Pinus muricata

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus muricata

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Australes
Tegund:
P. muricata

Tvínefni
Pinus muricata
D.Don
Útbreiðsla Pinus muricata
Útbreiðsla Pinus muricata
Samheiti

Pinus remorata H. Mason
Pinus muricata var. stantonii Axelrod ex Farjon
Pinus muricata var. remorata (H. Mason) Silba
Pinus muricata f. remorata (H. Mason) Hoover
Pinus muricata subsp. remorata (H. Mason) E. Murray
Pinus muricata var. borealis Axelrod ex Farjon
Pinus muricata var. anthonyi Lemmon
Pinus muricata subsp. anthonyi (Lemmon) E. Murray
Pinus edgariana Hartw.

Pinus muricata er furutegund sem er með mjög takmarkaða útbreiðslu: aðallega í Kaliforníu, þar á meðal nokkrum útsjávareyjum (Channel Islands í Kaliforníu), og nokkrum stöðum í Baja California, Mexíkó. Hún vex alltaf á eða við ströndina.[2]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Pinus muricata verður 15–25 m,[3] sjaldan að 34 m, með stofnþvermál að 1,2 m. Hún er yfirleitt minni og kræklóttari næst ströndinni. Hún er þurrkþolin og vex í þurrum grýttum jarðvegi.

Árssproti Pinus muricata, með frjóreklum og löngum barrnálunum

Barrnálarnar eru tvær saman, grænar til blágrænar, og 8 til 16 sm langar. Könglarnir eruu 1 til 5 saman.[4] Þeir sveigjast kröftuglega niður á greinina, 5–10 sm langir; köngulskeljarnar eru stífar, þunnar þar sem þær snúa að greininni, en mikið þykkari þar sem þær snúa frá og með kröftugum 5–12 mm gaddi; hvorutveggja dregur úr ásókn íkorna og skemmdum vegna elds á þeim. Könglarnir haldast opnir í mörg ár þar til eldur eða mikill hiti lætur þá opnast og losa fræin.[5]

Afbrigði[breyta | breyta frumkóða]

Vaxtarlag

Það eru tvö form á Pinus muricata:

  • suðlægt form með skærgrænum nálum.
  • norðlægt form með dökk blágrænum nálum.

Efnainnihald trjákvoðunnar er einnig mismunandi. Línan á milli þessarra tveggja afbrigða er mjög skörp, 8km sunnan við mörk Mendocino County og Sonoma County, Kaliforníu. Tilraunir til að blanda saman þessum tvemur afbrigðum hafa alfarið mistekist, sem bendir til að skyldleiki þeirra sé minni heldur en þessi tvö litlu einkenni bendi til.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Conifer Specialist Group, 2013
  2. Pinus muricata at the Encyclopedia of Life
  3. Cope, Amy B. (1993). "Pinus muricata". Fire Effects Information System (FEIS). US Department of Agriculture (USDA), Forest Service (USFS), Rocky Mountain Research Station, Fire Sciences Laboratory – via https://www.feis-crs.org/feis/.
  4. W.L. Jepson, 1909
  5. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 90. ISBN 1-4027-3875-7.

Viðbótarlesning[breyta | breyta frumkóða]

  • Conifer Specialist Group (1998). „Pinus muricata“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 11. maí 2006.
  • C. Michael Hogan (2008) "Western poison-oak: Toxicodendron diversilobum", GlobalTwitcher, ed. Nicklas Strömberg
  • Willis Linn Jepson (1909) The Trees of California, published by Cunningham, Curtis & Welch, 228 pages
  • George B. Sudworth (1908) "Forest Trees of the Pacific Coast" published by U.S. Dept. of Agriculture Forest Service; p65
  • Earle, Christopher J., ed. (2018). "Pinus muricata". The Gymnosperm Database.
  • "Pinus muricata". Calflora: Information on California plants for education, research and conservation, with data contributed by public and private institutions and individuals, including the Consortium of California Herbaria. Berkeley, California: The Calflora Database – via www.calflora.org.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.