Vetrarólympíuleikarnir 1992
Útlit
Vetrarólympíuleikarnir 1992 voru 16. vetrarólympíuleikarnir sem fóru fram í Albertville í Frakklandi 8. til 23. febrúar 1992. Þetta voru síðustu vetrarólympíuleikarnir sem voru haldnir sama ár og sumarólympíuleikar og þeir fyrstu þar sem vetrarólympíuleikar fatlaðra voru haldnir á sama stað.
Samveldi sjálfstæðra ríkja (fyrrum Sovétlýðveldi) sendi sameinað lið á þessa ólympíuleika. Þýskaland var sigursælast á leikunum með 10 gullverðlaun og 10 silfurverðlaun. Ísland sendi fimm keppendur í alpagreinum og skíðagöngu.