Fara í innihald

Pinus culminicola

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus culminicola

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Parrya
subsection Cembroides
Tegund:
P. culminicola

Tvínefni
Pinus culminicola
Andresen & Beaman
Útbreiðsla Pinus culminicola
Útbreiðsla Pinus culminicola

Pinus culminicola, er fura einlend í norðaustur Mexíkó. Útbreiðslan er mjög takmörkuð, á litlu svæði á háfjöllum norður Sierra Madre Oriental í Coahuila og Nuevo León, og eingöngu algeng á hæsta fjallinu, Cerro Potosí (3713 m). Hún kemur fyrir hátt til fjalla, frá 3000–3700 m, í svölu og röku kaldtempruðu loftslagi.

Pinus culminicola er lítill til meðalstórt tré, frá 1,5 til 5 m hátt, með að 25 sm stofnþvermál. Börkurinn er grábrúnn, þunnur og hreistraður neðst á stofni. Barrnálarnar eru fimm saman í búnti, grannar, 3 til 5,5 sm langar, grænar til blágrágrænar, með loftaugun á hvítri rönd á innra yfirborði nálanna. Frjókönglarnir eru gulleitir og síðar gulbrúnir, langegglaga, 5 til 8 mm langir.[2] Könglarnir eru hnattlaga, 3 til 4 sm langir og breiðir lokaðir, grænir í fyrstu, og og verða gulbrúnir við þroska eftir 16 til 18 mánuði, með fáar þunnar köngulskeljar, yfirleitt eru 6 til 14 frjóar (með fræ). Þegar könglarnir opnast við þroska verða þeir 4 til 6 sm breiðir, og haldast fræin á þeim eftir opnun. Fræin eru 9 til 12 mm löng, með þykkri skel, hvítri fræhvítu, og vængstubb um 1-2 mm langan; þeim er dreift af fuglunum Nucifraga columbiana og Aphelocoma wollweberi, sem tína fræin úr opnum könglunum. Fuglarnir geyma mörg fræjanna til að nota síðar, og eru þau stundum ekki nýtt og verða að nýjum trjám.

Vegna einangraðra vaxtarstaða á toppum fjarlægra fjalla, uppgötvaðist tegundin ekki fyrr en 1959. Hún er frábrugðin flestum öðrum tegundum í undirdeildinni með nálafjölda (5 í búnti fremur en 1–4), og með að vera algerlaga runnkennd,. Hún er skyldust P. johannis og P. orizabensis, og er með loftaugun innan á blöðunum eins og þær; hún er hinsvegar frábrugðin þeim með að vera með smærri köngla og fræ. Eins og hinar tvær gerir blágrátt innri hlið nálanna hana að laglegum hægvaxta runna, heppilegum í litla garða.

James E. Eckenwalder skráði í Conifers of the World (2009) fjögur afbrigði sen er nokkuð frábrugðið uppsetningu Alois Farjon í A Handbook of the World's Conifers (2010).[3]:[4]

  • Pinus culminicola var. bicolor (E.Little) Eckenwalder: Farjon setur það sem afbrigðið Pinus cembroides var. bicolor undir tegundinni Pinus cembroides.
  • Pinus culminicola var. culminicola: Einkennisafbrigði
  • Pinus culminicola var. johannis (M.Robert) Silba: Farjon setur það sem afbrigðið Pinus cembroides var. bicolor.
  • Pinus culminicola var. remota (E.Little) Eckenwalder: Farjon setur það sem sjálfstæða tegund Pinus remota.

Pinus culminicola var. johannis og Pinus culminicola var. bicolor voru greindar með erfðagreiningu og efnasamsetningu 2013 og kom í ljós að þær væru sjálfstæðar tegundir: Pinus johannis og Pinus discolor.[5]

Eins og hjá hinum tegundunum eru fræin æt, en erfitt aðgengi hindrar söfnun á því.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. 2013. Pinus culminicola. The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2015.2. Downloaded on 02 September 2015.
  2. Aljos Farjon: A Handbook of the World's Conifers. bindi 2, bls. 657
  3. Aljos Farjon: A Handbook of the World's Conifers. bindi 2, bls. 658
  4. James E. Eckenwalder: Conifers of the World, bls. 424–425
  5. Lluvia Flores-Rentería, Ana Wegier, Diego Ortega Del Vecchyo, Alejandra Ortíz-Medrano, Daniel Piñero, Amy V. Whipple, Francisco Molina-Freaner, César A. Domínguez (2013). Genetic, morphological, geographical and ecological approaches reveal phylogenetic relationships in complex groups, an example of recently diverged pinyon pine species (Subsection Cembroides). Elsevir. bls. 940–949. doi:10.1016/j.ympev.2013.06.010.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.