Fara í innihald

Vetrarólympíuleikarnir 1940

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Vetrarólympíuleikarnir 1940 voru vetrarólympíuleikar sem til stóð að halda í Sapporo í Japan í febrúar árið 1940. Hætt var við leikana vegna Síðari heimsstyrjaldar. Raunar höfnuðu Japanir því að halda leikana þegar árið 1938 þegar Annað stríð Kína og Japan braust út. Þá ákvað Alþjóðaólympíunefndin að láta Sviss fá leikana en vegna deilna við skipuleggjendur þar tók nefndin leikana aftur og lét Þýskalandi þá í té. Þremur mánuðum síðar gerðu Þjóðverjar innrás í Pólland og ákveðið var að hætta við leikana.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.