Furur
Furur | ||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Strandfura (Pinus pinaster)
| ||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||
| ||||||||||||
Undirættkvíslir | ||||||||||||
|
Furur (fræðiheiti Pinus) er ættkvísl af þallarætt. Misjafnt er hversu grasafræðingar telja margar tegundir til ættkvíslarinnar, en þær eru á bilinu frá 105 til 125. Furutré eru upprunnin á norðurhveli jarðar en hafa verið ræktuð um allan heim.
Furutré eru sígræn tré með þykkan börk og innihalda mikið af trjákvoðu. Nálarnar eru langar og grænar og vaxa í knippi umhverfis greinarenda. Furur flokkast gróflega í tveggja- og fimmnálafurur eftir því hversu margar nálar eru í knippi.
Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]Á Íslandi uxu furur á forsögulegum tíma en eftir ísöld hafa þær ekki vaxið hér. Við upphaf skipulegrar skógræktar á Íslandi voru berg- og fjallafurur gróðursettar á Þingvöllum, þ.e. í Furulundinum við lok 19. aldar. Síðar meir var skógarfura reynd en hún drapst nær öll í byrjun 7. áratugs 20. aldar úr lúsafaraldri. Eftir það hefur stafafura mestmegnis verið notuð og þrífst hún vel. Eftirfarandi furutegundir hafa verið reyndar hér á landi:
- Pinus albicaulis - Klettafura
- Pinus aristata - Broddfura
- Pinus banksiana - Gráfura
- Pinus cembra - Lindifura
- Pinus contorta - Stafafura
- Pinus flexilis - Sveigfura
- Pinus heldreichii - Bosníufura
- Pinus mugo - Fjallafura
- Pinus peuce - Balkanfura
- Pinus ponderosa - Gulfura
- Pinus pumila - Runnafura
- Pinus sylvestris - Skógarfura
- Pinus uncinata - Bergfura
Flokkun tegunda
[breyta | breyta frumkóða]Undirættkvísl Pinus
[breyta | breyta frumkóða]- Section Pinus er að mestu í Evrópu, Asíu, fyrir utan P. resinosa sem er norðaustan til í Norður Ameríku og P. tropicalis á Kúbu.
- Subsection Pinus
- P. densata
- P. densiflora - Rauðfura
- P. fragilissima
- P. henryi?
- P. hwangshanensis
- P. kesiya
- P. latteri?
- P. luchuensis
- P. massoniana
- P. merkusii
- P. mugo - Fjallafura
- P. nigra - Svartfura
- P. resinosa - Reyðarfura
- P. sylvestris - Skógarfura
- P. tabuliformis - Kínafura
- P. taiwanensis - Taívanfura
- P. thunbergii - Niðfura
- P. tropicalis - Frumskógarfura
- P. uncinata - Bergfura
- P. yunnanensis - Yunnanfura
- Subsection Incertae sedis
- †P. driftwoodensis útdauð - fyrri hluta Eósentímabilsins, Bresku Kólumbíu, Kanada[1]
- Subsection Pinaster
- Subsection Pinus
- Section Trifoliae
- Subsection Australes - Norður Ameríka, Mið-Ameríka, Karíbahafseyjar
- P. attenuata - Hnúðfura
- P. caribaea
- P. cubensis - Kúbufura
- P. echinata - Ígulfura
- P. elliottii - Flæðafura
- †P. foisyi útdauð - Síð-Míósen
- P. glabra
- P. greggii
- P. herrerae
- P. jaliscana
- P. lawsonii
- P. leiophylla
- P. lumholtzii
- P. muricata
- P. occidentalis
- P. oocarpa
- P. palustris - Fenjafura
- P. patula
- P. praetermissa
- P. pringlei
- P. pungens - Skíðafura
- P. radiata - Geislafura
- P. rigida - Bikfura
- P. serotina
- P. taeda
- P. tecunumanii
- P. teocote
- Subsection Contortae - Norður-Ameríka
- †P. matthewsii útdauð - Plíósen, Júkon, Kanada[2]
- P. banksiana - Gráfura
- P. clausa
- P. contorta - Stafafura
- P. virginiana - Tígulfura
- Subsection Ponderosae - Mið-Ameríka, Mexíkó, Vestur-Bandaríkin, Suðvestur-Kanada.
- P. arizonica?
- P. cooperi
- P. coulteri
- P. donnell-smithii
- P. devoniana
- P. douglasiana
- P. durangensis
- P. engelmannii
- P. hartwegii
- P. jeffreyi - Freysfura
- †P. johndayensis útdauð - Ólígósentímabil
- P. maximinoi
- P. montezumae
- P. nubicola
- P. ponderosa - Gulfura
- P. pseudostrobus
- P. sabiniana
- P. torreyana
- P. washoensis
- Subsection Australes - Norður Ameríka, Mið-Ameríka, Karíbahafseyjar
Undirættkvísl Strobus
[breyta | breyta frumkóða]- Section Parrya
- Subsection Balfourianae - Broddfurur, Suðvestur-Bandaríkin
- Subsection Cembroides - Pinyons (Piñons), Mexíkó, Suðvestur-Bandaríkin
- Subsection Nelsonianae - Norðaustur-Mexíkó
- Section Quinquefoliae:
- Subsection Gerardianae: Austur-Asía, Himalaja:
- Subsection Krempfianae - Víetnam
- Subsection Strobus: Norður-Ameríka, Mið-Ameríka, Evrópa og Asía.
- P. albicaulis - Klettafura
- P. amamiana
- P. armandii - Mjúkfura
- P. ayacahuite
- P. bhutanica
- P. cembra - Lindifura
- P. chiapensis
- P. dabeshanensis
- P. dalatensis
- P. fenzeliana
- P. flexilis - Sveigfura
- P. koraiensis - Kóreufura
- P. lambertiana - Sykurfura
- P. monticola - Hvítfura
- P. morrisonicola
- P. parviflora - Pensilfura
- P. peuce - Balkanfura
- P. pumila - Runnafura
- P. sibirica - Síberíufura
- P. strobus - Sandfura
- P. strobiformis
- P. wallichiana - Himalajafura
- P. wangii
Incertae sedis
[breyta | breyta frumkóða]tegundir sem eru ekki í undirættkvísl eins og er.
- †P. peregrinus - Pinus peregrinus - mið-eósentímabil, Golden Valley Formation, Norður-Dakóta, USA
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Furutegundir. Skógrækt ríkisins Geymt 29 apríl 2016 í Wayback Machine
- Furuættkvíslin - Kjarnaskógur.is
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Stockey, R.S. (1983). „Pinus driftwoodensis sp.n. from the early Tertiary of British Columbia“. Botanical gazette. 144 (1): 148–156. doi:10.1086/337355.
- ↑ McKown, A.D.; Stockey, R.A.; Schweger, C.E. (2002). „A New Species of Pinus Subgenus Pinus Subsection Contortae From Pliocene Sediments of Ch'Ijee's Bluff, Yukon Territory, Canada“ (PDF). International Journal of Plant Sciences. 163 (4): 687–697. doi:10.1086/340425. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 21. febrúar 2008. Sótt 12. apríl 2016.