Vetrarólympíuleikarnir 1924

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Veggspjald fyrir vetrarleikana 1924

Vetrarólympíuleikarnir 1924 voru fyrstu vetrarólympíuleikar sögunnar, haldnir frá 25. janúar til 5. febrúar árið 1924 í Chamonix við rætur Mont Blanc í Frönsku Ölpunum. Leikarnir voru skipulagðir af frönsku ólympíunefndinni og voru formlega viðurkenndir sem Ólympíuleikar af Alþjóðaólympíunefndinni eftir á. Keppt var í níu greinum og sextán lönd tóku þátt. Norðmenn og Finnar voru langsigursælastir á leikunum með fjögur gullverðlaun hver.

Keppt var í bobbsleðabruni, krullu, íshokkíi, skíðahlaupi hermanna, listhlaupi á skautum, skautahlaupi, skíðagöngu, norrænni tvíþraut og skíðastökki.