Fara í innihald

Pinus dalatensis

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus dalatensis

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
subsection Strobus
Tegund:
P. dalatensis

Tvínefni
Pinus dalatensis
Ferré
Samheiti
  • Pinus wallichiana var. dalatensis (Ferré) Silba

Pinus dalatensis[2][1] er furutegund einlend í Indókína. Í Víetnam vex hún í fjöllum mið og mið-suður hlutalandsins í 1400 til 2300 m. hæð.[3][4] Nýlega staðfest frá Laos, er stofn staðsettur í Nakai-Nam Theun Biodiversity Conservation Area sem er stærsti, láglendasti, og norðlægasti stofn sem er þekktur af P. dalatensis.[5]

Pinus dalatensis er meðalstórt sígrænt tré sem verður að 30 til 40m. hátt. Nálarnar eru 5 saman í knippi með einæru slíðri. Barrnálarnar eru fínsagtenntar, og (3-)5–14 sm langar.

Könglarnir eru grannir, 6 til 23 sm langir og 2 til 4 sm breiðir (lokaðir), og opnir eru þeir 3 til 9 sm breiðir; köngulskeljarnar eru þunnar og sveigjanlegar. Fræin eru lítil, 6 til 8 mm löng, og eru með langan grannan væng, 18 til 25 mm langan. Hún er skyldust himalajafuru (Pinus wallichiana) frá Himalajafjöllum.[3][4]

Undirtegundir

[breyta | breyta frumkóða]

Henni er skift upp í tvær undirtegundir:[3]

  • Pinus dalatensis subsp. dalatensis. Da Lat svæðið, milli 11°50'N and 12°30'N. Könglar 6–17 sm langir.
  • Pinus dalatensis subsp. procera Businský. Mið-Víetnam, milli 15°00'N and 16°20'N. Könglar 13–23 sm langir.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 Thomas, P. & Phan, K.L. (2013). Pinus dalatensis. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T32803A2823679. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T32803A2823679.en. Sótt 15. janúar 2018.
  2. Ferré, 1960 In: Bull. Soc. Hist. Nat. Toulouse 95: 178.
  3. 3,0 3,1 3,2 Businský, R. (1999). Study of Pinus dalatensis Ferré and of the enigmatic "Pin du Moyen Annam". Candollea 54: 125-143.
  4. 4,0 4,1 Farjon, A. (2005). Pines. Brill ISBN 90-04-13916-8.
  5. Thomas, P.; Sengdala, K.; Lamxay, V.; Khou, E. (2007). „New Records of Conifers in Cambodia and Laos“. Edinburgh Journal of Botany. 64: 37. doi:10.1017/S0960428606000734.

Viðbótarlesning

[breyta | breyta frumkóða]

Ytri tenglar

[breyta | breyta frumkóða]
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.