Pinus leiophylla

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus leiophylla
Pinus leiophylla subsp. chihuahuana, Bird Rock, Chiricahua National Monument, Arizona
Pinus leiophylla subsp. chihuahuana, Bird Rock, Chiricahua National Monument, Arizona
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Australes
Tegund:
P. leiophylla

Tvínefni
Pinus leiophylla
Schiede ex Schltdl. & Cham.
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Samheiti
Listi
 • * Pinus cedrus Roezl
 • * Pinus comonfortii Roezl
 • * Pinus decandolleana Roezl
 • * Pinus dependens Roezl
 • * Pinus ehrenbergii Roezl
 • * Pinus gracilis Roezl
 • * Pinus huisquilucaensis Roezl
 • * Pinus lerdoi Roezl
 • * Pinus lumholtzii var. microphylla Carvajal
 • * Pinus monte-alleggri Roezl
 • * Pinus ocotechino Roezl ex Parl.
 • * Pinus verrucosa Roezl[2][3]
  var. chihuahuana (Engelm.) Shaw
 • * Pinus chihuahuana Engelm.

Pinus leiophylla [4][5][6][6] furutegund sem vex aðallega í Mexíkó, með minniháttar útbreiðslu í Bandaríkjunum (suðaustur Arizona og suðvestur New Mexico). Í Mexíkó er útbreiðslan eftir Sierra Madre Occidental og Sierra Madre del Sur frá Chihuahua til Oaxaca, á milli 1600 og 3000 m hæðar. Hún þarf 600 til 1000 mm úrkomu á ári, aðallega á sumrin. Hún þolir frost að vetrum.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Pinus leiophylla verður 20 til 30 m há með stofnþvermál að 23 til 80 sm. Barrnálarnar eru þrjár til fimm saman, 5 til 10 sm langar (sjaldan 15 sm langar), og gljáandi skærgrænar til gulgrænar. Könglarnir eru egglaga, 4 til 7 sm langir (sjaldan að 8 sm) á 1 til 2 sm löngum stilk; Þeir eru óvenju lengi að þroskast: 30 til 32 mánuði, eða ári lengur en flestar aðrar furur. Börkurinn er grábrúnn og sprunginn.

Undirtegundir[breyta | breyta frumkóða]

Það eru tvær undirtegundir (sem eru taldar af sumum grasafræðingum vera sjálfstæðar tegundir, af enn öðrum afbrigði):

 • Pinus leiophylla subsp. leiophylla. Barrnálarnar grannar (0,5–0,9 mm), fimm saman. Hún vex í suðurhluta svæðisins, frá Oaxaca til Durango, er ekki frostþolin, og vex þar sem er tiltölulega mikil úrkoma.
 • Pinus leiophylla subsp. chihuahuana. Barrnálarnar gildari (0,9–1,3 mm), þrjár saman. Hún vex á norðurhluta svæðisins, frá Durango til Arizona, þolir frost niður í -10 °C til -15 °C, og mjög þurrt loftslag. Munurinn á nálunum er aðlögun að erfiðari skylirðum. Samnefni: Pinus chihuahuana, Pinus leiophylla var. chihuahuana.[7]

Búsvæði og vistfræði[breyta | breyta frumkóða]

Þessi tegund vex oft með öðrum furum og eini, í Arizona oftast með P. engelmannii og Juniperus deppeana, en vex einnig í hreinum lundum eða skógum. Búsvæðinu hættir við villieldum, og tegundin er með eiginleika sem nýtast henni vel til að þola það; ef krónan eyðileggst í eldi getur bolurinn, sem er varinn með þykkum berki, myndað nýjar greinar sem nýja krónu. Einu aðrar furutegundirnar sem geta þetta eru bikfura (P. rigida) og Kanaríeyjafura (P. canariensis). Þar sem engin þessara tegunda er sérstakleg skyld hinum hefur þessi eiginleiki komið fram sjálfstætt hjá hverri, dæmi um samleitna þróun.

Ræktun og nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Viður Pinus leiophylla er harður, þéttur og sterkur. Hann er notaður í byggingar, eldivið og þverbitar lestarspora. Í Suður-Afríku og Ástralíu (Queensland) er mikið plantað af tegundinni. Henni er einnig plantað í Kenía, Malaví, Simbabve og Sambía hátt yfir sjó.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Farjon, A. (2013). Pinus leiophylla. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42376A2976226. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42376A2976226.en. Sótt 13. desember 2017.
 2. World Checklist of Selected Plant Families (11 april de 2013). Pinus leiophylla.
 3. Pinus leiophylla en PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 4. ágúst 2020. Sótt 21. janúar 2019.
 4. "Pinus leiophylla". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.
 5. Pinus leiophylla was originally described and published in Linnaea 6:354. 1831. Pinus leiophylla. Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Sótt 10. febrúar 2012.
 6. 6,0 6,1 Michel H. Porcher (1995–2020). „Sorting Pinus names“. Multilingual Multiscript Plant Name Database. Sótt 10. febrúar 2012.
 7. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 90. ISBN 1-4027-3875-7.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.