Fara í innihald

Himalajafura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Himalajafura
Tré í trjásafninu í Tortworth Court.
Tré í trjásafninu í Tortworth Court.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Quinquefoliae
subsection Strobus
Tegund:
P. wallichiana

Tvínefni
Pinus wallichiana
A. B. Jacks.
Samheiti
  • Pinus excelsa Wall. ex D.Don, non Lam.
  • Pinus griffithii McLell., non Parl.
  • Pinus nepalensis Chambray, non J.Forbes [2]
  • Pinus chylla Lodd.

Himalajafura (fræðiheiti: Pinus wallichiana)[3][4][5] er furutegund ættuð frá Himalaja, Karakoram og Hindu Kush fjöllum, frá austur Afganistan austur yfir norður Pakistan og norðvestur Indland til Yunnan í suðvestur Kína. Hún vex í fjalladölum 1.800–4.300 m hæð (sjaldan niður að 1.200 m), og verður á milli 30 m og 50 m há. Hún vex á tempruðu belti með þurrum vetrum og blautum sumrum.

Tegundin er stundum kölluð Bútanfura,[6] (ekki til að ruglast á skyldri tegund; Pinus bhutanica). Fræðiheitið Pinus chylla Lodd. var um tíma notað þegar tegundin var fáanleg frá gróðrastöðum í Evrópu 1836, níu árum eftir að danski grasafræðingurinn Nathaniel Wallich (1784~1856) kom fyrst með fræ af henni til Englands.

Barrnálarnar eru fimm saman í búnti og eru 12–18 sm langar. Þær eru athyglisverðar fyrir sveigjanleika, og drúpa oft þokkafullt. Könglarnir eru langir og grannir, 16–32 sm, daufgulir við þroska, með þunnum hreisturflögum. Fræin eru 5–6 mm löng með 20–30 mm væng.

Dæmigerð búsvæði eru fjallaskriður og þar sem jöklar hafa hopað, en myndar einnig gamalskóg sem aðaltegund eða í blönduðum skógum með deodar, birki, greni og þin. Sums staðar vex hún að trjálínu.

Undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[7][5]

  • P. w. parva
  • P. w. wallichiana

Himalajafura myndar blendinga með sandfuru (Pinus strobus): Pinus × schwerinii.[8]

Litnigatalan er 2n = 24.[9]

Viðurinn er í meðallagi harður, endingargóður og mjög kvoðuríkur. Hann er góður eldiviður, en myndar lyktarmikinn reyk. Hann er nýttur til framleiðslu á terpentínu sem er meiri gæðum en af P. roxburghii en ekki eins miklum mæli.

Þetta er einnig vinsæl tegund í almenningsgörðum, vegna fallegs barrs og stórra og skrautlegra köngla. Hún þolir einnig loftmengun betur en mörg önnur barrtré.

Tegundin[10] og hið hægvaxta afbrigði ‘Nana’[11] hafa fengið Royal Horticultural Society's Award of Garden Merit.[12]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. A. Farjon (2013). Pinus wallichiana. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42427A2979371. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42427A2979371.en. Sótt 15. janúar 2018.
  2. Bulletin of miscellaneous information / Royal Botanic Gardens, Kew 1938: 85 (1938).
  3. Dyntaxa Pinus wallichiana
  4. A.B. Jacks., 1938 In: Bull. Misc. Inform., Kew 1938: 85.
  5. 5,0 5,1 Conifer Database. Farjon A., 2011-02-11
  6. "Pinus wallichiana A. B. Jacks". Geymt 2 maí 2017 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  7. „Species 2000 & ITIS Catalogue of Life: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. Catalogue of Life. 2014.
  8. Botanischer Garten der Universität Tübingen[óvirkur tengill]
  9. Tropicos. [1]
  10. „Pinus wallichiana AGM“. Royal Horticultural Society. Sótt 14. júlí 2012.[óvirkur tengill]
  11. „RHS Plantfinder - Pinus wallichiana 'Nana'. Sótt 25. apríl 2018.
  12. „AGM Plants - Ornamental“ (PDF). Royal Horticultural Society. júlí 2017. bls. 78. Sótt 2. maí 2018.

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.