Gráfura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Gráfura
Ung gráfura
Ung gráfura
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Contortae
Tegund:
P. banksiana

Tvínefni
Pinus banksiana
Lamb.
Útbreiðsla Gráfuru
Útbreiðsla Gráfuru
Samheiti
 • Pinus divaricata (Aiton) Dum.Cours.
 • Pinus divaricata (Aiton) Sudw. nom. illeg.
 • Pinus hudsonica Poir.
 • Pinus rupestris Michx.f.
 • Pinus sylvestris var. divaricata Aiton

Gráfura (fræðiheiti: Pinus banksiana) er austlæg norður-amerísk fura. Náttúrulegt útbreiðslusvæði hennar er frá Kanada austan við Klettafjöll frá Mackenzie-fljóti í Norðvesturhéruðunum til Cape Breton-eyjar í Nova Scotia, og norður-, mið- og norðaustur fylki Bandaríkjanna frá Minnesota til Maine. Syðsti hluti útbreiðslusvæðisins er í norðvestur-Indíana og norðvestur-Pennsylvaníu.[1][2]

Á vestasta hluta útbreiðslusvæðisins blandast Pinus banksiana auðveldlega við náskylda tegund: stafafuru (Pinus contorta). Seinni hluti tegundarheitisins banksiana er eftir enska grasafræðingnum Sir Joseph Banks.[3]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Nálar
Þroskaðir könglar, lokaðir

Pinus banksiana verður frá 9 -22m á hæð. Sumar fururnar eru runnar vegna lakra vaxtarskilyrða. Þær verða yfirleitt ekki þráðbeinar, eiginlega svoldið hlykkjóttar. Þessi fura myndar oft hreina skóga á sendnum eða grýttum jarðvegi. Hún er aðlöguð skógareldum, þar sem könglarnir haldast lokaðir í mörg ár, þar til skógareldar drepa fullvaxin trén og opna könglana sem sá í brunninn jarðveginn.

Nálarnar eru tvær í búnti, undnar, létt gulgrænar, og 2 til 4 sm að lengd.

Gráfurukönglar eru yfirleitt 3 til 5 sm og sveigðir í endann.[4] Skeljarnar eru með smáum gaddi sem er yfirleitt horfinn áður en þeir eru fullþroska.

Teikning

Óvenjulegt fyrir furu, þá snúa könglarnir út með greinunum, en sveigjast stundum um hana. Það gerir hana auðvelda til aðgreiningar frá áþekkri stafafurunni á vestari hluta búsvæðisins. Könglar á þroskuðum trjám þurfa mikinn hita (yfir 50°C) til að opnast, eins og er tilfellið í skógareldi, hinsvegar geta könglar á lægri greinum opnast við 27°C vegna hita sem endurkastast frá jörðu. Að auki opnast könglarnir við -46°C vegna eiginleika resínsins. Litningatalan er 2n = 24.[5]

Vistfræði[breyta | breyta frumkóða]

P. banksiana skógur með Vaccinium sp. undirgróðri

Setophaga kirtlandii, sjaldgæf fuglategund er háð hreinum skógum af ungri gráfuru á takmörkuðu svæði í Michigan fyrir hreiðurstæði. Þroskaðir gráfuruskógar eru yfirleitt frekar opnir, og nálafall þeirra gerir jarðveginn súran, svo bláber eru oft algengur undirgróður.

Ungar gráfurur eru millihýsill fyrir Cronartium comptoniae (ryðsveppstegund). Sýktar Comptonia plöntur (Comptonia peregrina) losa duftkennd rauðgul gró að sumri og nálæg tré smitast að hausti. Sýkt tré sýna rauðgul sveppaldin á stofninum og gallhnýði á lægri greinum. Sjúkdómurinn virðist ekki hafa áhrif á eldri tré.[6]

Gráfura virðist einnig næm fyrir Gremmeniella abietina. Þessi sjúkdómur lýsir sér í gulnun á rót nála. Viðvarandi sýking getur valdið dauða trésins.[6]

Skordýr sem ráðast á gráfuru eru til dæmis Pissodes strobi, Neodiprion pratti, og Choristoneura pinus.[6]

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Eins og aðrar tegundir af furum er gráfura nýtt í timbur, þó er viðurinn kvistóttur og ekki fúaþolinn.[3]

Ræktun á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Gráfura hefur verið lítið eitt reynd á Íslandi og eru t.d. nokkrar í trjásafninu að Meltungu í Kópavogi.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. New Brunswick House of Assembly (1847). Reports Relating to the Project of Constructing a Railway and a Line of Electro-magnetic Telegraph Through the Province of New Brunswick from Halifax to Quebec. J. Simpson.
 2. Burns, R.M. (1990). "Pinus banksiana". In Burns, Russell M.; Honkala, Barbara H. Conifers. Silvics of North America. Washington, D.C.: United States Forest Service (USFS), United States Department of Agriculture (USDA). 1 – via Southern Research Station (www.srs.fs.fed.us).
 3. 3,0 3,1 Center for Wood Anatomy Research. „Pinus banksiana Lamb“ (PDF). United States Forest Service. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 8. mars 2012. Sótt 27. desember 2010.
 4. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 68. ISBN 1-4027-3875-7.
 5. Tropicos. [1]
 6. 6,0 6,1 6,2 Blouin, Glen. An Eclectic Guide to Trees: east of the rockies. 2001. Boston Mills Press, Erin, Ontario. pp 152-159.

Bibliography[breyta | breyta frumkóða]


Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]