikunum.

Nútímafimmtarþraut var búin til af upphafsmanni hinna nýju Ólympíuleika, franska baróninum Pierre de Coubertin, sem hannaði íþróttina með það fyrir augum að hún endurspeglaði þjálfun hins fullkomna hermanns þess tíma. Coubertin sá fyrir sér það sem riddaraliðshermaður þurfti að gera ef hann lenti handan víglínunnar: ríða ókunnum hesti, berjast með sverði og skammbyssu, hlaupa og synda.

Fyrst var keppt í greininni á Ólympíuleikunum 1912. Fyrsti heimsmeistarinn var Svíinn Gösta Lilliehöök. Liðakeppni var bætt við á Ólympíuleikunum 1956 en henni var hætt 1992. Kvennaflokki var bætt við árið 2000. Frá 1949 hefur verið haldin heimsmeistarakeppni í greininni þau ár sem Ólympíuleikarnir eru ekki.

  Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.