Fara í innihald

Kínafura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pinus tabuliformis)
Kínafura

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
sect. Pinus
subsection Pinus
Tegund:
P. tabuliformis

Tvínefni
Pinus tabuliformis
Carr.

Kínafura (fræðiheiti: Pinus tabuliformis[2][3]) er barrtré af þallarætt ættuð frá norður Kína frá Liaoning vestur til Inner Mongolia og Gansu, og suður til Shandong, Henan og Shaanxi, og einnig norður Kóreu. Í sumum eldri textum er hún ranglega skráð "Pinus tabulaeformis".

Pinus tabuliformis er meðalstórt sígrænt tré, um 20–30 m hátt, með flatri krónu fullþroskað (þaðan fræðiheitið, 'borð-laga'). Vöxturinn er hraður meðan það er ungt, en hægist á með aldrinum. Grábrúnn börkurinn springur snemma miðað við önnur tré. Breiður vöxturinn er mjög greinilegur, að hluta vegna láréttrar greinabyggingar.

Barrið er gljáandi grágrænt, 10–17 sm langt og 1.5 mm breitt, yfirleitt tvö saman en stöku sinnum þrjú á kröftugum greinaendum á ungum trjám. Könglarnir eru grænir og verða brúnir við þroska sem er 20 mánuðum eftrir frjóvgun, breiðegglaga, 4–6 sm langir, með breiðum köngulskeljum, hver skel með litlum gaddi. Fræin eru 6–7 mm löng með 15–20 mm væng, og er dreift með vindi.

Afbrigði

Það eru tvö afbrigði:

  • Pinus tabuliformis var. tabuliformis. Kína, fyrir utan Liaoning. Breiðustu köngulskeljar minna en 15 mm breiðar.
  • Pinus tabuliformis var. mukdensis. Liaoning, Norður Kórea. Breiðustu köngulskeljar meira en 15 mm breiðar.

Sumir grasafræðingar telja hina skyldu Pinus henryi og Pinus densata sem afbrigði ; í sumum eldri textum er jafnvel Yunnanfura (Pinus yunnanensis) talin sem afbrigði taívanfuru.

Nytjar og ræktun

[breyta | breyta frumkóða]

Viðurinn er notaður í byggingar. Viðarmassinn ("pulpwood") inniheldur viss resín sem eru notuð í tilbúningi á vanillu bragðefni (vanillín). Trjákvoðan er einnig notuð í framleiðslu á terpentínu og skyldum efnum, og er notaður til lækninga. Börkurinn er uppspretta tannína. Notkun á furunálum til lækninga kemur einnig fyrir, en þær innihalda náttúruleg skordýraeitur, sem og notkun til litunar.


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Farjon, A. (2013). Pinus tabuliformis. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42419A2978916. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42419A2978916.en. Sótt 9. janúar 2018.
  2. English Names for Korean Native Plants (PDF). Pocheon: Korea National Arboretum. 2015. bls. 575. ISBN 978-89-97450-98-5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 25. maí 2017. Sótt 17. desember 2016 – gegnum Korea Forest Service.
  3. "Pinus tabuliformis". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA.

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.