Pinus coulteri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus coulteri
Köngull af Pinus coulteri á Wilsonfjalli Kaliforníu, .
Köngull af Pinus coulteri á Wilsonfjalli Kaliforníu, .
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur Pinus
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
subsection Ponderosa
Tegund:
P. coulteri

Tvínefni
Pinus coulteri
D. Don
Útbreiðsla
Útbreiðsla
Samheiti

Pinus ponderosa subsp. coulteri (D. Don) E. Murray

Pinus coulteri er meðalstór fura sem ættuð er frá strandfjöllum Suður-Kaliforníu og norður Baja California (Mexíkó). Stakir lundir hafa fundist norður til San Francisco Bay svæðisins í Mt. Diablo State Park og Black Diamond Mines Regional Preserve. Tegundin er nefnd eftir Thomas Coulter, írskum grasafræðingi og lækni.

Hún er með þyngstu köngla nokkurrar furu. Þrátt fyrir takmarkaða náttúrulega útbreiðslu er hún vinsælt skrauttré.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Pinus coulteri er frá 10 til 25 m há með stofnþvermál að 1m. Bolurinn er beinn og greinarnar láréttar til lítið eitt uppsveigðar. Barrnálarnar eru þrjár saman í búnti, blá-grágrænar, 15 til 30 sm langar og gildar: 2 mm þykkar.

Greinar

Afgerandi einkenni þessarar tegundar eru stórir könglarnir með göddum sem eru 20 til 40 sm langir, og 2 til 5 kg nýþroskaðir. Hún myndar stærstu köngla nokkurrar furu (fólk sem er að vinna í kring um eða við furuna þarf helst að vera með öryggishjálma), þó að grannir könglar sykurfuru séu lengri.

Vistfræði[breyta | breyta frumkóða]

Pinus coulteri er náskyld Pinus sabiniana. Hún er fjarskyldari freysfuru (Pinus sabiniana) sem hún deilir búsvæði með, og gulfuru (P. ponderosa). Pinus coulteri vex í þurrara umhverfi en freysfura og gulfura.

Hún vex í suðurhliðum í 200 til 2300m hæð, og þolir þurran og grýttan jarðveg. Pinus coulteri er oftast í blandskógum. Hærra til fjalla í San Jacinto Mountains vex hún með Quercus kelloggii. Spætur leita oft að skordýrum undir berkinum á tegundinni.

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Viðurinn er mjúkur og lélegur, svo tegundin er lítið notuð í annað en eldivið.

Pinus coulteri er ræktuð sem skrauttré, í almennings og einkagarða og yndisskógrækt þar sem þurrkþols er þörf.

Myndir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  • Chase, J. Smeaton (1911). Cone-bearing Trees of the California Mountains. Chicago: A. C. McClurg & Co. bls. 99. LCCN 11004975. OCLC 3477527. LCC QK495.C75 C4, with illustrations by Carl Eytel - Kurut, Gary F. (2009), "Carl Eytel: Southern California Desert Artist", California State Library Foundation, Bulletin No. 95, pp. 17-20 Geymt 23 september 2015 í Wayback Machine retrieved November 13, 2011
  • Cope, Amy B. (1993). "Pinus coulteri". Fire Effects Information System (FEIS). US Department of Agriculture (USDA), Forest Service (USFS), Rocky Mountain Research Station, Fire Sciences Laboratory – via https://www.feis-crs.org/feis/.
  • Earle, Christopher J., ed. (2018). "Pinus coulteri". The Gymnosperm Database.
  • Farjon, A. (2013). Pinus coulteri. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42352A2974687. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42352A2974687.en. Sótt 9. janúar 2018.
  • Kral, Robert (1993). "Pinus coulteri". In Flora of North America Editorial Committee. Flora of North America North of Mexico (FNA). 2. New York and Oxford – via eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
  • Hogan, C. Michael (2008). Stromberg, Nicklas (ritstjóri). Pinus coulteri. Globaltwitcher.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. febrúar 2012.
  • Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Tufts, Craig; Mathews, Daniel; Nelson, Gil; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Purinton, Terry; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 86. ISBN 1-4027-3875-7.
  • „Pinus coulteri“. RHS Gardening. Royal Horticultural Society. Sótt 27. september 2013.[óvirkur tengill]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.