Fara í innihald

Pinus engelmannii

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus engelmannii

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur Pinus
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
subsection Ponderosa
Tegund:
P. engelmannii

Tvínefni
Pinus engelmannii
Carr.
Útbreiðsla Pinus engelmannii
Útbreiðsla Pinus engelmannii
Samheiti

Pinus ponderosa var. mayriana (Sudw.) Sarg.
Pinus ponderosa var. macrophylla (Engelm.) Shaw
Pinus mayriana var. apacheca (Lemmon) Lemmon
Pinus mayriana Sudw.
Pinus macrophylla var. blancoi Martinez
Pinus macrophylla Engelm.
Pinus latifolia Sarg.
Pinus engelmannii var. blancoi (Martínez) Martínez
Pinus apacheca Lemmon

Pinus engelmannii er furutegund sem vex í norður Mexíkó, í Sierra Madre Occidental þer sem útbreiðslan nær stutt ínnfyrir landamæri Bandaríkjanna í suðvestur New Mexico og suðaustur Arizona. Þetta er meðalstórt tré, um 20 til 30m hátt með stofnþvermál að 35 - 80 sm.

Greinarnar er gildar og gisnar. Barrnálarnar, sem eru með þeim lengstu á nokkurri furu, eru 3 (stöku sinnum 5), 20 til 40 sm langar, gildar, gleiðar og lítið eitt hangandi. Könglarnir eru 8 til 16 sm langir, grænir til purpuralitir á meðan þeir eru að vaxa, nokkuð skástæðir með kröftugum göddum á köngulhreistrinu á úthliðinni (snýr frá grein). Hún er stundum með "grasstig" svipað P. devoniana og P. palustris (svonefnt grasstig er einfaldnlega lýsing á útliti smáplantna þar sem fjöldi langra barrnála hlífir vaxtarsprotum við villieldum).

Fræðiheitið er til heiðurs þýsk-bandaríska grasafræðingnum George Engelmann sem uppgötvaði tegundina 1848. Engelmann nefndi tegundina fyrst Pinus macrophylla, en það nafn var þegar komið á aðra furutegund, svo að hún þurfti annað nafn; það var gefið af franska grasafræðingnum Carrière, sem kaus að heiðra Engelmann.

Hún hefur stundum verið talin afbrigði af gulfuru (sem P. ponderosa var. mayriana), en er nú almennt viðurkennd sem sjálfstæð tegund.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Pinus engelmannii. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42362A2975263. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42362A2975263.en. Sótt 13. desember 2017.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.