Plantekra

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Verkakonur á teplantekru í Indónesíu.

Plantekra er stórt býli sem sérhæfir sig í ræktun fárra tegunda jurtaafurða. Dæmi um afurðir sem ræktaðar eru með plantekruræktun eru bómull, kaffi, kakó, te, sykurreyr, sísallilja, fræolía, olíupálmi, gúmmítré og ýmsir ávextir, og barrtré til pappírsframleiðslu.

Elstu dæmin um plantekrur voru stórjarðeignir Rómverja sem framleiddu vín og ólífuolíu í miklu magni til útflutnings. Plantekruræktun óx samhliða alþjóðaverslun og þróun heimsmarkaðar eftir að evrópsku nýlenduveldin urðu til. Plantekruræktun hefur í gegnum tíðina tengst misskiptingu auðs, þrælahaldi og vistarbandi og erlendum efnahagslegum yfirráðum.

Plantekruræktun er þaulræktun og plönturnar sem ræktaðar eru eru oftast afurðir valræktunar eða erfðabreytinga. Plantekruræktun er oft gagnrýnd fyrir að ryðja burt náttúrulegum skógum fyrir einhæfar aðfluttar tegundir, sem aftur skapar hættu á að sjúkdómar verði að faraldri, fyrir neikvæð áhrif á samfélög sem missa aðgang að landi og hefðbundnum náttúrulegum úrræðum, og fyrir neikvæð áhrif á umhverfið.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.