Sumarólympíuleikarnir 2028

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Los Angeles Memorial Coliseum er aðalleikvangur Ólympíuleikanna.

Sumarólympíuleikarnir 2028 eru 34. sumarólympíuleikarnir. Þeir fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum frá 21. júlí til 6. ágúst 2028. Þetta eru þriðju sumarólympíuleikarnir sem fara fram í Los Angeles, en borgin hefur áður hýst ólympíuleika 1932 og 1984.

Los Angeles var valin eftir kosningar í Alþjóðaólympíunefndinni 13. september 2017.