Pinus ayacahuite

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Pinus ayacahuite
Mexican White Pine.jpg
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Fura (Pinus)
Undirættkvísl: Strobus
section Quinquefoliae
subsection Strobus
Tegund:
P. ayacahuite

Tvínefni
Pinus ayacahuite
Ehrenb. ex Schltdl.
Útbreiðsla Pinus ayacahuite
Útbreiðsla Pinus ayacahuite
Samheiti
 • Pinus buonapartea Roezl ex Gordon
 • P. colorado Parl.
 • P. don-pedrii Roezl
 • P. durangensis Roezl ex Gordon
 • P. hamata Roezl
 • P. loudoniana var. don-pedrii (Roezl) Carrière[1][2]
 • P. loudoniana Gordon
 • P. popocatepetlii Roezl
 • P. veitchii Roezl
 • P. veitchii var. zempoalensis Gaussen

Pinus ayacahuite[3][4] er fura ættuð frá fjöllum suður Mexíkó og vestur Mið-Ameríku, í Sierra Madre del Sur og austurenda Eje Volcánico Transversal, milli 14° og 21° breiddargráðu í mexíkósku ríkjunum Guerrero, Oaxaca, Puebla, Veracruz og Chiapas, og í Gvatemala, El Salvador og Hondúras. Hún vex á tiltölulega rökum svæðum með sumarrigningum, hins vegar er hún syðst og austast á mjög rökum svæðum – hún þarfnast sólar og jarðvegs með góðu afrennsli. Meðalhitinn þar sveiflast frá 19 til 10 °C á ári. Það hefur hins vegar þolað að hitinn fari niður í -30 °C í Skotlandi og Pennsylvaníu.

Köngull

Lýsing[breyta | breyta frumkóða]

Pinus ayacahuite er stórt tré, og nær oft 30 til 45 m hæð og einstaka sinnum 50 m hæð. Barrnálarnar eru 5 saman með skammæu blaðslíðri. Þær eru fínsagtenntar, 9–16 sm langar. Könglarnir eru langir og grannir, 15–40 sm langir og 4–6 sm breiðir (lokaðir), opnir eru þeir 6–10 sm breiðir; köngulskeljarnar eru þunnar og sveigjanlegar. Fræin eru smá, 6–8 mm löng, og eru með langan og grannan væng, 18–25 mm langan.

Könglar
Barr

Hún er í meðallagi næm fyrir ryðsveppinum (Cronartium ribicola), en hefur í ræktun reynst minna næm en aðrar amerískar "hvítfurur" (í deildinni Quinquefoliae) (sjá t.d. hvítfuru og sykurfuru).

Undirtegundir[breyta | breyta frumkóða]

Tegundin skiftist í eftirfarandi undirtegundir:[5]

 • Pinus ayacahuite var. ayacahuite Ehrenb.
 • P. ayacahuite var. veitchii (Roezl) Shaw
 • P. ayacahuite var. brachyptera Shaw (endurflokkuð sem Pinus strobiformis Engelm.)

Litningatalan er 2n = 24.[6]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. World Checklist of Selected Plant Families. Pinus ayacahuite. Sótt 7 apríl 2013.
 2. Pinus ayacahuite en PlantList
 3. Linnaea 12, 1838: 492.
 4. "Pinus ayacahuite". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA).
 5. „Species 2000 & ITIS [[Catalogue of Life]]: 2014 Annual Checklist“. Species 2000: Reading, UK. 2014.
 6. Tropicos. [1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Dvorak, W. S., G. R. Hodge, E. A. Gutiérrez, L. F. Osorio, F. S. Malan and T. K. Stanger. 2000. Pinus tecunumanii. In: Conservation and Testing of Tropical and Subtropical Forest Species by the CAMCORE Cooperative. College of Natural Resources, NCSU. Raleigh, NC. USA.
 • Richardson D.M. (Ed) 2005. Ecology and biogeography of Pinus. Department of Conservation. South Island Wilding Conifer Strategy. New Zealand.
 • Chandler, N.G. Pulpwood plantations in South Africa. Proc. Aust. Paper Indus. Tech. Ass.
 • {{{assessors}}} (1998). Pinus ayacahuite. 2006 Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. IUCN 2006. Sótt 12 May 2006.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.