Fara í innihald

Granada

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Alhambra í Granada

Granada er höfuðborg samnefnds héraðs í Andalúsíu á Spáni. Granada er við fjallsrætur Sierra Nevada við ármót fjögurra fljóta: Darro, Genil, Monachil og Beiro. Borgin liggur í yfir 738 metrum yfir sjávarmáli en er aðeins eins tíma ökuferð frá Miðjarðarhafi.

Samkvæmt manntalinu 2005 voru íbúar sjálfrar borgarinnar 236.982 en íbúar stórborgarsvæðins voru 472.638. Granada er því 13. stærsta borg á Spáni. Um það bil 3,3% íbúa höfðu ekki spænskt ríkisfang en flestir þeirra eru frá Suður-Ameríku.

Höllin og virkið Alhambra er í Granada en hún var reist af Márum. Hún er eitt helsta dæmi um íslömsku arfsögnina á svæðinu sem gerir Granada eina vinsælustu ferðamannaborg Spánar. Borgin er vel þekkt á Spáni fyrir háskólann sinn. Háskólinn er með 80.000 nemendur á fimm lóðum í borginni. Granateplið (granada á spænsku) er tákn borgarinnar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.