Fjallafura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Fjallafura
Blöð og börkur á fjallafuru
Blöð og börkur á fjallafuru
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Pinopsida
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
Tegund: P. mugo
Tvínefni
Pinus mugo
Turra
Útbreiðsla.
Bergfurur.
Bergfura í Öskjuhlíð.

Fjallafura (fræðiheiti Pinus mugo) er furutegund sem vex í hátt til fjalla í Evrópu og finnst í Pýreneafjöllum, Ölpunum, Erzgebirge, Karpatafjöllum, norður Apennínafjöllum og fjöllum á Balkanskaga í 1000 m til 2200 m hæð en sums staðar í 200 m hæð í Þýskalandi og Póllandi og upp í allt að 2700 m í suðurhluta Búlgaríu og í Pýrenaafjöllum.

Það eru tvær undirtegundir:

  • Fjallafura, Pinus mugo subsp. mugo, sem er 3 - 6 m hár margstofna runni.
  • Bergfura, Pinus mugo subsp. uncinata eða Pinus uncinata, er stærri og venjulega með einum stofni og verður allt að 20 m. hátt tré.
Pinus mugo subsp. uncinata í 2200 m hæð í fjalllendi Frakklands.


Fjallafura/bergfura er mjög vindþolin, ljóselsk og hægvaxta[1]. Þær eru mikið notaðar í görðum, sérstaklega lágvaxna afbrigðið subsp. mugo. Oft eru slíkar fjallafurur gróðursettar til að hindra aðgang svo sem undir gluggum því nálarnar stinga.

P. mugo er talið til ágengrar tegundar í hálendi Nýja Sjálands.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Einkennismerki Wikiorðabókar
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Einkennismerki Wikilífvera
Wikilífverur eru með efni sem tengist

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Furutegundir Skógrækt ríkisins. Skoðað 4. febrúar, 2016.