Fara í innihald

Hnúðfura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pinus attenuata)
Hnúðfura

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Australes
Tegund:
P. attenuata

Tvínefni
Pinus attenuata
Lemmon[2]

Samheiti

Pinus tuberculata var. acuta Mayr
Pinus tuberculata Gordon
Pinus californica Hartw.

Hnúðfura (fræðiheiti: Pinus attenuata)(einnig nefnd Pinus tuberculata[3]) er furutegund sem vex í mildu veðurfari í mögrum jarðvegi. Hún vex frá suðurhluta Oregon til Baja California með mesta þéttleikann í norður Kaliforníu og á landamærum Oregon-Kaliforníu.[4]

Króna hnúðfuru er yfirleitt keilulaga með beinum stofni. Hún verður 8 til 24m há.[5] Hinsvegar getur hún verið runni á sérstaklega erfiðum stöðum. Hýn kýs þurran, grýttan fjallajarðveg. Börkurinn er sléttur, flagnandi og grábrúnn á yngri hlutum trésins, og verður grárauðbrúnn með grunnum sprungum og hreistruðum hryggjum á eldri hlutum. Árssprotarnir eru rauðbrúnir og oft klístraðir.

Barrnálarnar eru 3 saman í búnti,[6] gulgrænar og undnar, 9 til 15 sm langar. Könglarnir eru 8 til 16 sm langir, 3 til 6 saman á greinunum. Köngulskeljarnar enda á stuttum, stífum gaddi. Þeir haldast lokaðir í mörg ár þar til eldur opnar þá og þeir losa fræin. Fyrir vikið geta könglarnir orðið eftir í viðnum þegar tréð stækkar.

Hnúðfura vex í nær hreinum skógum en getur myndað blendinga við Pinus muricata, og Geislafuru (Pinus radiata) (P. x attenuradiata) við ströndina. Litningatalan er 2n=24.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Pinus attenuata. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42343A2974092. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42343A2974092.en. Sótt 10. nóvember 2017.
  2. Lemmon, 1892 In: Mining Sci. Press 64: 45.
  3. Chase, J. Smeaton (1911). Cone-bearing Trees of the California Mountains. Chicago: A. C. McClurg & Co. bls. 99. LCCN 11004975. OCLC 3477527. LCC QK495.C75 C4, with illustrations by Carl Eytel - Kurut, Gary F. (2009), "Carl Eytel: Southern California Desert Artist", California State Library Foundation, Bulletin No. 95, pp. 17-20 Geymt 23 september 2015 í Wayback Machine retrieved Nov. 13, 2011
  4. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 85. ISBN 1-4027-3875-7.
  5. Gymnosperm Database.
  6. eNature Field Guides, 2007
  7. Robert Kral: Pinus attenuata in Flora of North America, Band 2

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.