Fara í innihald

Ígulfura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pinus echinata)
Ígulfura
Ígulfuruskógur
Ígulfuruskógur
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Australes
Tegund:
P. echinata

Tvínefni
Pinus echinata
Mill.
Útbreiðsla
Útbreiðsla

Ígulfura (fræðiheiti: Pinus echinata) er furutegund sem er ættuð frá austurhluta Bandaríkjjanna frá suðurhluta New York ríkis, suður til norður Flórída, vestur til austur Oklahoma, og suðvestur til austur Texas. Tréð er breytilegt í vaxtarlagi, stundum beinvaxið, stundum hlykkjótt, með óreglulegri krónu. Hún getur orðið 20 til 30 m há með stofnþvermál að 0,5 til 0,9 m.

frjókönglar
Köngull

Barrnálarnar eru 2 til 3 saman í búnti, 7 til 11 sm langar. Könglarnir eru 4 til 7 sm langir með þunnar köngulskeljar með kjöl þversum og stuttum gaddi. Þeir opnast við við þroska en haldast á trénu.[2] Smáplöntur ígulfuru mynda j-laga hlykk nálægt jörðu.[3] Dvalarbrum og myndast nálægt hlykknum og hefja vöxt þegar efri hluti stofnsins drepst vegna villielda eða brotnar. Litningatalan 2n=24.[4]

Börkur P. echinata með kvoðublöðrum, sjáanleg sem smáar, ~1 mm dældir. Þetta einkenni er hægt að nota til að greina hana frá öllum öðrum furutegundum innan útbreiðslusvæðis hennar.[5]

Hún vex í margskonar búsvæði, frá grýttum hæðum til votra flóðslétta. Hún blandast P. taeda og P. rigida þar sem útbreiðslusvæði þeirra skarast.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Pinus echinata. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42359A2974993. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42359A2974993.en. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2018. Sótt 13. desember 2017.
  2. Kral, Robert (1993). "Pinus echinata". In Flora of North America Editorial Committee. Flora of North America North of Mexico (FNA). 2. New York and Oxford – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  3. Lawson, Edwin R. (1990). "Pinus echinata". In Burns, Russell M.; Honkala, Barbara H. Conifers. Silvics of North America. Washington, D.C.: United States Forest Service (USFS), United States Department of Agriculture (USDA). 1 – via Southern Research Station (www.srs.fs.fed.us).
  4. Robert Kral: Pinus echinata in Flora of North America, bind 2
  5. „Silvics of Shortleaf Pine“ (PDF). North Carolina Forest Service. janúar 2016. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. desember 2016. Sótt 11. nóvember 2018.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.