Fara í innihald

Gulfura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pinus washoensis)
Gulfura
Pinus ponderosa subsp. ponderosa
Pinus ponderosa subsp. ponderosa
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur Pinus
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
subsection Ponderosa
Tegund:
P. ponderosa

Tvínefni
Pinus ponderosa
Douglas ex C.Lawson
Náttúruleg útbreiðsla Pinus ponderosa grænn - P. ponderosa ssp. ponderosa rauður - P. ponderosa ssp. benthamiana blár - P. ponderosa ssp. scopulorum gulur - P. ponderosa ssp. brachyptera
Náttúruleg útbreiðsla Pinus ponderosa
grænn - P. ponderosa ssp. ponderosa
rauður - P. ponderosa ssp. benthamiana
blár - P. ponderosa ssp. scopulorum
gulur - P. ponderosa ssp. brachyptera

Gulfura (fræðiheiti: Pinus ponderosa[2][3][4]) er mjög stór furutegund með breytilegt búsvæði í vesturhluta N-Ameríku. Þetta er útbreiddasta furutegundin í N-Ameríku.[5]

Hún var fyrst kynnt til nútíma vísinda 1826 í austur Washington nálægt núverandi staðsetningu Spokane (en hún er opinbert einkennistré bæjarins). Þá greindi David Douglas hana sem Pinus resinosa. Douglas áttaði sig 1829, á að hann væri með nýja furutegund meðal eintaka sinna og gaf henni nafnið Pinus ponderosa[6] vegna þungs viðarins. 1836 var því formlega skráð og lýst af Charles Lawson, skoskum ræktunarmanni.[7] Það er formlegt ríkistré Montana.[8]

Pinus ponderosa í Idaho

Gulfura er stórt tré. Börkurinn hjálpar til við að aðgreina þessa tegund frá öðrum tegundum. Fullorðin til öldruð tré eru með gulan til rauðgulan börk í breiðum til mjög breiðum flögum með svörtum sprungum. Yngri tré eru með svarbrúnan börk. Gulfuru undirtegundirnar fimm, þekkjast á einkennandi skær-grænum nálunum (samanber blágrænar á Pinus jeffreyi). [9][10][11]

Mönnum ber ekki alveg saman um lyktina af gulfuru, en það er meir eða minna terpentína (aðallega terpenarnir alpha- og beta-pinenes, og delta-3-carene).[12] Sumir vilja meina að hún hafi enga einkennandi lykt.[13]

„The National Register of Big Trees“ telur gulfuru sem nær 72m hæð og 820sm í ummál.[14] Janúar 2011 var gulfura í Rogue River–Siskiyou National Forest í Óregon var mæld með laser og reyndist 81.79 m há. mælingin var gerð af Michael Taylor og Mario Vaden, frá Oregon. Tréð var klifið 13 október 2011, af „Ascending The Giants“ (trjáklifurfyrirtæki í Portland, Oregon) mælt beint með málbandi; 81.77 m á hæð.[15][16] Þetta gerir gulfuru aðra hæstu furutegundina eftir Pinus lambertiana.

Vistfræði og útbreiðsla

[breyta | breyta frumkóða]
Undirtegundin P. p, scopulorum, Custer State Park í Suður-Dakota

Gulfura er almennt fjallategund. Hinsvegar, finnst hún á bökkum Niobrara-ár í Nebraska. Stakir lundir eru í Willamette-dal í Oregon og í Okanagan-dal og Puget-sundi í Washingtonfylki. Lundir eru í lágum dölum í Bresku-Kólumbíu norður að vatnasvæði Thompson, Fraser og Columbia áa. Gulfura þekur 80%,[17] Black Hills í Suður-Dakota. Hún finnst í lágum fjöllum og toppum meðalhárra fjalla í norður, mið og suður, Klettafjöllum, í Fossafjöllum, í Sierra Nevada, og í hafrænum svæðum Strandfjöll. Í Arizona, er hún ríkjandi í Mogollon Rim og dreifð á Mogollon Plateau og meðalháum fjallatoppum í Arizona og New Mexico. Hún vex ekki í Mexíkó.[18]

Brunahringrás fyrir gulfuru er 5 til 10 ár, þar sem náttúruleg íkviknun hefur skógarelda með litlum skaða.[19]

Nálar Pinus ponderosa eru eina þekkta fæða lirfu gelechiid fiðrildisins Chionodes retiniella.[20] Grosmannia clavigera smitast í við P. ponderosa úr göngum allra tegunda ættkvíslarinnar Dendroctonus, sem hefur gert mikinn skaða (Bandaríkjunum).

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Pinus ponderosa. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42401A2977432. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42401A2977432.en. Sótt 13. desember 2017.
  2. "Pinus ponderosa". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA. Retrieved 31 January 2016; with distribution map
  3. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York, New York: Sterling. bls. 89. ISBN 1-4027-3875-7.
  4. „BSBI List 2007“. Botanical Society of Britain and Ireland. Afrit af upprunalegu (xls) geymt þann 25. janúar 2015. Sótt 17. október 2014.
  5. Safford, H.D. 2013. Natural Range of Variation (NRV) for yellow pine and mixed conifer forests in the bioregional assessment area, including the Sierra Nevada, southern Cascades, and Modoc and Inyo National Forests. Unpublished report. USDA Forest Service, Pacific Southwest Region, Vallejo, CA, [1]
  6. Lauria, F. (1996). The identity of Pinus ponderosa Douglas ex C. Lawson (Pinaceae). Linzer Biologische Beitraege.
  7. The agriculturist's manual: being a familiar description of agricultural plants cultivated in Europe. Edinburgh U.K.: William Blackwood and Sons. 1836.
  8. Dickson, Tom. „Ponderosa Pine“. Montana Outdoors. Montana Fish, Wildlife & Parks. Afrit af upprunalegu geymt þann apríl 29, 2015. Sótt 18. febrúar 2015.
  9. Callaham, Robert Z. (september 2013). „Pinus ponderosa: A Taxonomic Review with Five Subspecies in the United States“ (PDF). USDA Forest Service PSW RP-264.
  10. Callaham, Robert Z. (september 2013). „Pinus ponderosa: Geographic Races and Subspecies Based on Morphological Variation“ (PDF). USDA Forest Service PSW RP-265.
  11. Eckenwalder, James (2009). Conifers of the World. Portland, Oregon: Timber Press. ISBN 978-0-88192-974-4.
  12. Smith, Richard H. (1977). Monoterpenes of ponderosa pine in Western United States. USDA Forest Service. Tech. Bull. 1532.
  13. Schoenherr, Allan A. (1995). A Natural History of California. University of California Press. bls. 111.
  14. „Pacific ponderosa pine“. National Register of Big Trees. American Forests.
  15. Gymnosperm Database – Pinus Ponderosa benthamiana
  16. Fattig, Paul (23. janúar 2011). „Tallest of the tall“. Mail Tribune. Medford, Oregon. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. september 2012. Sótt 27. janúar 2011.
  17. Meierhenry, Mark (mars 2008). „The Old Growth Pines“. South Dakota Magazine.
  18. Perry, JP Jr. (1991). Pines of Mexico and Central America. Portland, Oregon: Timber Press.
  19. Stecker, Tiffany; ClimateWire (22. mars 2013). „U.S. Starts Massive Forest-Thinning Project“. Scientific American. Sótt 19. apríl 2014.
  20. Furniss, RL; Carolin, VM (1977). Western Forest Insects. US Department of Agriculture Forest Service. bls. 177. Miscellaneous Publication 1339.
  • Chase, J. Smeaton (1911). Cone-bearing Trees of the California Mountains. Chicago, Illinois: A. C. McClurg & Co. bls. 99. LCCN 11004975. OCLC 3477527. LCC QK495.C75 C4, with illustrations by Carl EytelKurut, Gary F. (2009), "Carl Eytel: Southern California Desert Artist", California State Library Foundation, Bulletin No. 95, pp. 17-20 Geymt 23 september 2015 í Wayback Machine (PDF), retrieved November 13, 2011
  • Conifer Specialist Group (1998). „Pinus ponderosa“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
  • Conkle, MT; Critchfield, WB (1988). „Genetic variation and hybridization of ponderosa pine“. Í Baumgartner, DM; Lotan, JE (ritstjórar). Ponderosa pine the species and its management. Cooperative Extension, Washington State University. bls. 27–44.
  • Critchfield, WB (1984). „Crossability and relationships of Washoe Pine“. Madroño. 31: 144–170.
  • Critchfield, WB; Allenbaugh, GL (1965). „Washoe pine on the Bald Mountain Range, California“. Madroño. 18: 63–64.
  • Farjon, A (2005). Pines (2nd. útgáfa). Leiden & Boston: Brill. ISBN 90-04-13916-8.
  • Haller, JR (1962). Variation and hybridization in ponderosa and Jeffrey pines. University of California Publications in Botany. 34. árgangur. bls. 123–166.
  • Haller, JR (1965). „The role of 2-needle fascicles in the adaptation and evolution of ponderosa pine“. Brittonia. 17 (4): 354–382. doi:10.2307/2805029. JSTOR 2805029.
  • Haller, JR; Vivrette, NJ (2011). „Ponderosa pine revisited“. Aliso. 29 (1): 53–57. doi:10.5642/aliso.20112901.07.
  • Lauria, F (1991). „Taxonomy, systematics, and phylogeny of Pinus subsection Ponderosae Loudon (Pinaceae). Alternative concepts“. Linzer Biol. Beitr. 23 (1): 129–202.
  • Lauria, F (1996). „The identity of Pinus ponderosa Douglas ex C.Lawson (Pinaceae)“. Linzer Biol. Beitr. 28 (2): 999–1052.
  • Lauria, F (1996). „Typification of Pinus benthamiana Hartw. (Pinaceae), a taxon deserving renewed botanical examination“. Ann. Naturhist. Mus. Wien. 98 (B Suppl.): 427–446.
  • Mirov, NT (1929). „Chemical analysis of the oleoresins as a means of distinguishing Jeffrey pine and western yellow pine“. Journal of Forestry. 27: 176–187.
  • Van Haverbeke, DF (1986). Genetic variation in ponderosa pine: A 15-Year Test of provenances in the Great Plains. USDA Forest Service. Research Paper RM-265.
  • Wagener, WW (1960). „A comment on cold susceptibility of ponderosa and Jeffrey pines“. Madroño. 15: 217–219.


Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]