Skottfura
Skottfura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus balfouriana Balf. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla Pinus balfouriana
|
Skottfura (fræðiheiti Pinus balfouriana) er hálendisfura sem er einlend í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Tveir aðskildir hópar eru annars vegar í suðurfjöllum Klamath Mountains (subspecies balfouriana) og hins vegar í suðurfjöllum Sierra Nevada[2] (subspecies austrina). Hún hafði einnig verið tilkynnt í suður Oregon, en það reyndist ranggreint.[3]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]P. balfouriana verður 10-20 m há, einstaka sinnum 35 m, með bol sem verður að 2 m í þvermál. Barrnálarnar eru 5 saman í búnti (eða stundum fjórar í suðurfjöllum Sierra Nevada) með hálfvaranleg barrslíður, og 2-4 sm langar, gljáandi dökkgrænar að utan, og hvítar að innan; þær haldast í 10–15 ár. Könglarnir eru 6-11 sm langir, dökkfjólubláir í fyrstu og verða rauðbrúnir við þroska, með mjúkum sveigjanlegum köngulskeljum með 1 mm gaddi fyrir miðju.
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]P. balfouriana er við skógarmörk í 1.950-2.750 m hæð í Klamath Mountains, og 2.300-3.500 m hæð í Sierra Nevada.
Aldur
[breyta | breyta frumkóða]Talið er að P. balfouriana geti náð allt að 3.000 ára aldri í Sierra Nevada, þó er hæsti staðfesti aldur 2.110 ár. Í Klamath-fjöllum er aldur aðeins að 1.000 árum.
Skyldar tegundir
[breyta | breyta frumkóða]P. balfouriana er náskyld broddfurum, í undirættkvíslinni Balfourianae; hún hefur blandast Pinus longaeva í ræktun, en engir blendingar þekkjast í náttúrunni.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Farjon, A. (2013). „Pinus balfouriana“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42345A2974187. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42345A2974187.en. Sótt 9. janúar 2018.
- ↑ Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 83. ISBN 1-4027-3875-7.
- ↑ Kauffmann, Michael E. (2012). Conifer Country. Kneeland, CA: Backcountry Press. ISBN 978-0-578-09416-8.OCLC 798852130.
Viðbótarlesning
[breyta | breyta frumkóða]- Chase, J. Smeaton (1911). Cone-bearing Trees of the California Mountains. Chicago: A. C. McClurg & Co. bls. 99. LCCN 11004975. OCLC 3477527. LCC QK495.C75 C4, with illustrations by Carl Eytel – Kurut, Gary F. (2009), "Carl Eytel: Southern California Desert Artist", California State Library Foundation, Bulletin No. 95, pp. 17-20 Geymt 23 september 2015 í Wayback Machine retrieved Nov. 13, 2011, Lanner, R.M. 2007 The Bristlecone Book, Ronald M Lanner, Mountain Press 2007 p. 14Conifer Specialist Group (1998). „Pinus balfouriana“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 11. maí 2006.
- Bailey, D. K. 1970. Phytogeography and taxonomy of Pinus subsection Balfourianae. Ann. Missouri Bot. Gard. 57: 210–249.
- Mastrogiuseppe, R. J. & Mastrogiuseppe, J. D. 1980. A study of Pinus balfouriana Grev. & Balf. (Pinaceae). Systematic Botany 5: 86–104.
- Richardson, D. M. (ed.). 1998. Ecology and Biogeography of Pinus. Cambridge University Press, Cambridge. 530 p. ISBN 0-521-55176-5.
- Fryer, Janet L. (2004). "Pinus balfouriana". Fire Effects Information System (FEIS). US Department of Agriculture (USDA), Forest Service (USFS), Rocky Mountain Research Station, Fire Sciences Laboratory – via https://www.feis-crs.org/feis/.
Ytri tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Calflora: Pinus balfouriana CalFlora Database: Pinus balfouriana (foxtail pine)
- Gymnosperm Database — Pinus balfouriana
- USDA Plants Profile for Pinus balfouriana (foxtail pine) Geymt 15 júlí 2017 í Wayback Machine
- Arboretum de Villardebelle — photos of cones
- High Elevation White Pine Educational Website: Pinus balfouriana
- Conifercountry.com: Foxtail Pines in Northwest California
- Pinus balfouriana in the CalPhotos Photo Database, University of California, Berkeley