Baksund

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Baksund.
Upphaf.

Baksund er sundaðferð sem er skyld skriðsundi, nema hvað legið er á bakinu. Handahreyfingar eru nær þær sömu og í skriðsundi, nema hvað hendin er til hliðar við líkamann þegar hún klárar takið, en í skriðsundi er hún undir honum. Fótatök eru þau sömu og í skriðsundi, oft kölluð skriðsundsfótatök. Í baksundi þarf líkaminn að velta vel í hverju taki til að fá sem mest spyrnu með höndunum.

Baksund er eina sundið þar sem sundmaður byrjar ofan i sundlauginni þegar keppni hefst. Snúningar í baksundi eru eins og í skriðsundi, rétt áður en sundmaður kemur að bakkanum snýr hann sér á magann og tekur þá snúning, sundmaðurinn má þó ekki synda á maganum nema með fótunum. Mikilvægt er að hann spyrni sér frá bakkanum á bakinu/hlið. Sundmaður má gera sporð, líkt og í flugsundi í kafi áður en hann byrjar að synda. Margir komast langt áfram á honum.

Aðrar baksundsaðferðir[breyta | breyta frumkóða]

Önnur aðferð við að synda baksund er að setja báðar hendurnar aftur fyrir sig og ýta sér áfram meðan fæturnir taka bringusundsfótatök. Aðferðinni svipar til hefðbundins baksunds, en er auðveldari í framkvæmd. Þessi aðferð er kölluð „skólabaksund“ á íslensku („elementary backstroke“ á ensku). Þetta er talið gott sund til að auka liðleika og styrk fyrir eldra fólk. Sundið er líka gott slökunarsund. Aðferðinni er einnig beitt í tengslum við björgunarsund, en þá er útfærslan sú að önnur höndin hefur tak á manneskjunni sem á að bjarga og hin er notuð til að knýja sundmanninn áfram.

Í dag er aldrei keppt í skólabaksundi á viðurkenndum mótum, en í upphafi 20. aldar var keppt í þessari aðferð á Ólympíuleikum.

  Þessi sundgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.