Síberíufura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Síberíufura
Pinus sibirica
Könglar og sprotar
Könglar og sprotar
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
subsection Strobus
Tegund:
P. sibirica

Tvínefni
Pinus sibirica
Du Tour
Samheiti
  • Pinus arolla Petrov
  • Pinus cembra f. coronans (Litv.) Krylov
  • Pinus cembra subsp. sibirica (Du Tour) A.E.Murray
  • Pinus cembra var. sibirica (Du Tour) A.E.Murray
  • Pinus cembra var. sibirica (Du Tour) G.Don
  • Pinus cembra subsp. sibirica (Du Tour) Krylov
  • Pinus coronans Litv.
  • Pinus hingganensis H.J.Zhang

Síberíufura, eða Síberísk lindifura (Pinus sibirica), er eins og nafnið gefur til kynna: fura frá Síberíu.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Síberíufura vex frá 58°A í Úralfjöllum austur til 126°A í Stanovoy Range í suður Sakha Republic, og frá Igarka við 68°N í neðri hluta Yenisei dals, suður til 45°N í mið Mongólíu Í norðurhluta útbreiðslusvæðisins vex hún á láglendi, vanallega að 100–200 m. y. sjávarmáli, aftur á móti sunnar er það fjallategund sem vex að 1,000-2,400 m.h.y. sjávarmáli. það nær oft trjálínu á þeim svæðum. Fullvaxta er það um 30–40 m hátt, og 1,5m að ummáli. Hámarksaldur er um 800–850 ár.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Síberíufura er hluti af fimmnálafurum, Pinus subgenus Strobus, og eins og allar furur af þeim flokki, eru blöðin ('nálar') fimm saman í knippi með skammæjum slíðrum. Þau eru 5 – 10 sm löng. Könglar Síberíufuru eru 5 – 9 sm langir. Fræin eru 9 - 12 sm löng með votti af væng og er dreift af Nucifraga caryocatactes.

Síberíufura er talin afbrigði eða undirtegund af hinni nauðalíku lindifuru (Pinus cembra) af sumum grasafræðingum. Munurinn er að hún hefur aðeins stærri köngla, og nálar með þremur resín grópum í stað tveggja hjá Lindifuru.

Svipað öðrum Evrópskum og Asískum fimmnálafurum, er síberíufura mjög þolin gegn sveppnum Cronartium ribicola (á en.white pine blister rust). Þessi sveppasýking var óvart flutt inn ti Norður-Ameríku frá Evrópu, og hefur valdið umtalsverðum skaða hjá innfæddum fimmnálafurum á mörgum svæðum. Síberíufura er til mikils gagns í rannsóknum á kynblöndun og erfðabreytingum til að mynda þol gegn þessari sýkingu.

Ræktun[breyta | breyta frumkóða]

Síberíufura, Pinus sibirica, er vinsælt skrauttré í yndisgörðum og stórum görðum þar sem veðurfar er kalt, svo sem mið Kanada, með stöðugan en ekki mikinn vöxt við breytileg skilyrði. Hún er mjög þolin gagnvart miklum vetrarhörkum, niður að minnsta kosti –60°C, og einnig gegn vindi. Fræin eru einnig tínd og seld sem furuhnetur.

"Siberian cedar"[breyta | breyta frumkóða]

Rússneska nafnið Сибирский кедр ((á latínuletri) Sibirsky kedr) er oft rangþýtt á ensku sem "Siberian cedar"; vísanir til "cedar" í textum þýddum úr rússnesku eru yfirleitt í raun á þessa eða skyldar tegundir en ekki á sedrus.

Efnafræði[breyta | breyta frumkóða]

Pinostilbene er stilbenoid sem finnst, ásamt resveratrol, í berki P. sibirica.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Farjon, A. (2013). Pinus sibirica. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42415A2978539. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42415A2978539.en. Sótt 13. desember 2017.
  2. Hydroxystilbenes from the bark of Pinus sibirica. N. A. Tyukavkina, A. S. Gromova, V. I. Lutskii and V. K. Voronov, Chemistry of Natural Compounds, September 1972, Volume 8, Issue 5, pages 570-572, doi:10.1007/BF00564298

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikilífverur eru með efni sem tengist