Vetrarólympíuleikarnir 1972

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sovésk frímerki gefin út í tilefni leikanna

Vetrarólympíuleikarnir 1972 voru vetrarólympíuleikar haldnir í Sapporo í Japan frá 3. til 13. febrúar árið 1972. Þetta voru fyrstu vetrarólympíuleikarnir sem haldnir voru utan Vesturlanda. Áður hafði staðið til að halda vetrarleikana í Sapporo árið 1940 en Japanir skiluðu réttinum til að halda leikana í kjölfar innrásar Japan í Kína 1937.

Alls tóku 35 lönd þátt í leikunum. Sovétríkin voru langsigursælust með átta gullverðlaun. Keppt var í tíu greinum: alpagreinum, bobbsleðabruni, skíðaskotfimi, skíðagöngu, listdansi á skautum, íshokkíi, baksleðabruni (luge), norrænni tvíþraut, skíðastökki og skautahlaupi.

Þetta er í eina skiptið frá stríðslokum sem Ísland tók ekki þátt í vetrarólympíuleikum.