Pinus latteri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Pinus latteri
Pinus latteri, Aungban, Shan State, eastern Burma, 20°39'40"N 96°35'16"E, 1400 m
Pinus latteri, Aungban, Shan State, eastern Burma, 20°39'40"N 96°35'16"E, 1400 m
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
sect. Pinus
subsection Pinus
Tegund:
P. latteri

Tvínefni
Pinus latteri
Mason[2]
Samheiti

Pinus tonkinensis A. Chev.
Pinus merkusii var. tonkinensis (A. Chev.) Gaussen ex N.-S. Bui
Pinus merkusii var. latteri (Mason) Silba
Pinus merkusii subsp. latteri (Mason) D.Z. Li
Pinus merkusiana Cooling & Gaussen
Pinus ikedae Yamam.

Pinus latteri er furutegund ættuð frá Meginlandi suðaustur Asíu. Hún vex í fjöllum suðaustur Búrma, norður Taílands, Laos, Kambódíu, Víetnam og á kínversku eynni Hainan.

Hún vex yfirleitt til fjalla, milli 4.00–1.000 m, en finnst stundum niður að 100 m og upp til 1.200 m.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Pinus latteri er meðalstórt til stórt tré, að 25–45 m hátt og bol að 1.5 m í þvermál. Börkurinn er gulrauður, þykkur og með djúpum sprungum neðst á stofni, og þunnur og flagnandi ofar. Barrnálarnar eru í pörum, 15–27 sm langar og um 1,5 mm þykkar, græn til gulgræn. Könglarnir eru mjókeilulaga, 6–14 sm langir og 4 sm breiðir neðst óopnaðir, grænir í fyrstu, við þroska gljáandi rauðbrúnir. Þegar þeir opnast verða þeir 6–8 sm breiðer, oft nokkru eftir þroska eða eftir hitun í skógareldum, til að losa fræin. Fræin eru 7–8 mm löng, með 20–25 mm væng, og er dreift með vindi.[3]

Flokkun[breyta | breyta frumkóða]

Pinus latteri, er náskyld Pinus merkusii, sem vex sunnar í suðaustur Asíu, í Súmötru og Filippseyjum; sumir grasafræðingar telja þær reyndar sömu tegundina (undir nafninu P. merkusii, sem var lýst fyrst), en hún er frábrugðin með styttri og mjórri barrnálum (15–20 sm löng og 1 mm breið), minni könglar með minni köngulskeljum, könglarnir opnast við þroska, og fræin helmingi léttari. [4]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Thomas, P. (2013). Pinus latteri. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T34190A2850102. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T34190A2850102.en. Sótt 15. desember 2017.
  2. Journal of the Asiatic Society of Bengal 18(1): 74. 1849
  3. Pinus latteri Flora of China
  4. Pinus merkusii Flora Malesiana
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.