Flæðafura
Flæðafura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus elliottii Engelm. | ||||||||||||||||
Áætluð útbreiðsla Pinus elliottii
| ||||||||||||||||
afbrigði | ||||||||||||||||
Pinus elliottii var. elliottii |
Flæðafura (fræðiheiti: Pinus elliottii)[2][3] er furutegund sem finnst í suðausturhluta Bandaríkjanna.
Útbreiðsla og búsvæði
[breyta | breyta frumkóða]Hún finnst frá Suður-Karólína vestur til suðaustur Louisiana, og suður til Florida Keys í Florida .[4] Hún vex í sendnum heittempruðum strandskógum og blautum flatwoods.[5]
Lýsing
[breyta | breyta frumkóða]Pinus elliottii er hraðvaxta, en fremur skammlíf miðað við aðrar furur (að 200 ára). Hún verður 18 til 30 m há með 0,6 til 0,8 m þykkan stofn. Barrnálarnar eru mjög grannar, tvær eða þrjár saman, og 18 til 24 sm langar. Könglarnir eru gljáandi rauðbrúnir, 5 til 15 sm langir með stuttum (2-3mm löngum), gildum gaddi á hverri köngulskel. Hún er þekkt fyrir keilulaga vöxtinn.
Hægt er að greina hana frá hinni skyldu Pinus taeda á nokkuð lengri, gljáandi barri og stærri rauðbrúnum könglum, og frá fenjafuru (Pinus palustris) á styttri, grennri nálum og minni könglum með grennri köngulskeljum.
Flokkun
[breyta | breyta frumkóða]Tvemur afbrigðum af Pinus elliotii hefur verið lýst. Hinsvergar, nýlegar erfðarannsóknir benda til að afbrigðin séu ekki skyldari hvort öðru en öðrum furutegundum í suðaustur Bandaríkjunum. Ef svo er verða þau gerð að sjálfstæðum tegundum.[5] Þessi greining hefur enn ekki verið almennt viðurkennd.
Tessi tvö afbrigði eru:
- P. elliottii var. elliottii (dæmigerð) útbreiðsla frá South Carolina til Louisiana, og suður til mið Florida. Barrnálarnar eru 2 eða 3 saman, yfirleitt 3, og könglarnir eru stærri, 7 - 15 sm.
- P. elliottii var. densa vex í suður Flórída og Florida Keys, þar á meðal í Everglades.[6][7] Barrnálarnar næstum alltaf tvær saman. Könglarnir minni, 5 til 12 sm langir. Ólíkt hinu afbrigðinu er P. elliottii var. densa með "gras stig", svipað og Pinus engelmannii.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Conifer Specialist Group (1998). „Pinus elliottii“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 10. maí 2006.
- ↑ Kral, Robert (1993). „Pinus elliottii“. Í Flora of North America Editorial Committee (ritstjóri). Flora of North America North of Mexico (FNA). 2. árgangur. New York and Oxford: Oxford University Press – gegnum eFloras.org, Missouri Botanical Garden, St. Louis, MO & Harvard University Herbaria, Cambridge, MA.
- ↑ Engelm., 1880 In: Trans. Acad. Sci. St. Louis 4: 186, t. 1-3.
- ↑ Moore, Gerry; Kershner, Bruce; Craig Tufts; Daniel Mathews; Gil Nelson; Spellenberg, Richard; Thieret, John W.; Terry Purinton; Block, Andrew (2008). National Wildlife Federation Field Guide to Trees of North America. New York: Sterling. bls. 74. ISBN 1-4027-3875-7.
- ↑ 5,0 5,1 „Flora of the Southern and Mid-Atlantic States“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. október 2018. Sótt 22. janúar 2019.
- ↑ „Pine Rocklands“ (PDF). United States Fish and Wildlife Service. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann júní 19, 2017. Sótt 18. september 2018.
- ↑ Gilman, Edward F.; Dennis G. Watson (2006). „Pinus elliottii: Slash Pine“. University of Florida, Institute of Food and Agricultural Sciences. Sótt 12. apríl 2011.