Fara í innihald

Pinus clausa

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Pinus clausa

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Furur (Pinus)
Undirættkvísl: Pinus
section Trifoliae
Subsection Contortae
Tegund:
P. clausa

Tvínefni
Pinus clausa
(Chapm. ex Engelm.) Sarg.
Námundun að útbreiðslu Pinus clausa
Námundun að útbreiðslu Pinus clausa

Pinus clausa er tegund af furu einlend í suðvestur Bandaríkjunum.[1][2]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin finnst á tvemur aðskildum svæðum, annað er þvert yfir Flórídaskaga, og hitt er í vestur Flórída að strönd Alabama. Það eru 200 km á milli svæðanna (frá Apalachicola til Cedar Key).

Hún er að mestu einangruð við ófrjóan jarðveg, verulega gegndræpum og sendnum, þar sem samkeppni frá hávaxnari tegundum takmarkast vegna erfiðra skilyrða; heit sólin, mjög þurrir hvítir sandar, og algengir árstíðabundnir þurrkar.

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Pinus clausa er lágvaxið, oft runnkennt tré, frá 5 til 10 m hátt, einstaka sinnum að 21 m.

Barrnálarnar eru tvær saman, 5 til 10 sm langar, og könglarnir eru 3 til 8 sm langir.[3]

Yfir mestan hluta svæðis hennar, er hún aðlöguð villieldum, haldast könglarnir lokaðir í mörg ár (clausa = lokað), þangað til skógareldar drepa fullvaxin tré og opna könglana. Þeir sá þá í nýsviðinn jarðveginn. Sumir stofnar tegundarinnar opna könglana við þroska svo dreifing er ekki háð skógarbruna.[4]

Nytjar[breyta | breyta frumkóða]

Pinus clausa skógar eru mikilvægur hluti Flórída-runnabúsvæða. Þetta er ein af fáum tegundum skjóltrjáa sem getur vaxið í þurrum, sendnum og heitum svæðum án aðstoðar.

Þrátt fyrir að þéttar greinarnar geri tegundina óhæfa í timburframleiðslu, þá er hún oft nýtt í viðarmassa.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Farjon, A. 2013. Pinus clausa. The IUCN Red List of Threatened Species. Version 2015.2. Downloaded on 02 September 2015.
  2. "Pinus clausa". Geymt 22 júlí 2020 í Wayback Machine Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
  3. Flora of North America
  4. Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 70. ISBN 1-4027-3875-7.

Ytri tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.