Broddfura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Pinus aristata)
Broddfura

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Parrya
subsection Balfourianae
Tegund:
P. aristata

Tvínefni
Pinus aristata
Engelm.
Útbreiðsla broddfuru
Útbreiðsla broddfuru

Broddfura (fræðiheiti Pinus aristata), einnig kölluð broddafura, er meðalstórt barrtré af þallarætt. Tréð verður 5–15 m hátt og ummál bols allt að 1,5 m. Nálarnar eru fimm 2,5 til 4 sm langar. Könglar eru 5-10 sm langir og 3-4 sm breiðir þegar þeir eru lokaðir og eru þeir fjólubláir í fyrstu en gulna seinna. Broddfura á sín náttúrulegu heimkynni hátt til fjalla í 2500-3700 metra hæð í Colorado, Nýju Mexíkó og á takmörkuðu svæði í Arizóna.

Broddfura í náttúrulegu umhverfi í Black Mountain í Colorado
Furunálar og köngull broddfuru

Broddfura er langlíft tré. Elsta þekkta broddfura vex hátt í fjöllum Black Mountain í Colorado í Bandaríkjunum og er hún talin um 2480 ára en þó er sjaldgæft að broddfurur verði yfir 1500 ára gamlar.

Broddfura vex hægt og hentar sem garðtré fyrir litla garða á norðlægum slóðum. Nafnið er tilkomið vegna brodda á könglum hennar.

Skyldar tegundir broddfuru eru Pinus balfouriana og Pinus longaeva. Sú síðarnefnda er meðal elstu þekktra lífvera heims, rúmlega 5000 ára gömul.

Broddfura í Reykjavík
Broddfura í Árnessýslu


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Pinus aristata“. iucnredlist.org. iucnredlist. 2012. Sótt 11. nóvember 2017. „data“
  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu
Wikilífverur eru með efni sem tengist