Fara í innihald

Mjúkfura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pinus armandii)
Mjúkfura
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
subsection Strobus
Tegund:
P. armandii

Tvínefni
Pinus armandii
Franch.
Samheiti
 • P. armandii var. amamiana (Koidz.) Hatus.
 • P. armandii var. farjonii Silba
 • P. armandii subsp. yuana Silba

Mjúkfura (fræðiheiti: Pinus armandii)[2] er furutegund ættuð frá Kína,[3] þar sem hún kemur fyrir frá suður Shanxi vestur til suður Gansu og suður til Yunnan, með stofna í Anhui. Hún vex í 2.200–3.000 m hæð í Taívan og nær einnig lítið eitt í norður Búrma.[4] Á kínversku er hú þekkt sem „Huafjalls-fura“ (华山松).

Hún vex í 1.000–3.300 m hæð, með lægri hæðirnar aðallega í norðurhluta svæðisins. Tréð nær 35 m hæð, með stofn að 1 m í þvermál.[5]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Óþroskaður köngull

Barrnálarnar eru fimm saman í búnti með blaðslíðri sem fellur af. Barrið er 8–20 sm langt. Könglarnir eru 9–22 sm langir og 6–8 sm breiðir, með stífu og þykku köngulhreistri. Fræin eru stór 10–16 mm löng og með vott af væng; þeim er dreift af hnotkrákum. Könglarnir þroskast á öðru ári.

Afbrigði[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin er með tvö eða þrjú afbrigði:

 • Pinus armandii var. armandii. Allt útbreiðslusvæðið að frátöldum neðangreindum.
 • Pinus armandii var. mastersiana. Fjöll mið Taívan.
 • Pinus armandii var. dabeshanensis. Dabiefjöll á mörkum Anhui-Hubei. Þetta afbrigði er stundum talið aðskilin tegund, Pinus dabeshanensis. Til að bæta á óvissuna þá skráir Flora of China hana sem P. fenzeliana var. dabeshanensis.[6]

IUCN hefur skráð var. dabeshanensis (flokkuð sem Pinus dabeshanensis)[7] viðkvæma tegund og var. mastersiana sem tegund í hættu.[8]

Pinus armandii hefur einnig verið tilkynnt frá Hainan við suðurströnd Kína, og á tvemur eyjum suður af Japan, en þessar tegundir eru frábrugðnar að mörgu leiti og eru nú taldar sjálfstæðar tegundir; Pinus fenzeliana og Pinus amamiana.

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Fræjunum af Pinus armandii er safnað og seld sem furuhnetur. Hinsvegar eru það þessi fræ sem valda "pine mouth syndrome".[9] Viðurinn er nýttur í byggingar; tegundin er mikilvæg í skógrækt á sumsstaðar í Kína. Hún er einnig ræktuð til skrauts í Evrópu og Norður-Ameríku. Fræðiheitið er til heiðurs franska trúboðanum og náttúrufræðingnum Armand David, sem fyrst kynnti tegundina í Evrópu.

Kínversk menning[breyta | breyta frumkóða]

Tréð er talið vegna sígræns barrs talið vera tákn um langlífi og ódauðleika. Trjákvoðan er talin lifandi sálarefni, samsvarandi blóði í dýrum og mönnum. Í Kína til forna, reyndu taóistískir leitendur eilífrar æsku lengja líf sitt með áti á kvoðunni. Sagnir segja að Qiu Sheng (仇生) sem lifði á tímum Chengtang af Shang (kínverska: 商成汤王) (ríkti 1675–1646 BCE), hafi sagt langlífi sitt af völdum trjákvoðunnar.[10] Shouxing, kínverski guð langlífis (kínverska: 寿星), er yfirleitt sýndur standandi við furu, á meðan rauðhöfða trana situr í greinum trésins. Í hefðbundnu táknletri af "gleði, heiður og langlífi" (kínverska: 福禄寿三星), er furan tákn langlífis, á sama hátt og leðurblaka táknar heill vegna hljóðlíkingar við kínverska táknið fyrir heppni (kínverska: 福). Sveppur sem kínverjar nefna Fu Ling vex á rótum furunnar, og er talinn af kínverjum halda frá tilfinningum hungurs, lækna sjúkdóma og lengja líf.[10]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Conifer Specialist Group (1998). Pinus armandii. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2012.1. Sótt 2. október 2012.
 2. "Pinus armandii". Natural Resources Conservation Service PLANTS Database. USDA. Retrieved 4 October 2015.
 3. Astifan, William (2012). Pinus armandii: Chinese White Pine“ (PDF). Haverford College Arboretum Association. 37 (4). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 19. október 2013.
 4. Critchfield, William Burke; Little, Elbert L. (1966). Geographic distribution of the pines of the world. United States Forest Service.
 5. Fu, Liguo; Li, Nan; Elias, Thomas S.; Mill, Robert R. "Pinus armandii". Flora of China. 4. Retrieved 2 October 2012 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
 6. Fu, Liguo; Li, Nan; Elias, Thomas S.; Mill, Robert R. "Pinus fenzeliana var. dabeshanensis". Geymt 17 apríl 2015 í Wayback Machine Flora of China. 4. Retrieved 2 October 2012 – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
 7. Conifer Specialist Group (1998). Pinus dabeshanensis. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2012.1. Sótt 2. október 2012.
 8. Conifer Specialist Group (1998). Pinus armandii var. mastersiana. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2012.1. Sótt 2. október 2012.
 9. Destaillats F, og fleiri (2011). „Identification of the Botanical Origin of Commercial Pine Nuts Responsible for Dysgeusia by Gas-Liquid Chromatography Analysis of Fatty Acid Profile“ (PDF). Journal of Toxicology. 2011: Article ID 316789. doi:10.1155/2011/316789. PMC 3090612. PMID 21559093.
 10. 10,0 10,1 De Groot, J.J.M. (2003). The Religious System of China. Vol. IV. Kessinger Publishing. ISBN 978-0-7661-3354-9. pp 297,300

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.