Lindifura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Lindifura
Lindifura sem vex í Dachstein í Austurríki
Lindifura sem vex í Dachstein í Austurríki
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Skipting: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Pinus
Undirættkvísl: Strobus
Tegund: P. cembra
Tvínefni
Pinus cembra
L.
Útbreiðsla lindifuru
Útbreiðsla lindifuru

Lindifura (fræðiheiti Pinus cembra) er furutegund sem finnst í Ölpunum, Karpatafjöllum, í Tatrafjöllum í Póllandi, Frakklandi, Ítalíu, Austurríki, Þýskalandi, Slóveníu, Slóvakíu, Úkraníu og Rúmeníu. Lindifura vex vanalega í 1500-2200 m hæð. Tréð verður 25-35 m hátt og 1,5 m að ummáli. Nálarnar eru 5 - 9 sm langar og könglarnir eru 4-8 sm langir. Fræin eru 8-12 mm löng.

Lindifura hefur þol fyrir ryðsveppasjúkdómum sem herja á aðrar skyldar furutegundir.

nálar og könglar á lindifuru

Lindifurur eru vinsælt skrautré í skrúðgörðum og vaxa jafnt en hægt í köldu loftslagi. Þær þola vel mikinn vetrarkulda og eru vindþolnar. Fræin eru tínd og seld sem furuhnetur.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]