Næfurfura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Næfurfura
Næfurfura við Jogyesa (Búddahof) í Seoul, Suður Kóreu
Næfurfura við Jogyesa (Búddahof) í Seoul, Suður Kóreu
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Quinquefoliae subsect. Gerardianae
Tegund:
P. bungeana

Tvínefni
Pinus bungeana
Zucc. ex Endl.
Samheiti
  • Pinus excorticata Lindl. & Gordon[2][3]

Næfurfura (fræðiheiti Pinus bungeana[4], kínverska: 白皮松 japanska: シロマツ, kóreska 백송, framburður: baeksong) er fura ættuð frá norðaustur- og miðhluta Kína.[5][6] Þetta er hægvaxta tré sem getur náð 15 til 25 m hæð og þolir að frost fari niður fyrir -26 °C. Af sléttum, grágrænum berkinum flagna smátt og smátt kringlóttar flögur sem skilja eftir sig fölgular eða hvítar skellur, sem verða síðar ólívubrúnar, rauðbrúnar eða purpuralitar þegar börkurinn í þeim verður fyrir birtu.

Næfurfura í Kew Gardens, London, England
Nærmynd af stofnum

Litningatalan er 2n = 24.[7]

Útbreiðsla og búsvæði[breyta | breyta frumkóða]

Pinus bungeana er ættuð úr fjöllum Kína, en er ræktuð víða til skrauts, ekki síst vegna skrautlegs barkarins.[1] Hún er orðin ílend í Sierra de la Ventana í Austur-Argentínu.[heimild vantar]

Nærmynd af berki

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Næfurfura er ræktuð til skrauts. Í Austurlöndum er hún táknræn fyrir langlífi og þar er henni því oft plantað við hof og í opinberum görðum. Á heimaslóðum er viðurinn nýttur og fræin étin.[8][9] Hún er einnig nokkuð víða í grasagörðum og er oft margstofna. Börkurinn er sérstaklega litfagur eftir rigningar.

Börkur og barr

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Pinus bungeana. IUCN Red List of Threatened Species. Version 2012.2. International Union for Conservation of Nature. 2007. Sótt 2. júní 2013.
  2. World Checklist of Selected Plant Families. Pinus bungeana. Sótt 7 apríl 2013.
  3. Pinus bungeana The PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. janúar 2016. Sótt 5. nóvember 2018.
  4. "Pinus bungeana". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA. Retrieved 4 October 2015.
  5. Fu, Liguo; Li, Nan; Elias, Thomas S.; Mill, Robert R. "Pinus bungeana". Flora of China. 4. Retrieved 2018-08-16 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  6. Earle, Christopher J., ed. (2018). "Pinus bungeana". The Gymnosperm Database.
  7. Tropicos. [1]
  8. Aljos Farjon: A Handbook of the World's Conifers, Band 2, S. 644
  9. James E. Eckenwalder: Conifers of the World, S. 416

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikilífverur eru með efni sem tengist