Nálarfura
Nálarfura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Barr Pinus monophylla (subsp. monophylla) og óþroskaðir könglar
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus monophylla Torr. & Frém. | ||||||||||||||||
Útbreiðsla:
grænt - Pinus monophylla subsp. monophylla blátt - Pinus monophylla subsp. californiarum rautt - Pinus monophylla subsp. fallax |
Nálarfura (fræðiheiti: Pinus monophylla) er furutegund sem er ættuð frá Bandaríkjunum og norðvestur Mexíkó. Útbreiðlsan er frá syðst í Idaho, vestur Utah, Arizona, suðvestur New Mexico, Nevada, austur og suður Kaliforníu og norður Baja California.
Hún vex í hóflegri hæð, frá 1200 til 2300m hæð yfir sjó, sjaldan niður að 950m hæð eða svo hátt sem í 2900m hæð. Hún er útbreidd og oft algeng á svæðinu, myndar umtalsverða opna skóga, oft í bland við eini.[2]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Pinus monophylla er lítið til meðalstórt tré, verður 10 - 20 m hátt og stofninn 0,8m í þvermál. Börkurinn er með óreglulegum sprungum og hreistraður. Barrnálarnar eru yfirleitt stakar sem er óvenjulegt hjá furum (en ekki tvö eða eða fleiri, þó finnast einstaka sinnum nálarfurur með pör af nálum), gild, 4 til 6 sm löng, grágræn til kröftugt blágræn, með loftaugu allan hringinn á yfirborði nálarinnar (og á bæði innrri og ytri hlið á nálapörum). Köngullinn er egg til hnattlaga, stærstur í undirdeildinni Cembroides, um 4,5 - 8 sm langur og breiður lokaður, grænn í fyrstu, verður fölgulur eftir 18 til 20 mánuði, með fáar þykkar köngulskeljar, yfirleitt 8-20 skeljar með fræjum. Könglarnir eru tvö ár að þroskast svo að nýir grænir og eldri brúnir með fræi eða opnir eru á sama tíma á trénu (sjá myndina að ofan til vinstri).
Köngullinn verður 6 til 9 sm breiður þegar hann opnast við þroska, en fræin haldast á á skeljunum eftir opnun. Fræin eru 11 til 16 sm löng, með þunnri skel, hvítri fræhvítu, og vængstubb um 1-2 mm langan. Tómar hnetur með vanþroskuðum fræjum (sjálffrjóvguð) eru ljós á litinn, meðan þau góðu eru dökkbrún.[3] Fræjunum er dreift af fuglinum Gymnorhinus cyanocephalus, sem tínir fræin úr opnum könglunum, og velur aðeins þau dökku og skilur þau ljósu eftir (eins og í myndinni að ofan). Fuglarnir geyma mörg fræjanna til að nota síðar, og eru þau stundum ekki nýtt og verða að nýjum trjám. Reyndar spíra fræin í náttúrinni sjaldnast nema að þau séu geymd af fuglum eða öðrum dýrum.
Undirtegundir og erfðir
[breyta | breyta frumkóða]Það eru þrjár undirtegundir:
- Pinus monophylla subsp. monophylla. Mestallt útbreiðslusvæðið, nema svæðin nefnd hér fyrir neðan. Barrið gildara, skær blágrænt, með 2-7 kvoðuæðar og 8-16 loftaugarásir. Könglarnir eru 5,5 til 8 sm langir, oft lengri en þeir eru breiðir.
- Pinus monophylla subsp. californiarum (D. K. Bailey) Zavarin. Syðst í Nevada, suðvestur í gegn um suðaustur Kaliforníu (norðvestur að San Jacinto Mountains) til 29°N í norður Baja California. Barrið mjórra, grágrænt, með 8-16 kvoðuæðar og 13-18 loftaugarásir. Könglarnir eru 4,5 til 6 sm langir, breiðari en þeir eru langir.
- Pinus monophylla subsp. fallax (E. L. Little) D.K. Bailey. Hlíðar við neðri hluta Coloradó-fljóts og þveráa frá St. George, Utah til Hualapai Mountains, og meðfram meðri hluta Mogollon Rim til Silver City, New Mexico. Barrið mjórra, grágrænt, með 2-3 kvoðuæðar og 8-16 loftaugarásir. Könglarnir eru 4,5 til 6 sm langir, breiðari en þeir eru langir.
Hún er skyldust Pinus edulis, sem hún líka blandast við (bæði undirtegundin monophylla og fallax) öðru hverju þar sem útbreiðslusvæði þeirra skarast í vestur Arizona og Utah. Einnig (subsp. californiarum) blandast hún mikið við P. quadrifolia. Aðgreining þessara tegunda er byggist aðallega "nálabúnti" með stakri nál er í nokkrum vafa eftir að fregnir hafi borist af að tré af Pinus monophylla/Pinus edulis og Pinus monophylla subsp. fallax/Pinus edulis svæðunum séu með færri eða fleiri nálar í búnti eftir þurr eða blaut ár.[4]
Stöku nálarfurur með tvær nálar í búnti í norður Baja California eru blendingar við P. quadrifolia.
Nytjar
[breyta | breyta frumkóða]Ætum fræjunum er safnað um allt útbreiðslusvæðið; á mörgum svæðum er uppskerurétturinn í höndum innfæddra ættbálka, en tegundin er gríðarlega menningarlega og efnahagslega mikilvæg fyrir þá.[5]
Nálarfura er einnig ræktuð sem til skrauts á þurrum svæðum. Hún er lítið eitt notuð sem jólatré. Hún er sjaldan séð í ræktun vegna hve erfitt er að láta hana spíra.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Farjon, A. (2013). „Pinus monophylla“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42381A2976514. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42381A2976514.en. Sótt 15. janúar 2018.
- ↑ Gerry Moore et al. 2008
- ↑ Ronald M. Lanner 1981
- ↑ Tausch, R.J.; West, N.E. (1986). Everett, R.L. (ritstjóri). Proceedings of the Pinyon-Juniper Conference, January 13–16, 1986, Reno, NV, General Technical Report INT-215. USDA Forest Service, Intermountain Research Station, Ogden, UT. bls. 86–91.
- ↑ Liston Pine Nuts “What is the Nevada soft shell pine nut” (retrieved 27 November 2014)
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- C. Michael Hogan. 2009. Elephant Tree: Bursera microphylla, GlobalTwitcher.com, ed. N. Stromberg
- Gerry Moore; Bruce Kershner; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Richard Spellenberg; John W. Thieret; Terry Purinton & Andrew Block (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 93. ISBN 1-4027-3875-7.
- Ronald M. Lanner, 1981. The Piñon Pine: A Natural and Cultural History. University of Nevada Press. ISBN 0-87417-066-4.
Viðbótarlesning
[breyta | breyta frumkóða]- Chase, J. Smeaton (1911). Cone-bearing Trees of the California Mountains. Chicago: A. C. McClurg & Co. bls. 99. LCCN 11004975. OCLC 3477527. LCC QK495.C75 C4, with illustrations by Carl Eytel - Kurut, Gary F. (2009), "Carl Eytel: Southern California Desert Artist", California State Library Foundation, Bulletin No. 95, pp. 17-20 Geymt 23 september 2015 í Wayback Machine retrieved Nov. 13, 2011
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- Photo of cones (scroll ¾-way down)
- Gymnosperm Database: Pinus monophylla
- USDA Plants Profile: Pinus monophylla Geymt 25 febrúar 2013 í Wayback Machine