Pinus merkusii
Pinus merkusii | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus merkusii Jungh. & de Vriese | ||||||||||||||||
Náttúruleg útbreiðsla Pinus merkusii
| ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Pinus merkusii subsp. ustulata Businský |
Pinus merkusii[2], er furutegund ættuð frá eyjum suðaustur Asíu, aðallega í Indónesíu í fjöllum norður Súmötru, og á mið Súmötru á Kerincifjalli og Talangfjalli, og í Filippseyjum á Mindoro og í Zambales fjöllum á vestur Luzon.
Hóparnir á mið Súmötru, milli 1° 40' og 2° 06' S breiddargráðu, er eina náttúrulega útbreiðsla nokkurrar tegundar af Pinaceae sunnan miðbaugs. Hún er yfirleitt í hóflegri hæð, aðallega í 400 – 1500 metrum, en einstaka sinnum í 90 m og upp í 2000 m.
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Pinus merkusii er meðalstórt til stórt tré, að 25 - 45 m.hátt og með stofnþvermál að 1 m. Börkurinn er gulrauður, þykkur og með djúpum sprungum neðarlega á stofni, og þunnur og flagnandi uppi í krónunni. Barrnálarnar eru tvær saman, mjög grannar, 15–20 sm langar og minna en 1 mm breiðar, grænar til gulgrænar.
Könglarnir eru mjósívalir, 5–8 sm langir og 2 sm breiðir neðst þegar þeir eru lokaðir, grænir í fyrstu, og við þroska gljáandi rauðbrúnir. Þegar þeir opnast 4 til 5 sm breiðir. Fræin eru 5–6 mm löng, með 15–20 mm væng, og er dreift með vindi.[3]
Skyldar tegundir
[breyta | breyta frumkóða]Pinus merkusii, er náskyld Pinus latteri, sem vex norðarí suðaustur Asíu, frá Myanmar til Víetnam; sumir grasafræðingar telja þær reyndar sömu tegundina (undir nafninu P. merkusii, sem var lýst fyrst), en Pinus latteri er með lengri og breiðari barrnálum (18–27 sm langar og meir en 1 mm breiðar) og stærri könglum með þykkari hreisturskel, könglarnir haldast oft lokaðir nokkurn tíma eftir þroska.[4]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Farjon, A. (2013). „Pinus merkusii“. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T32624A2822050. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T32624A2822050.en. Sótt 8. nóvember 2017.
- ↑ USDA, NRCS (n.d.). „Pinus merkusii“. The PLANTS Database (plants.usda.gov) (enska). Greensboro, North Carolina: National Plant Data Team. Sótt 4. október 2015.
- ↑ Pinus merkusii Flora Malesiana
- ↑ Pinus latteri Geymt 29 júlí 2020 í Wayback Machine Flora of China
- Conifer Specialist Group (2000). „Pinus merkusii“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2000. Sótt 9. maí 2006. Listed as Vulnerable (VU B1+2cde v2.3)