Fara í innihald

Rindafura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rindafura
Eintak í Ancient Bristlecone Pine Forest, White Mountains, California
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Parrya
subsection Balfourianae
Tegund:
P. longaeva

Tvínefni
Pinus longaeva
D.K.Bailey

Rindafura (fræðiheiti Pinus longaeva),[2] er langlíf tegund af furu sem finnst í háfjöllum Kaliforníu, Nevada, og Utah.[3]

Rindafura verður lítið til meðalstórt tré, 5-15 m há og með bol að 2.5-3.6 m í þvermál. Börkurinn er skær rauðgulur, þunnur og hreistraður neðantil. Nálarnar eru 5 saman í knippi, harðar og aðlægar, 2,5 til 4 sm langar, grænar til blágrænar að utan, með loftaugarák í hvítri rönd að innan. Blöðin (nálarnar) eru þau langlífustu sem þekkjast hjá nokkurri plöntu, sum geta lifað í 45 ár (Ewers & Schmid 1981).

Nærmynd af köngli, Snake Range, Nevada

Þessi fornu tré eru hnúskótt og kræklótt, sérstaklega hátt til fjalla,[2] og er með rauðbrúnan börk með djúpum sprungum.[4] Eftir því sem tréð eldist getur það tapað stórum hluta lifandi barkar. Á mjög gömlum trjám er oft einungis mjó rönd af lifandi berki sem tengir ræturnar við örfáar lifandi greinar.

Barr og frjókönglar, Spring Mountains, Nevada

Könglarnir eru egglaga til sívalningslaga, 5-10 sm langir og 3-4 sm breiðir lokaðir, grænir eða purpuralitir fyrst og verða matt rauðgulir við þroska eftir 16 mánuði, með fjölda þunnra, fíngerðra hreisturblaðka, hver með 2-5mm gaddi. Opnir könglarnir eru 4-6 sm breiðir, og losna fræin straks við opnun. Þau eru 5mm löng með 12-22 mm væng; þeu dreifast aðallega með vindi, en er einnig dreift af Nucifraga columbiana.


Tegundin er sérstaklega viðkvæm fyrir villieldi, og skaðast jafnvel af vægum bruna. Það kviknar auðveldlega í kvoðuríkum berkinum, og eldur sem nær í krónuna drepur tréð auðveldlega. Hinsvegar er tegundin einstaklega þolin að öðru leyti og breiðist hún út aftur eftir slíka elda. Villieldar eru einnig sjaldgæfir á vaxtarstöðum tegundarinnar.[2]

Rindafura, White Mountains, Kalifornía

Eintak af rindafuru í "White Mountains" í Kaliforníu voru mæld af Tom Harlan, rannsakandi hjá Laboratory of Tree-Ring Research, og reyndist 5068 ára gamalt.[5] Nákvæmri staðetningu trésins er haldið leyndri af Harlan.[6] Það er þá langlífasta tré (sem ekki er klónn) í heiminum.

Fyrrverandi methafi tegundarinnar, "Methuselah", er einnig staðsettur í Ancient Bristlecone Pine Forest í "White Mountains" í Kaliforníu. Methuselah er 4,850 ára gamalt. Nákvæmri staðsetningu þess er einng haldið leyndri.

Meðal trjánna á White Mountain, eru elstu trén á norðurhlíðum, að jafnaði 2000 ára, samanborið við jafnaðaraldur upp á 1000 ár á suðurhlíðum.[7] Veðurfar og ending viðarins gerir að trén geta staðið löngu eftir að þau eru dauð og standa 7000 ára gömul tré við hlið lifandi trjáa.[7]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]

This article incorporates text from the ARKive fact-file "Pinus longaeva" under the Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 Unported License and the GFDL.

  1. Stritch, L.; Mahalovich, M. & Nelson, K.G. (2011). Pinus longaeva. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2011: e.T34024A9830878. doi:10.2305/IUCN.UK.2011-2.RLTS.T34024A9830878.en. Sótt 23. desember 2017.
  2. 2,0 2,1 2,2 Howard, JL (2004). „Pinus longaeva“. Fire Effects Information System. USDA. Sótt 2. desember 2008.
  3. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 82. ISBN 1-4027-3875-7.
  4. „The Gymnosperm Database“. mars 2008. Sótt 30. júlí 2011.
  5. „Oldlist“. Rocky Mountain Tree Ring Research. Sótt 8. janúar 2013.
  6. Oatman-Stanford, Hunter. „Read My Rings: The Oldest Living Tree Tells All“. Collectors Weekly. Sótt 27. júlí 2014.
  7. 7,0 7,1 Lewington, A; Parker E (1999). Ancient Trees: Trees that Live for a Thousand Years. London: Collins & Brown Ltd. bls. 37. ISBN 1-85585-704-9.


Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]

Pinus longaeva Geymt 12 ágúst 2018 í Wayback Machine media at ARKive Edit this at Wikidata

  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.