Rindafura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Rindafura
Eintak í Ancient Bristlecone Pine Forest, White Mountains, California
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Parrya
subsection Balfourianae
Tegund:
P. longaeva

Tvínefni
Pinus longaeva
D.K.Bailey
Pinus longaeva range map 1.png

Rindafura (fræðiheiti Pinus longaeva),[2] er langlíf tegund af furu sem finnst í háfjöllum Kaliforníu, Nevada, og Utah.[3]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Rindafura verður lítið til meðalstórt tré, 5-15 m há og með bol að 2.5-3.6 m í þvermál. Börkurinn er skær rauðgulur, þunnur og hreistraður neðantil. Nálarnar eru 5 saman í knippi, harðar og aðlægar, 2,5 til 4 sm langar, grænar til blágrænar að utan, með loftaugarák í hvítri rönd að innan. Blöðin (nálarnar) eru þau langlífustu sem þekkjast hjá nokkurri plöntu, sum geta lifað í 45 ár (Ewers & Schmid 1981).

Nærmynd af köngli, Snake Range, Nevada

Þessi fornu tré eru hnúskótt og kræklótt, sérstaklega hátt til fjalla,[2] og er með rauðbrúnan börk með djúpum sprungum.[4] Eftir því sem tréð eldist getur það tapað stórum hluta lifandi barkar. Á mjög gömlum trjám er oft einungis mjó rönd af lifandi berki sem tengir ræturnar við örfáar lifandi greinar.

Barr og frjókönglar, Spring Mountains, Nevada

Könglarnir eru egglaga til sívalningslaga, 5-10 sm langir og 3-4 sm breiðir lokaðir, grænir eða purpuralitir fyrst og verða matt rauðgulir við þroska eftir 16 mánuði, með fjölda þunnra, fíngerðra hreisturblaðka, hver með 2-5mm gaddi. Opnir könglarnir eru 4-6 sm breiðir, og losna fræin straks við opnun. Þau eru 5mm löng með 12-22 mm væng; þeu dreifast aðallega með vindi, en er einnig dreift af Nucifraga columbiana.


Tegundin er sérstaklega viðkvæm fyrir villieldi, og skaðast jafnvel af vægum bruna. Það kviknar auðveldlega í kvoðuríkum berkinum, og eldur sem nær í krónuna drepur tréð auðveldlega. Hinsvegar er tegundin einstaklega þolin að öðru leyti og breiðist hún út aftur eftir slíka elda. Villieldar eru einnig sjaldgæfir á vaxtarstöðum tegundarinnar.[2]

Aldur[breyta | breyta frumkóða]

Rindafura, White Mountains, Kalifornía

Eintak af rindafuru í "White Mountains" í Kaliforníu voru mæld af Tom Harlan, rannsakandi hjá Laboratory of Tree-Ring Research, og reyndist 5068 ára gamalt.[5] Nákvæmri staðetningu trésins er haldið leyndri af Harlan.[6] Það er þá langlífasta tré (sem ekki er klónn) í heiminum.

Fyrrverandi methafi tegundarinnar, "Methuselah", er einnig staðsettur í Ancient Bristlecone Pine Forest í "White Mountains" í Kaliforníu. Methuselah er 4,850 ára gamalt. Nákvæmri staðsetningu þess er einng haldið leyndri.

Meðal trjánna á White Mountain, eru elstu trén á norðurhlíðum, að jafnaði 2000 ára, samanborið við jafnaðaraldur upp á 1000 ár á suðurhlíðum.[7] Veðurfar og ending viðarins gerir að trén geta staðið löngu eftir að þau eru dauð og standa 7000 ára gömul tré við hlið lifandi trjáa.[7]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

This article incorporates text from the ARKive fact-file "Pinus longaeva" under the Creative Commons Attribution-ShareAlike 3.0 Unported License and the GFDL.

  1. Stritch, L.; Mahalovich, M. & Nelson, K.G. (2011). Pinus longaeva. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2011: e.T34024A9830878. doi:10.2305/IUCN.UK.2011-2.RLTS.T34024A9830878.en. Sótt 23 December 2017.
  2. 2,0 2,1 2,2 Howard, JL (2004). „Pinus longaeva“. Fire Effects Information System. USDA. Sótt 2. desember 2008.
  3. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 82. ISBN 1-4027-3875-7.
  4. „The Gymnosperm Database“. March 2008. Sótt 30 July 2011.
  5. „Oldlist“. Rocky Mountain Tree Ring Research. Sótt 8. janúar 2013.
  6. Oatman-Stanford, Hunter. „Read My Rings: The Oldest Living Tree Tells All“. Collectors Weekly. Sótt 27. júlí 2014.
  7. 7,0 7,1 Lewington, A; Parker E (1999). Ancient Trees: Trees that Live for a Thousand Years. London: Collins & Brown Ltd. bls. 37. ISBN 1-85585-704-9.


Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Pinus longaeva Geymt 2018-08-12 í Wayback Machine media at ARKive Edit this at Wikidata

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist