Vetrarólympíuleikarnir 1928
Útlit
Vetrarólympíuleikarnir 1928 voru aðrir vetrarólympíuleikar sögunnar, haldnir frá 11. til 19. febrúar árið 1928 í St. Moritz í Sviss. Í raun var um að ræða fyrstu sjálfstæðu vetrarleikana þar sem Sumarólympíuleikarnir 1928 voru haldnir í Hollandi.
Alls tóku 25 lönd þátt í leikunum og varð Noregur þeirra sigursælast með sex gullverðlaun. Keppt var í átta greinum: bobbsleðabruni, tobogganbruni, íshokkíi, listdansi á skautum, skautahlaupi, skíðagöngu, norrænni tvíþraut og skíðastökki.
Á leikunum vann norska skautakonan Sonja Henie sín fyrstu gullverðlaun fyrir listdans á skautum á ólympíuleikum. Hún endurtók leikinn síðan næstu tvö skipti.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Vetrarólympíuleikunum 1928.