Aleppofura

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Aleppofura
P. halepensis í Sounion Natural Park, Grikklandi.
P. halepensis í Sounion Natural Park, Grikklandi.
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Pinus
subsect. Pinaster
Tegund:
P. halepensis

Tvínefni
'Pinus halepensis'
Miller
Útbreiðsla
Útbreiðsla

Aleppofura (fræðiheiti: Pinus halepensis) er furutegund sem er ættuð frá Miðjarðarhafssvæðinu. Útbreiðslusvæðið er frá Marokkó, Alsír og Spáni norður til suður Frakklands, Ítalíu, Króatíu, Svartfjallalands, Albaníu og austur til Grikklands, í Möltu og norður Túnis, með stofna í (þaðan sem henni var fyrst lýst) Sýrlandi, Líbanon, suður Tyrklandi, Jórdaníu, Ísrael og Palestínu.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Pinus halepensis, finnst vanalega á láglendi, aðallega frá sjávarmáli til200m hæðar, en getur vaxið upp í 1000m hæð í suður Spáni, vel yfir 1200m á Krít, og upp í 1700m í suðri í Marokkó, Alsír og Túnis.[2][3] Tegundin er fljót að nema opin og röskuð svæði. Hún getur vaxið í flestum jarðvegi og næstum öllum "bioclimates" á Miðjarðarhafssvæðinu.[4]

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

P. halepensis er lítið til meðalstórt tré, 15 til 25 m hátt, með bol sem verður að 60 sm í þvermál, einstaka sinnum að 1 m. Börkurinn er rauðgulur, þykkur, og með djúpum sprungum neðst, og með þunnann og flagnandi í efri hluta krónunnar. Barrnálarnar eru mjög grannar, 6 til 12 sm langar, áberandi gulgrænar, og koma í pörum (sjaldan þrjár saman). Könglarnir eru mjókeilulaga, 5 til 12 sm langir og 2 til 3 sm breiðir neðst lokaðir, grænir í fyrstu, en við þroska gljáandi rauðbrúnir (eftir 24 mánuði). Þeir opnast hægt næstu árin, en það flýtir opnun köngla ef þeir verða fyrir hita eins og í skógareldi. Opnir eru könglarinr 5 til 8 sm breiðir. fræin eru 5 til 6 sm löng, með 20mm löngum væng og er dreift með vindi.[2][3][5]

Skyldar tegundir[breyta | breyta frumkóða]

Aleppofura er náskyld tyrkjafuru, kanaríeyjafuru, og strandfuru, sem allar deila mörgum einkennum hennar. Sumir höfundar telja Turkjafuru undirtegund af Aleppofuru, sem Pinus halepensis subsp. brutia (Ten.) Holmboe,[6] en yfirleitt er hún flokkuð sem aðskilin tegund.[2][3][5][7] Þetta er tiltölulega lítið breytileg tegund, að því leiti að einkenni hennar eru stöðug yfir allt útbreiðslusvæðið.[2]

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Pinus halepensis skógur

Kvoðan úr aleppofuru er notuð til að gefa gríska vininu retsina bragð.

Úr fræjunum af Aleppofuru er gerður búðingur sem er nefndur asidet zgougou á arabísku mállýskunni í Túnis; hann er borinn fram í skálum, þakinn rjóma og möndlum og smásælgæti.

Aleppofura er notuð í bonsai.

Skógrækt[breyta | breyta frumkóða]

Dauð aleppofura fyrir framan Étang de Thau

Á náttúrulegu útbreiðslusvæði sínu er P. halepensis víða plantað vegna timbursins, sem gerir hana að einu mikilvægasta skógræktartré í Alsír og Marokkó.[5] Í Ísrael hefur aleppofura, ásamt Pinus brutia, hefur verið plantað mikið af Jewish National Fund. Hún hefur reynst vel í Yatir-skógi í norður Negev (á jaðri eyðimerkurinnara), þar sem skógræktarmenn höfðu ekki búist við að hún myndi lifa af. Margir aleppofuruskógar eru í Ísrael nú og eru notaðir einnig til afþreyingar. Þrátt fyrir að hún sé innfædd tegund, telja sumir að með henni sé verið að eyða upprunalegu runnlendi og mynda vistfræðilegar eyðimerkur og hafi verulega neikvæð áhrif á fjölbreytni tegunda.[8] Í Ísrael finnast náttúrulegir blettir með skógum af aleppofuru á Karmelfjalli og Galíleu.[9] Tegundin myndar timbur sem er vel metið fyrir hörku, þéttleika og vandræðalausa þurrkun.[10]

Aleppofura er talin ágeng tegund en nytsamleg í Suður-Afríku; í Suður-Áustralíu er áætlun í gangi um stýringu á henni á Eyre-skaga.

Landscape[breyta | breyta frumkóða]

Lundur af Aleppofurum í Pinet

P. halepensis er vinsælt skrauttré, og mikið plantað í einka- og almennings-görðum og til landslagsmyndunar á heitum og þurrum svæðum eins og suður Kaliforníu og Karoo í Suður-Afríku, þar sem þurrk- og hitaþol aleppofuru, hraður vöxtur og útlit eru mikils metin.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Farjon, A. (2013). Pinus halepensis. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42366A2975569. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42366A2975569.en. Sótt 15. desember 2017.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Farjon, A. (2005). Pines. Drawings and Descriptions of the genus Pinus. Brill, Leiden. ISBN 90-04-13916-8.
  3. 3,0 3,1 3,2 Rushforth, K. (1999). Trees of Britain and Europe. Collins ISBN 0-00-220013-9.
  4. Facy, B.; Semerci, H. & Vendramin, G.G. (2003). „Aleppo and Brutia pines - Pinus halepensis/Pinus brutia (PDF). EUFORGEN Technical guidelines for genetic conservation and use. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 30. september 2018. Sótt 1. desember 2018.
  5. 5,0 5,1 5,2 Nahal, I. (1962). Le Pin d'Alep (Pinus halepensis Miller). Étude taxonomique, phytogéographique, écologique et sylvicole. Annales de l'École National des Eaux et Forêts (Nancy) 19: 1–207.
  6. Christensen, K. I. (1997). Gymnospermae. Pp. 1–17 in Strid, A., & Tan, K., eds., Flora Hellenica 1. Königstein.
  7. Richardson, D. M., ed. (1998). Ecology and Biogeography of Pinus. Cambridge University Press ISBN 0-521-55176-5.
  8. F.T. Maestre, J. Cortina . "Are Pinus halepensis plantations useful as a restoration tool in semiarid Mediterranean areas?" Forest Ecology and Management, 2004 -(Elsevier) 2004.
  9. Newman Information Center for Desert Research and Development, Aleppo pine
  10. „Reducing Tear Out when Wood Planing“. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. september 2018. Sótt 1. desember 2018.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi plöntugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.