Mannkynssaga
Mannkynssaga er saga mannkyns sem hefst á fornsteinöld, en jarðsaga er saga jarðarinnar, þar á meðal saga lífs áður en maðurinn kom til. Sá tími sem engar ritheimildir eru til um er kallaður forsögulegur tími en með skrift og rituðum heimildum hefst sögulegur tími.[1] Forsögulegur tími hefst á fornsteinöld en upphaf nýsteinaldar markast af landbúnaðarbyltingunni (milli 8000 og 5000 f.o.t.) í frjósama hálfmánanum. Á bronsöld þróuðust stór menningarríki sem eru kölluð vöggur siðmenningar: Mesópótamía, Egyptaland hið forna og Indusdalsmenningin.
Hefðbundin sagnaritun skiptir sögu ólíkra heimshluta í ólík tímabil. Til dæmis er algengt að notast við konungsættir til að afmarka söguleg tímabil eins og gert er í sögu Kína. Í mörgum heimshlutum eru til einhvers konar „klassísk“ tímabil, miðtímabil og nútími, en þessi tímabil ná gjarnan yfir ólík tímaskeið. Í sögu Indlands nær til dæmis klassíska tímabilið frá 230 f.o.t. til 1200 e.o.t., „miðtímabil“ frá 1200 til um 1600 og nýöld frá 1600 til okkar daga. Í sögu Ameríku nær „klassíska“ tímabilið frá 200 til 900 þegar Majar mynduðu stór menningarríki, en tímabilið frá 900 til upphafs landvinningatímans 1519 er kallað „síðklassíska“ tímabilið. Í samtímanum tvinnast saga ólíkra heimshluta saman vegna hnattvæðingarinnar.
Mannkynssagan nær yfir um 2,8 milljón ár, frá því ættkvíslin Homo kom fyrst fram á sjónarsviðið til okkar daga. Fyrir um 300.000 árum þróuðust nútímamenn og allar aðrar tegundir af ættkvíslinni dóu smám saman út. Landbúnaðarbyltingin átti sér stað fyrir um 12.000 árum og um 7.000 árum síðar tóku menn að notast við ritmál svo sögulegur tími er í raun agnarlítill hluti af mannkynssögunni í árum talið.
Fjölmargar vísindagreinar fást við rannsóknir á sögu mannsins. Meðal þeirra helstu eru sagnfræði, fornleifafræði, mannfræði, málvísindi og erfðafræði.
Forsögulegur tími
[breyta | breyta frumkóða]Þróun mannsins
[breyta | breyta frumkóða]Fyrir 7-5 milljón árum síðan greindist ættkvíslin homininae frá mannöpum í Afríku.[3][4][5][6] Eftir að tegundin greindist frá simpönsum þróaðist tvífætlingsstaða hjá fyrstu suðuröpum (Australopithecus), hugsanlega sem aðlögun að gresjulandslagi í stað skóga.[7][8] Forverar manna tóku að nota frumstæð steinverkfæri fyrir um það bil 3,3 milljónum ára.[9] Sumir steingervingafræðingar hafa stungið upp á 3,39 milljón árum, byggt á beinum frá Dikiki í Eþíópíu sem bera merki um skurði,[10] þótt aðrir dragi það í efa.[11] Það myndi þá marka upphaf fornsteinaldar, miklu fyrr en áður var talið.[12][13]
Ættkvíslin Homo þróaðist frá ættkvísl suðurapa.[14] Elstu minjar um ættkvíslina eru 2,8 milljón ára gömul bein (LD 350-1) frá Eþíópíu,[15] og elsta manntegundin sem lýst hefur verið er Homo habilis sem kom fram fyrir 2,3 milljón árum.[16] Helsti munurinn á Homo habilis og Australopithecus er að heili hinna fyrrnefndu var 50% stærri.[17] H. erectus kom fram á sjónarsviðið fyrir 2 milljón árum[18] og var fyrsta manntegundin sem ferðaðist út fyrir Afríku til Evrasíu.[19] Hugsanlega fyrir 1,5 milljón árum, en örugglega fyrir 250.000 árum, tóku menn að kveikja elda til upphitunar og matreiðslu.[20][21]
Fyrir um 500.000 árum greindist ættkvíslin Homo í margar tegundir frummanna, eins og neanderthalsmenn í Evrópu, denisovmenn í Síberíu, og hina smáu flóresmenn í Indónesíu.[22][23] Þróun mannsins var ekki einfalt línulegt eða sundurgreint ferli, og fól í sér blöndun frummanna og nútímamanna.[24][25] Erfðarannsóknir hafa sýnt fram á að blöndun tiltölulega aðgreindra manntegunda hafi verið algeng í þróunarsögu mannsins.[26] Slíkar rannsóknir benda til þess að mörg gen úr neanderthalsmönnum sé að finna hjá nær öllum hópum fólks utan Afríku sunnan Sahara. Neanderthalsmenn og aðrar manntegundir, eins og denisovmenn, gætu hafa skilið eftir allt að 6% af erfðaefni sínu í nútímamönnum.[27][28]
Elstu nútímamenn
[breyta | breyta frumkóða]Manntegundin Homo sapiens kom fram á sjónarsviðið í Afríku fyrir 300.000 árum. Hún þróaðist út frá tegundinni Homo heidelbergensis.[29][30][31] Næstu árþúsund hélt þróunin áfram og fyrir um 100.000 árum voru menn farnir að nota skartgripi og okkur til að skreyta líkama sinn.[32] Fyrir um 50.000 árum tóku menn að grafa hina látnu, nota kastvopn og ferðast um höf og vötn.[33] Ein mikilvægasta breytingin (sem ekki er hægt að tímasetja með vissu) var þróun tungumálsins, sem bætti samskiptahæfni manna til mikilla muna.[34] Elstu merki um listræna tjáningu er að finna í hellamálverkum og útskurði í bein, stein og tennur, sem hefur verið túlkað sem merki um andatrú[35] eða sjamanisma.[36] Elstu hljóðfæri sem fundist hafa (fyrir utan mannsröddina) eru beinflautur frá Júrafjöllum í Þýskalandi og eru um 40.000 ára gamlar.[37][38] Steinaldarmenn voru veiðimenn og safnarar og lifðu flökkulífi.[39]
Flutningar nútímamanna frá Afríku áttu sér stað í nokkrum bylgjum fólksflutninga, sem hófust fyrir 194.000 til 177.000 árum.[40] Viðtekin skoðun meðal fræðimanna er að fyrstu bylgjurnar hafi dáið út og að allir nútímamenn utan Afríku séu afkomendur sama hóps sem fluttist þaðan fyrir 70.000-50.000 árum síðan.[41][42][43] H. sapiens fluttist til allra meginlandanna og stærri eyja og kom til Ástralíu fyrir 65.000 árum,[44] Evrópu fyrir 45.000 árum,[45] og Ameríku fyrir 21.000 árum.[46] Þessir fólksflutningar áttu sér stað á síðustu ísöld, þegar mörg af þeim svæðum sem í dag eru hlýtempruð voru óbyggileg vegna kulda.[47][48] Undir lok ísaldarinnar, fyrir um 12.000 árum, höfðu menn náð að breiðast út til nær allra svæða jarðar sem voru laus við ís.[49] Útbreiðsla manna fór saman við fjöldaútdauðann á kvarter og útdauða neanderthalsmanna[50] sem líklega stöfuðu af loftslagsbreytingum, athöfnum manna, eða blöndu af þessu tvennu.[51][52]
Upphaf landbúnaðar
[breyta | breyta frumkóða]Um 10.000 f.o.t. markar landbúnaðarbyltingin upphaf grundvallarbreytinga á lífsháttum manna á nýsteinöld.[53] Landbúnaður hófst á mismunandi tímum á mismunandi svæðum[54] og á sér minnst 11 upprunastaði.[55] Kornrækt og húsdýrahald hófust í Mesópótamíu að minnsta kosti um 8500 f.o.t. og fólust í ræktun hveitis, byggs, kinda og geita.[56] Menn tóku að rækta hrísgrjón við Yangtze-fljót í Kína um 8000-7000 f.o.t. og hirsi kann að hafa verið ræktað við Gulá um 7000 f.o.t.[57] Svín voru mikilvægasta húsdýrið í Kína.[58] Í Sahara í Afríku ræktaði fólk dúrru og aðrar jurtir á milli 8000 og 5000 f.o.t. og aðrar miðstöðvar landbúnaðar voru í hálendi Eþíópíu og regnskógum Vestur-Afríku.[59] Ræktun nytjaplantna hófst í Indusdal um 7000 f.o.t. og tekið var að rækta nautgripi um 6500 f.o.t.[60] Ræktun kúrbíts í Suður-Ameríku byrjaði að minnsta kosti fyrir 8500 f.o.t. og örvarrót var ræktuð í Mið-Ameríku um 7800 f.o.t.[61] Kartöflur voru fyrst ræktaðar í Andesfjöllum þar sem lamadýr voru gerð að húsdýrum.[62][63] Sumir telja líklegt að konur hafi leikið lykilhlutverk í þróun nytjaplantna.[64][65]
Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um orsakir landbúnaðarbyltingarinnar.[66] Sumar þeirra telja að fólksfjölgun hafi fengið fólk til að leita nýrra leiða til að afla matar. Samkvæmt öðrum kenningum var fólksfjölgun afleiðing fremur en orsök betri aðferða við öflun matvæla.[67] Aðrir orsakaþættir sem hafa verið nefndir eru loftslagsbreytingar, skortur á úrræðum, og hugmyndafræði.[68] Umbreytingin skapaði umframmagn matvæla sem hægt var að nota til að halda uppi fólki sem tók ekki beinan þátt í að afla þeirra.[69] Þar með skapaðist grundvöllur fyrir þéttari byggð og fyrstu borgir og ríki urðu til.[70]
Borgirnar urðu miðstöðvar fyrir viðskipti, iðnað og stjórnmál.[71] Þær mynduðu gagnkvæm tengsl við sveitirnar í kring, þaðan sem þær fengu matvæli, en gáfu í staðinn afurðir iðnframleiðslu og stjórnsýslu.[72][73] Elstu borgir sem fundist hafa eru Çatalhöyük og Jeríkó, sem gætu hafa orðið til á 10. eða 9. árþúsundinu f.o.t.[74][75][76] Hirðingjasamfélög sem flökkuðu með hjarðir húsdýra þróuðust á þurrkastöðum sem hentuðu illa til jarðræktar, eins og á Evrasíusteppunni og Sahelsvæðinu í Norður-Afríku.[77] Átök milli hirðingja og bænda með fasta búsetu hafa blossað upp með reglulegu millibili í mannkynssögunni.[78] Nýsteinaldarmenn dýrkuðu forfeður, helgistaði eða goðmögn sem líktust mönnum.[79] Hofbyggingarnar í Göbekli Tepe í Tyrklandi, frá 9500–8000 f.o.t.,[80] eru dæmi um trúarlega byggingarlist frá nýsteinöld.[81]
Málmvinnsla kom fyrst fram með gerð verkfæra og skrautmuna úr kopar um 6400 f.o.t.[82] Gull- og silfurvinnsla fylgdu í kjölfarið, aðallega sem efni í skartgripi.[83] Elstu minjar um gerð brons, sem er málmblanda kopars og tins, eru frá því um 4500 f.o.t.[84] Bronsvinnsla varð þó ekki algeng fyrr en á þriðja árþúsundinu f.o.t.[85]
Fornöld
[breyta | breyta frumkóða]Vöggur siðmenningar
[breyta | breyta frumkóða]Á bronsöld þróuðust borgir og flókin siðmenningarsamfélög.[86][87] Þau fyrstu risu í kringum stórfljót, fyrst í Mesópótamíu um 3300 f.o.t., milli ánna Tígris og Efrat.[88][89] Þar á eftir kom Egyptaland hið forna við Níl um 3200 f.o.t.[90][91] Caral-Supe-menningin í Perú kom fram um 3100 f.o.t.[92] Indusdalsmenningin í Pakistan og Norður-Indlandi um 2500 f.o.t.,[93][94][95] og Kína til forna við Jangtse og Gulá um 2200 f.o.t.[96]
Þessi samfélög áttu nokkur einkenni sameiginleg, eins og miðstýrt stjórnkerfi, flókið hagkerfi og félagslega lagskiptingu, og aðferðir til að halda skrár.[97] Í þessum samfélögum þróaðist ný tækni eins og hjólið,[98] stærðfræði,[99] bronsvinnsla,[100] seglskip,[101] leirkerahjólið,[100] ofin klæði,[102] gerð stórbygginga,[102] og ritmálið.[103] Fjölgyðistrú þróaðist í kringum hofbyggingar, þar sem prestar framkvæmdu fórnarathafnir.[104]
Skrift auðveldaði stjórnsýslu borga, tjáningu hugmynda, og varðveislu upplýsinga.[105] Hún gæti hafa þróast með sjálfstæðum hætti að minnsta kosti á fjórum stöðum: í Mesópótamíu um 3300 f.o.t.,[106] Egyptalandi um 3250 f.o.t.,[107][108] Kína um 1200 f.o.t.,[109] og Mið-Ameríku um 650 f.o.t.[110] Til eru eldri ummerki um frumskrift, en elsta þekkta ritkerfið eru fleygrúnir frá Mesópótamíu. Þær þróuðust út frá myndletri sem smám saman varð óhlutbundnara.[111][112] Önnur útbreidd ritkerfi voru helgirúnir Egypta og indusskrift.[113] Í Kína var fyrst tekið að nota ritmál á tímum Shang-veldisins, 1766-1045 f.o.t.[114][115]
Árnar og höfin auðvelduðu flutninga, sem ýtti undir viðskipti með vörur, hugmyndir og nýja tækni.[116][117] Ný hernaðartækni sem kom fram á bronsöld, eins og riddaralið á tömdum hestum, og stríðsvagnar, gerðu herjum kleift að færa sig milli staða hraðar en áður.[118][119] Verslun varð sífellt mikilvægari og borgarsamfélög þróuðu iðnað sem reiddi sig á hráefni frá fjarlægum löndum. Til varð net verslunarleiða og hnattvæðing fornaldar hófst.[120] Sem dæmi, þá notaðist bronsframleiðsla í Suðvestur-Asíu við innflutt tin sem gat borist þangað alla leið frá Englandi.[121]
Vexti borga fylgdi oft stofnun ríkja og stórvelda.[122] Egyptaland skiptist upphaflega í Efra- og Neðra-Egyptaland, en löndin tvö voru sameinuð í eitt ríki í öllum Nílardalnum um 3100 f.o.t.[123] Um 2600 f.o.t. voru borgirnar Harappa og Mohenjo-daro reistar í árdal Indusfljótsins.[124][125] Saga Mesópótamíu einkenndist af stríðum milli borgríkja, sem skiptust á að fara með forræði yfir landinu.[126] Frá 25. til 21. aldar f.o.t. risu stórveldi Akkadíu og Súmer á þessu svæði.[127] Mínóíska menningin kom fram á eynni Krít um 2000 f.o.t. og er sögð vera fyrsta siðmenningarsamfélagið í Evrópu.[128]
Næstu árþúsundin risu samfélög af þessu tagi um allan heim.[129] Um 1600 f.o.t. hóf Mýkenumenningin að þróast á Grikklandi.[130] Hún blómstraði fram að Bronsaldarhruninu sem reið yfir mörg samfélög við Miðjarðarhaf milli 1300 og 1000 f.o.t.[131] Undirstöður indverskrar menningar (meðal annars hindúasiður) voru lagðar á Vedatímabilinu, 1750-600 f.o.t.[132] Frá um 550 f.o.t. urðu til mörg sjálfstæð konungsríki og lýðveldi á Indlandsskaga sem eru þekkt sem Mahajanapada-ríkin.[133]
Þjóðir sem töluðu bantúmál hófu að breiðast út um miðja og sunnanverða Afríku frá 3000 f.o.t.[134] Þessi útþensla og samskipti þeirra við aðrar þjóðir urðu til þess að breiða út blandaðan búskap og járnvinnslu í Afríku sunnan Sahara, og leiddu til þróunar samfélaga eins og Nok-menningarinnar þar sem Nígería er nú um 500 f.o.t.[135] Lapita-menningin varð til á Bismarck-eyjum nærri Nýju-Gíneu um 1500 f.o.t. og nam land á mörgum fjarlægum eyjum Eyjaálfu, allt að Samóa, fyrir 700 f.o.t.[136]
Í Ameríku kom Norte Chico-menningin fram í Perú um 3100 f.o.t.[92] sem reisti stórbyggingar í borginni Caral, frá 2627-1977 f.o.t.[137][138] Chavín-menningin er stundum talin vera fyrsta Andesríkið,[139] með miðstöð við hofbyggingarnar í Chavín de Huantar.[140] Önnur mikilvæg ríki sem urðu til á þessum slóðum eru Moche-menningin sem lýsti athöfnum daglegs lífs með leirmyndum, og Nazca-menningin, sem gerði risavaxnar dýramyndir á yfirborð Nazca-eyðimerkurinnar (Nazca-línurnar).[141] Um 1200 f.o.t. kom ríki Olmeka fram í Mið-Ameríku.[142] Það er þekkt fyrir stór steinhöfuð sem Olmekar hjuggu út í basalt.[143] Olmekar þróuðu líka fyrsta miðameríska dagatalið sem seinni tíma menningarríki, eins og Majar og Astekar, tóku upp.[144] Í Norður-Ameríku þróuðust samfélög veiðimanna og safnara þar sem ríkti meiri jöfnuður. Þessi samfélög ræktuðu líka nytjajurtir eins og sólblóm í smáum stíl.[145] Þau reistu stóra moldarhauga, eins og Watson Brake (4000 f.o.t.) og Poverty Point (3600 f.o.t.) í Louisiana.[146]
Öxulöld
[breyta | breyta frumkóða]Tímabilið frá 800 til 200 f.o.t. var nefnt öxulöld af þýska heimspekingnum Karl Jaspers[147] með vísun í það hversu margar mikilvægar heimspekilegar og trúarlegar hugmyndir komu fram á þeim tíma, á ólíkum stöðum að mestu óháð hver annarri.[148] Konfúsíusismi í Kína,[149] búddatrú og jainismi á Indlandi,[150] og eingyðistrú gyðinga, hófust allar á þessu tímabili.[151] Sóróismi hófst fyrr í Persíu (hugsanlega um 1000 f.o.t.), en varð að formlegum trúarbrögðum í ríki Akkamenída á öxulöld.[152] Ný heimspeki kom fram á Grikklandi á 5. öld f.o.t. með hugsuðum á borð við Platon og Aristóteles.[153] Fyrstu Ólympíuleikarnir voru haldnir árið 776 f.o.t. og marka upphaf klassískrar fornaldar.[154] Árið 508 f.o.t. var lýðræðisleg stjórnskipun tekin upp í fyrsta sinn, í Aþenu.[155]
Þær hugmyndir sem komu fram á öxulöld mótuðu hugmynda- og trúarbragðasögu heimsins. Konfúsíusismi var einn af þremur skólum sem urðu ríkjandi í kínverskri hugmyndasögu, ásamt daóisma og löghyggju.[156] Konfúsíska hefðin leitaðist við að þróa stjórnvisku byggða á hefðum fremur en ströngum lögum.[157] Konfúsíusismi breiddist síðar út til Kóreu og Japans.[158] Búddatrú náði til Kína á 1. öld[159] og breiddist hratt út. Á 7. öld voru 30.000 búddahof í Norður-Kína.[160] Búddatrú varð ríkjandi trúarbrögð í stórum hluta Suður-, Suðaustur- og Austur-Asíu.[161] Gríska heimspekin[162] breiddist út um Miðjarðarhafið, og náði allt til Indlands, frá 4. öld f.o.t., eftir landvinninga Alexanders mikla frá Makedóníu.[163] Bæði kristni og íslam þróuðust síðar út frá gyðingdómi.[164]
Staðbundin stórveldi
[breyta | breyta frumkóða]Á þúsund ára tímabili milli 500 f.o.t. og 500 e.o.t. risu nokkur ríki sem náðu meiri stærð en áður þekktist. Þjálfaðir atvinnuhermenn, hugmyndafræði og þróuð stjórnsýsla gerðu keisurum kleift að stýra stórum ríkjum þar sem fjöldi íbúa gat náð tugum milljóna.[165] Á sama tíma þróuðust langar verslunarleiðir, sérstaklega siglingaleiðir í Miðjarðarhafi, Indlandshafi og Silkivegurinn um Asíu.[166]
Medar áttu þátt í falli Assýríu ásamt Skýþum og Babýlónum.[167] Höfuðborg Assýríu, Níneve, var rænd af herjum Meda árið 612 f.o.t.[168] Í kjölfar Medaveldisins fylgdu nokkur írönsk ríki, þar á meðal ríki Akkamenída (550-330 f.o.t.),[169] Parþaveldið (247 f.o.t.-224 e.o.t.),[170][171] og ríki Sassanída (224–651).[172]
Tvö stórveldi risu þar sem nú er Grikkland. Seint á 5. öld f.o.t. stöðvuðu nokkur grísk borgríki framrás Akkamenída inn í Evrópu í Persastríðunum. Gullöld Aþenu fylgdi í kjölfarið þar sem lagðar voru margar af undirstöðum vestrænnar siðmenningar. Meðal þess var gríska leikhúsið.[173][174][175] Stríðin leiddu til stofnunar Delosbandalagsins árið 477 f.o.t.[176] Aþena varð stórveldi 454-404 f.o.t. en beið ósigur fyrir bandalagi annarra ríkja undir forystu Spörtu í Pelópsskagastríðinu.[177] Filippus Makedóníukonungur sameinaði grísku borgríkin í Kórintubandalaginu og sonur hans, Alexander mikli (356-323 f.o.t.), stofnaði heimsveldi sem náði allt til Indlands.[178][179] Veldi Alexanders klofnaði í nokkur ríki undir stjórn díadóka eftir lát hans. Í þessum ríkjum breiddist hellensk menning út.[180] Hellenska tímabilið stóð frá 323 f.o.t. til ársins 31 f.o.t. þegar Egyptaland Ptólemaja féll í hendur Rómverja.[181]
Rómverska lýðveldið var stofnað í Evrópu á 6. öld f.o.t.[182] og hóf útþenslu sína á 3. öld f.o.t.[183] Lýðveldið breyttist í rómverska keisaradæmið undir stjórn Ágústusar keisara. Á þeim tíma höfðu Rómverjar náð yfirráðum yfir nær öllu Miðjarðarhafi.[184] Rómaveldi hélt útþenslu sinni áfram og náði hátindi sínum í valdatíð Trajanusar (53-117) þegar ríkið náði frá Englandi til Mesópótamíu.[185] Á eftir fylgdu tvær aldir sem kenndar eru við Rómarfrið þar sem þær einkenndust af friði, velmegun og stöðugleika í stórum hluta Evrópu.[186] Kristni varð lögleg í valdatíð Konstantínusar 1. árið 313, eftir þriggja alda ofsóknir gegn kristnum mönnum í Rómaveldi. Árið 380 varð kristni einu löglegu trúarbrögðin í keisaradæminu. Þeódósíus 1. bannaði heiðin trúarbrögð 391-392.[187]
Chandragupta Maurya stofnaði Maurya-veldið í Suður-Asíu (320–185 f.o.t.) sem blómstraði undir stjórn Ashoka mikla.[188][189] Frá 4. öld til 6. aldar var Guptaveldið við lýði á tíma sem nefndur hefur verið gullöld Indlands til forna.[190] Á þeim tíma ríkti stöðugleiki þar sem menning hindúa og búddatrúarmanna blómstraði. Á sama tíma urðu framfarir í vísindum og stærðfræði.[191] Þrjú Dravíðaríki komu fram á Suður-Indlandi: Chera-veldið, Chola-veldið og Pandya-veldið.[192]
Í Kína batt Qin Shi Huang enda á öld hinna stríðandi ríkja með því að sameina Kína í Qin-veldið (221-206 f.o.t.).[193][194] Qin Shi Huang aðhylltist löghyggjuskólann og kom á áhrifaríku stjórnkerfi með hæfum embættismönnum í stað aðalsins.[195] Harka Qin-veldisins leiddi til uppreisna og falls keisaradæmisins.[196] Á eftir því kom Hanveldið (202 f.o.t.-220 e.o.t.) sem sameinaði löghyggjuna og konfúsíusisma.[197][198] Hanveldið var sambærilegt að stærð og áhrifum við Rómaveldi á hinum enda Silkivegarins.[199] Efnahagsuppgangur leiddi til landvinninga í Mongólíu, Mið-Asíu, Mansjúríu, Kóreu og Norður-Víetnam.[200] Líkt og hjá öðrum stórveldum fornaldar urðu miklar framfarir í stjórnsýslu, menntun, vísindum og tækni í Kína Hanveldisins.[201][202] Á þeim tíma tók fólk að nota leiðarsteina (forvera áttavitans) og pappír (tvær af kínversku uppfinningunum fjórum).[203][204]
Konungsríkið Kús blómstraði í Norðaustur-Afríku vegna viðskipta við Egypta og þjóðir sunnan Sahara.[205] Það ríkti yfir Egyptalandi sem tuttugasta og fimmta konungsættin frá 712 til 650 f.o.t. og hélt svo velli sem verslunarveldi í kringum borgina Meróe fram á fjórðu öld.[206] Á 1. öld var konungsríkið Aksúm stofnað þar sem Eþíópía er nú og myndaði stórt verslunarveldi við Rauðahaf sem náði yfir bæði Suður-Arabíu og Kús.[207] Konungar Aksúm slógu peninga og reistu gríðarstóra einsteinunga yfir grafir keisara.[208]
Í Ameríku urðu líka til staðbundin stórveldi allt frá 2500 f.o.t.[209] Í Mið-Ameríku þróuðust stór þjóðfélög eins og ríki Sapóteka (700 f.o.t.-1521 e.o.t.)[210][211] og Maja, sem náði hátindi sínum á klassíska tímabilinu (um 250-900),[212] og hélt velli út allt síðklassíska tímabilið.[213] Borgríki Maja urðu smám saman fleiri og stærri og menning þeirra breiddist út um Júkatanskaga og til nærliggjandi svæða.[214] Majar þróuðu ritmál og notuðust við núll í útreikningum.[215] Vestan við Maja, í miðhluta Mexíkó, blómstraði stórborgin Teotihuacan sem stýrði verslun með hrafntinnu.[216] Veldi hennar var mest um 450 e.o.t. þegar íbúar voru milli 125 og 150.000 og borgin því ein sú stærsta í heimi.[217]
Þróun tækni í fornöld gekk í bylgjum.[218] Oft komu tímabil þar sem tækniþróun var mjög hröð, eins og grísk-rómverska tímabilið við Miðjarðarhafið.[219] Talið er að grísk vísindi, tækni og stærðfræði hafi náð hátindi sínum á helleníska tímabilinu. Frá þeim tíma eru tæki eins og Antikyþera-sólkerfislíkanið.[220] Á milli komu tímabil hnignunar, eins og þegar Rómaveldi tók að hnigna.[221] Tvær mikilvægustu tækninýjungar þessa tíma voru pappír (Kína á 1. og 2. öld)[222] og ístaðið (Indland á 2. öld f.o.t. og Mið-Asía á 1. öld).[223] Báðar þessar nýjungar breiddust hratt um heiminn. Í Kína tók fólk að gera silki og Kínverjar réðust í stórar byggingaframkvæmdir eins og Kínamúrinn og Kínaskurðinn.[224] Rómverjar voru líka mikilhæfir steinsmiðir. Þeir fundu upp steinsteypu, fullkomnuðu aðferðir við gerð boga og reistu kerfi áveita til að flytja vatn til borga sinna.[225][226]
Í flestum fornaldarsamfélögum var þrælahald stundað.[227] Þetta var sérstaklega áberandi í Aþenu og Rómaveldi þar sem þrælar voru stórt hlutfall íbúa og undirstaða efnahagslífsins.[228] Algengt var að samfélagsskipanin byggðist á feðraveldi þar sem karlar höfðu meiri völd en konur.[229]
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Guðmundur Hálfdanarson (9.3.2000). „Hvað nær mannkynssagan langt aftur í tímann?“. Vísindavefurinn.
- ↑ Jungers 1988, bls. 227–231
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 1
- ↑ Christian 2011, bls. 150
- ↑ Dunbar 2016, bls. 8
- ↑ Wragg-Sykes 2016, bls. 183–184
- ↑ Dunbar 2016, bls. 8, 10
- ↑ Lewton 2017, bls. 117
- ↑ Harmand 2015, bls. 310–315
- ↑ McPherron et al. 2010, bls. 857–860
- ↑ Domínguez-Rodrigo & Alcalá 2016, bls. 46–53
- ↑ de la Torre 2019, bls. 11567–11569
- ↑ Stutz 2018, bls. 1–9
- ↑ Strait 2010, bls. 341
- ↑ Villmoare et al. 2015, bls. 1352–1355
- ↑ Spoor et al. 2015, bls. 83–86
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 5
- ↑ Herries et al. 2020
- ↑ Dunbar 2016, bls. 10
- ↑ Gowlett 2016, bls. 20150164
- ↑ Christian 2015, bls. 11
- ↑ Christian 2015, bls. 400n
- ↑ Dunbar 2016, bls. 11
- ↑ Hammer 2013, bls. 66–71
- ↑ Yong 2011, bls. 34–38
- ↑ Ackermann, Mackay & Arnold 2015, bls. 1–11
- ↑ Reich et al. 2010, bls. 1053–1060
- ↑ Abi-Rached et al. 2011, bls. 89–94
- ↑ Hublin et al. 2017, bls. 289–292
- ↑ Fagan & Durrani 2021, 3. Enter Homo Sapiens (c. 300,000 Years Ago and Later)
- ↑ Coolidge & Wynn 2018, bls. 5}}
- ↑ Christian 2015, bls. 319
- ↑ Christian 2015, bls. 319–320, 330, 354
- ↑ Christian 2015, bls. 344–346
- ↑ McNeill & McNeill 2003, bls. 17–18
- ↑ Christian 2015, bls. 357–358, 409
- ↑ Morley 2013, bls. 42–43
- ↑ Svard 2023, bls. 23
- ↑ Christian 2015, bls. 22
- ↑ Weber et al. 2020, bls. 29–39
- ↑ Christian 2015, bls. 283
- ↑ O'Connell et al. 2018, bls. 8482–8490
- ↑ Posth et al. 2016, bls. 827–833
- ↑ Clarkson et al. 2017, bls. 306–310
- ↑ Christian 2015, bls. 283
- ↑ Bennett 2021, bls. 1528–1531
- ↑ Christian 2015, bls. 316
- ↑ Pollack 2010, bls. 93
- ↑ Christian 2015, bls. 400
- ↑ Christian 2015, bls. 321, 406, 440–441
- ↑ Koch & Barnosky 2006, bls. 215–250
- ↑ Christian 2015, bls. 406
- ↑ Lewin 2009, bls. 247
- ↑ Stephens et al. 2019, bls. 897–902
- ↑ Larson et al. 2014, bls. 6139–6146
- ↑ McNeill 1999, bls. 11
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 325, 336
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 323
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 21
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 265
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 518
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 85
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 202
- ↑ Adovasio, Soffer & Page 2007, bls. 243, 257
- ↑ Graeber & Wengrow 2021
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 218
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 95
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 216–218
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 34–35
- ↑ Lewin 2009, bls. 247
- ↑ Yoffee 2015, bls. 313, 391
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 193
- ↑ Yoffee 2015, bls. 313–316
- ↑ McNeill 1999, bls. 13
- ↑ Rael 2009, bls. 113
- ↑ Ganivet 2019, bls. 25}}
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 161–162, 172–173
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 99
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 19
- ↑ Kinzel & Clare 2020, bls. 32–33
- ↑ Barker & Goucher 2015, bls. 224
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 21
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 21
- ↑ Radivojevic et al. 2013, bls. 1030–1045
- ↑ Headrick 2009, bls. 30–31
- ↑ McClellan & Dorn 2006, bls. 41
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 46
- ↑ Stearns & Langer 2001, bls. 21
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 53
- ↑ Bard 2000, bls. 63
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 70
- ↑ 92,0 92,1 Benjamin 2015, bls. 563
- ↑ Graeber & Wengrow 2021, bls. 314
- ↑ Chakrabarti 2004, bls. 10–13
- ↑ Allchin & Allchin 1997, bls. 153–168
- ↑ Ropp 2010, bls. 2
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 23
- ↑ Headrick 2009, bls. 32
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 59
- ↑ 100,0 100,1 Bulliet et al. 2015a, bls. 35
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 91
- ↑ 102,0 102,1 McNeill 1999, bls. 16
- ↑ McNeill 1999, bls. 18
- ↑ Johnston 2004, bls. 13, 19
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 43–46
- ↑ Yoffee 2015, bls. 118
- ↑ Regulski 2016
- ↑ Wengrow 2011, bls. 99–103, The Invention of Writing in Egypt
- ↑ Boltz 1996, bls. 191, Early Chinese Writing
- ↑ Fagan & Beck 1996, bls. 762
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 53–54
- ↑ Tignor et al. 2014, bls. 49, 52
- ↑ Robinson 2009, bls. 38
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 80
- ↑ Yoffee 2015, bls. 136
- ↑ Abulafia 2011, bls. xvii, passim
- ↑ Benjamin 2015, bls. 89
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 35
- ↑ Christian 2011, bls. 256
- ↑ Tignor et al. 2014, bls. 48–49
- ↑ Headrick 2009, bls. 31
- ↑ Graeber & Wengrow 2021, bls. 362
- ↑ Bard 2000, bls. 57–64
- ↑ Yoffee 2015, bls. 320
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 46
- ↑ Yoffee 2015, bls. 257
- ↑ McNeill 1999, bls. 36–37
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 56
- ↑ McNeill 1999, bls. 46–47
- ↑ Price & Thonemann 2010, bls. 25
- ↑ Benjamin 2015, bls. 331
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 116–122
- ↑ Singh 2008, bls. 260–264
- ↑ Benjamin 2015, bls. 646–647
- ↑ Benjamin 2015, bls. 648
- ↑ Benjamin 2015, bls. 617
- ↑ Benjamin 2015, bls. 562
- ↑ Shady Solis, Haas & Creamer 2001, bls. 723–726
- ↑ Benjamin 2015, bls. 564
- ↑ Graeber & Wengrow 2021, bls. 389
- ↑ Benjamin 2015, bls. 565
- ↑ Nichols & Pool 2012, bls. 118
- ↑ Brown 2007, bls. 150
- ↑ Brown 2007, bls. 150–153
- ↑ Benjamin 2015, bls. 539–540
- ↑ Benjamin 2015, bls. 540–541
- ↑ Benjamin 2015, bls. 101
- ↑ Baumard, Hyafil & Boyer 2015, bls. e1046657
- ↑ McNeill & McNeill 2003, bls. 67
- ↑ Kedar & Wiesner-Hanks 2015, bls. 665
- ↑ Benjamin 2015, bls. 115
- ↑ Benjamin 2015, bls. 304
- ↑ McNeill & McNeill 2003, bls. 73–74
- ↑ Short 1987, bls. 10
- ↑ Dunn 1994
- ↑ Benjamin 2015, bls. 9
- ↑ Benjamin 2015, bls. 439
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 314
- ↑ Paine 2011, bls. 273
- ↑ Kedar & Wiesner-Hanks 2015, bls. 453, 456
- ↑ Kedar & Wiesner-Hanks 2015, bls. 467–475
- ↑ Stearns & Langer 2001, bls. 63
- ↑ Stearns & Langer 2001, bls. 70–71
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 63
- ↑ Burbank 2010, bls. 56
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 229, 233
- ↑ Benjamin 2015, bls. 238, 276–277
- ↑ Roberts & Westad 2013, bls. 110
- ↑ Benjamin 2015, bls. 279
- ↑ Benjamin 2015, bls. 286
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 248
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 248
- ↑ Strauss 2005, bls. 1–11
- ↑ Dynneson 2008, bls. 54
- ↑ Goldhill 1997, bls. 54
- ↑ Martin 2000, bls. 106–107
- ↑ Benjamin 2015, bls. 353
- ↑ Tignor et al. 2014, bls. 203
- ↑ Burstein 2017, bls. 57–58
- ↑ Benjamin 2015, bls. 283–284
- ↑ Hemingway & Hemingway 2007
- ↑ Benjamin 2015, bls. 337–338
- ↑ Kelly 2007, bls. 4–6
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 149, 152–153
- ↑ Beard 2015, bls. 483
- ↑ McEvedy 1961
- ↑ Williams & Friell 2005, bls. 105
- ↑ Kulke & Rothermund 1990, bls. 61, 71
- ↑ Benjamin 2015, bls. 488–489
- ↑ Benjamin 2015, bls. 502–505
- ↑ Benjamin 2015, bls. 503–505
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 187
- ↑ Benjamin 2015, bls. 416
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 160
- ↑ Benjamin 2015, bls. 415
- ↑ Benjamin 2015, bls. 417
- ↑ Benjamin 2015, bls. 417
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 160
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 143
- ↑ Gernet 1996, bls. 119, 121, 126, 130
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 165, 169
- ↑ Gernet 1996, bls. 138
- ↑ Merrill & McElhinny 1983, bls. 1
- ↑ Seow 2022, bls. 351
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 92
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 94–95
- ↑ Benjamin 2015, bls. 651–652
- ↑ Iliffe 2007, bls. 41
- ↑ Fagan 2005, bls. 390, 396
- ↑ Flannery & Marcus 1996, bls. 146
- ↑ Whitecotton 1977, bls. 26, LI.1–3
- ↑ Coe 2011, bls. 91
- ↑ Benjamin 2015, bls. 560
- ↑ Benjamin 2015, bls. 557–558
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 208
- ↑ Benjamin 2015, bls. 555
- ↑ Bulliet et al. 2015a, bls. 204
- ↑ Benjamin 2015, bls. 122
- ↑ Benjamin 2015, bls. 134
- ↑ Kosso & Scott 2009, bls. 51
- ↑ Benjamin 2015, bls. 133
- ↑ Benjamin 2015, bls. 142–143
- ↑ Headrick 2009, bls. 59
- ↑ Benjamin 2015, bls. 145
- ↑ Benjamin 2015, bls. 136
- ↑ Deming 2014, bls. 174
- ↑ Benjamin 2015, bls. 80
- ↑ Benjamin 2015, bls. 79–80
- ↑ Kent 2020, bls. 6
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- Abi-Rached L, Jobin MJ, Kulkarni S, McWhinnie A, Dalva K, Gragert L, og fleiri (2011). „The Shaping of Modern Human Immune Systems by Multiregional Admixture with Archaic Humans“. Science. 334 (6052): 89–94. Bibcode:2011Sci...334...89A. doi:10.1126/science.1209202. PMC 3677943. PMID 21868630.
- Abulafia, David (2011). The Great Sea: A Human History of the Mediterranean. Allen Lane. ISBN 978-0-7139-9934-1.
- Ackermann RR, Mackay A, Arnold ML (2015). „The Hybrid Origin of "Modern" Humans“. Evolutionary Biology. 43 (1): 1–11. doi:10.1007/s11692-015-9348-1. S2CID 14329491.
- Adovasio, J. M.; Soffer, Olga; Page, Jake (2007). The Invisible Sex: Uncovering the True Roles of Women in Prehistory. HarperCollins e-books. ISBN 978-0-06-157177-0. OCLC 191804695.
- Allchin, Bridget; Allchin, Raymond (1997). Origins of a Civilization: The Prehistory and Early Archaeology of South Asia. Viking. ISBN 978-0-670-87713-3.
- Bard, Kathryn A. (2000). „The Emergence of the Egyptian State (c. 3200–2686 BC)“. Í Shaw, Ian (ritstjóri). The Oxford History of Ancient Egypt. Oxford University Press. bls. 57–82. ISBN 978-0-19-280458-7.
- Barker, Graeme; Goucher, Candace, ritstjórar (2015). A World with Agriculture, 12,000 BCE–500 CE. The Cambridge World History. 2. árgangur. Cambridge University Press. ISBN 978-0-521-19218-7. Afrit af uppruna á 29. apríl 2024. Sótt 3. september 2022.
- Baumard, Nicolas; Hyafil, Alexandre; Boyer, Pascal (2015). „What Changed During the Axial Age: Cognitive Styles or Reward Systems?“. Communicative & Integrative Biology. United States National Library of Medicine. 8 (5): e1046657. doi:10.1080/19420889.2015.1046657. PMC 4802742. PMID 27066164.
- Beard, Mary (2015). SPQR: A History of Ancient Rome. Profile Books. ISBN 978-1-84668-380-0.
- Benjamin, Craig, ritstjóri (2015). A World with States, Empires, and Networks, 1200 BCE–900 CE. The Cambridge World History. 4. árgangur. Cambridge University Press. ISBN 978-1-107-01572-2. Afrit af uppruna á 28. október 2022. Sótt 28. október 2022.
- Bennett, Matthew; og fleiri (2021). „Evidence of Humans in North America During the Last Glacial Maximum“. Science. 373 (6562): 1528–1531. Bibcode:2021Sci...373.1528B. doi:10.1126/science.abg7586. PMID 34554787. S2CID 237616125. Afrit af uppruna á 15. september 2022. Sótt 24. september 2021.
- Boltz, William G. (1996). „Early Chinese Writing“. Í Bright, Peter; Daniels, William (ritstjórar). The World's Writing Systems. Oxford University Press. ISBN 0-19-507993-0.
- Brown, Cynthia Stokes (2007). Big History: From the Big Bang to the Present. New Press. ISBN 978-1-59558-196-9.
- Bulliet, Richard; Crossley, Pamela; Headrick, Daniel; Hirsch, Steven; Johnson, Lyman (2011). The Earth and Its Peoples, Brief Edition. 1. árgangur. Cengage Learning. ISBN 978-0-495-91311-5.
- Bulliet, Richard; Crossley, Pamela; Headrick, Daniel; Hirsch, Steven; Johnson, Lyman; Northrup, David (2015a). The Earth and Its Peoples: A Global History. 1. árgangur (6th. útgáfa). Cengage Learning. ISBN 978-1-285-44567-0. Afrit af uppruna á 29. apríl 2024. Sótt 25. ágúst 2022.
- Burstein, Stanley M. (2017). The World from 1000 BCE to 300 CE. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-933613-5. Afrit af uppruna á 5. október 2023. Sótt 1. október 2023.
- Chakrabarti, Dilip K. (2004). „Introduction“. Í Chkrabarti, Dilip K. (ritstjóri). Indus Civilization Sites in India: New Discoveries. Marg Publications. bls. 10–13. ISBN 978-81-85026-63-3.
- Christian, David (2011) [2004]. Maps of Time: An Introduction to Big History (enska). University of California Press. ISBN 978-0-520-27144-9. Afrit af uppruna á 19. desember 2023. Sótt 16. desember 2023.
- Christian, David, ritstjóri (2015). Introducing World History, to 10,000 BCE. The Cambridge World History. 1. árgangur. Cambridge University Press. doi:10.1017/CBO9781139194662. ISBN 978-0-521-76333-2. Afrit af uppruna á 26. janúar 2023. Sótt 26. janúar 2023.
- Clarkson C, Jacobs Z, Marwick B, Fullagar R, Wallis L, Smith M, og fleiri (2017). „Human Occupation of Northern Australia by 65,000 Years Ago“. Nature. 547 (7663): 306–310. Bibcode:2017Natur.547..306C. doi:10.1038/nature22968. hdl:2440/107043. PMID 28726833. S2CID 205257212.
- Coe, Michael D. (2011). The Maya (8th. útgáfa). Thames & Hudson. ISBN 978-0-500-28902-0.
- Coolidge, Frederick Lawrence; Wynn, Thomas Grant (2018). The Rise of Homo Sapiens: The Evolution of Modern Thinking (enska). Oxford University Press. ISBN 978-0-19-068091-6.
- de la Torre, Ignacio (2019). „Searching for the Emergence of Stone Tool Making in Eastern Africa“. Proceedings of the National Academy of Sciences. 116 (24): 11567–11569. Bibcode:2019PNAS..11611567D. doi:10.1073/pnas.1906926116. PMC 6575166. PMID 31164417.
- Deming, David (2014). Science and Technology in World History, Volume 1: The Ancient World and Classical Civilization (enska). McFarland & Company. ISBN 978-0-7864-5657-4.
- Domínguez-Rodrigo, Manuel; Alcalá, Luis (2016). „3.3-Million-Year-Old Stone Tools and Butchery Traces? More Evidence Needed“ (PDF). PaleoAnthropology: 46–53. Afrit (PDF) af uppruna á 14. desember 2023. Sótt 14. desember 2023.
- Dunn, John (1994). Democracy: The Unfinished Journey 508 BCE – 1993 CE. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-827934-1.
- Dunbar, Robin (2016). Human Evolution: Our Brains and Behavior. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-061678-6.
- Fagan, Brian M.; Beck, Charlotte, ritstjórar (1996). The Oxford Companion to Archaeology. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-507618-9. Afrit af uppruna á 17. febrúar 2024. Sótt 19. apríl 2020.
- Fagan, Brian M.; Durrani, Nadia (2021). „3. Enter Homo Sapiens (c. 300,000 Years Ago and Later)“. World Prehistory: The Basics (enska). Routledge. ISBN 978-1-000-46679-9.
- Flannery, Kent V.; Marcus, Joyce (1996). Zapotec Civilization: How Urban Society Evolved in Mexico's Oaxaca Valley. Thames & Hudson. ISBN 978-0-500-05078-1.
- Ganivet, Elisa (2019). Border Wall Aesthetics: Artworks in Border Spaces (enska). transcript Verlag. ISBN 978-3-8394-4777-2.
- Gernet, Jacques (1996). A History of Chinese Civilization. Cambridge University Press. ISBN 978-0-521-49781-7.
- Gowlett, J. A. J. (2016). „The Discovery of Fire by Humans: A Long and Convoluted Process“. Philosophical Transactions of the Royal Society B: Biological Sciences. 371 (1696): 20150164. doi:10.1098/rstb.2015.0164. PMC 4874402. PMID 27216521.
- Graeber, David; Wengrow, David (2021). The Dawn of Everything: A New History of Humanity. Farrar, Straus and Giroux. ISBN 978-0-374-15735-7. Afrit af uppruna á 15. nóvember 2022. Sótt 15. nóvember 2022.
- Hammer MF (2013). „Human Hybrids“ (PDF). Scientific American. 308 (5): 66–71. Bibcode:2013SciAm.308e..66H. doi:10.1038/scientificamerican0513-66. PMID 23627222. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 24. ágúst 2018.
- Harmand, Sonia; og fleiri (2015). „3.3-million-year-old Stone Tools from Lomekwi 3, West Turkana, Kenya“. Nature. 521 (7552): 310–315. Bibcode:2015Natur.521..310H. doi:10.1038/nature14464. PMID 25993961. S2CID 1207285. Afrit af uppruna á 9. október 2021. Sótt 27. júlí 2022.
- Headrick, Daniel R. (2009). Technology: A World History. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-533821-8. Afrit af uppruna á 5. október 2023. Sótt 30. september 2023.
- Hemingway, Colette; Hemingway, Seán (2007). „Art of the Hellenistic Age and the Hellenistic Tradition“. Heilbrunn Timeline of Art History. Metropolitan Museum of Art. Afrit af uppruna á 31. maí 2013. Sótt 18. nóvember 2016.
- Herries AI, Martin JM, Leece AB, Adams JW, Boschian G, Joannes-Boyau R, og fleiri (2020). „Contemporaneity of Australopithecus, Paranthropus, and Early Homo Erectus in South Africa“. Science. 368 (6486): 7293. doi:10.1126/science.aaw7293. PMID 32241925.
- Hublin JJ, Ben-Ncer A, Bailey SE, Freidline SE, Neubauer S, Skinner MM, og fleiri (2017). „New Fossils from Jebel Irhoud, Morocco and the Pan-African Origin of Homo Sapiens“ (PDF). Nature. 546 (7657): 289–292. Bibcode:2017Natur.546..289H. doi:10.1038/nature22336. PMID 28593953. S2CID 256771372. Afrit (PDF) af uppruna á 8. janúar 2020. Sótt 27. júlí 2022.
- Iliffe, John (2007). Africans: The History of a Continent (2nd. útgáfa). Cambridge University Press. ISBN 978-0-521-68297-8.
- Jungers, William L. (1988). „Lucy's Length: Stature Reconstruction in Australopithecus Afarensis (A.L.288-1) with Implications for Other Small-bodied Hominids“. American Journal of Physical Anthropology. 76 (2): 227–231. doi:10.1002/ajpa.1330760211. PMID 3137822.
- Kedar, Benjamin; Wiesner-Hanks, Merry, ritstjórar (2015). Expanding Webs of Exchange and Conflict, 500 CE–1500 CE. The Cambridge World History. 5. árgangur. Cambridge University Press. ISBN 978-0-521-19074-9. Afrit af uppruna á 18. nóvember 2022. Sótt 18. nóvember 2022.
- Kelly, Christopher (2007). The Roman Empire: A Very Short Introduction. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-280391-7. Afrit af uppruna á 16. nóvember 2023. Sótt 16. nóvember 2023.
- Kent, Susan Kingsley (2020). Gender: A World History. Oxford University Press. ISBN 978-0-19-062197-1. Afrit af uppruna á 12. ágúst 2023. Sótt 12. ágúst 2023.
- Kinzel, Moritz; Clare, Lee (2020). „Monumental – Compared to What? A Perspective from Göbekli Tepe“. Í Gebauer, Anne Birgitte; Sørensen, Lasse; Teather, Anne; Valera, António Carlos (ritstjórar). Monumentalising Life in the Neolithic: Narratives of Change and Continuity. Oxbow. ISBN 978-1-78925-495-2. Afrit af uppruna á 29. apríl 2024. Sótt 9. september 2022.
- Koch, Paul L.; Barnosky, Anthony D. (2006). „Late Quaternary Extinctions: State of the Debate“. Annual Review of Ecology, Evolution, and Systematics. 37 (1): 215–250. doi:10.1146/annurev.ecolsys.34.011802.132415. S2CID 16590668.
- Kosso, Cynthia; Scott, Anne (2009). The Nature and Function of Water, Baths, Bathing, and Hygiene from Antiquity Through the Renaissance. Brill. ISBN 978-9004173576. Afrit af uppruna á 18. mars 2024. Sótt 5. febrúar 2024.
- Kulke, Hermann; Rothermund, Dietmar (1990). A History of India. Dorset Press. ISBN 0-88029-577-5.
- Larson, G.; Piperno, D. R.; Allaby, R. G.; Purugganan, M. D.; Andersson, L.; Arroyo-Kalin, M.; Barton, L.; Climer Vigueira, C.; Denham, T.; Dobney, K.; Doust, A. N.; Gepts, P.; Gilbert, M. T. P.; Gremillion, K. J.; Lucas, L.; Lukens, L.; Marshall, F. B.; Olsen, K. M.; Pires, J.C.; Richerson, P. J.; Rubio De Casas, R.; Sanjur, O.I.; Thomas, M. G.; Fuller, D.Q. (2014). „Current Perspectives and the Future of Domestication Studies“. PNAS. 111 (17): 6139–6146. Bibcode:2014PNAS..111.6139L. doi:10.1073/pnas.1323964111. PMC 4035915. PMID 24757054.
- Lewton, Kristi L. (2017). „Bipedalism“. Í Fuentes, Agustín (ritstjóri). The International Encyclopedia of Primatology, 3 Volume Set (enska). John Wiley & Sons. ISBN 978-0-470-67337-9.
- McClellan, James E.; Dorn, Harold (2006). Science and Technology in World History: An Introduction. Johns Hopkins University Press. ISBN 978-0-8018-8360-6. Afrit af uppruna á 6. janúar 2024. Sótt 11. október 2022.
- McEvedy, Colin (1961). The Penguin Atlas of Medieval History. Penguin Books.
- McNeill, William H. (1999) [1967]. A World History (4th. útgáfa). Oxford University Press. ISBN 978-0-19-511616-8.
- McNeill, J. R.; McNeill, William (2003). The Human Web: A Bird's-eye View of World History. Norton. ISBN 0-393-05179-X.
- McPherron, Shannon P.; Alemseged, Zeresenay; Marean, Curtis W.; Wynn, Jonathan G.; Reed, Denné; Geraads, Denis; Bobe, René; Béarat, Hamdallah A. (2010). „Evidence for Stone-tool-assisted Consumption of Animal Tissues Before 3.39 million Years Ago at Dikika, Ethiopia“. Nature. 466 (7308): 857–860. Bibcode:2010Natur.466..857M. doi:10.1038/nature09248. PMID 20703305. S2CID 4356816.
- Merrill, Ronald T.; McElhinny, Michael W. (1983). The Earth's magnetic field: Its history, origin and planetary perspective (2nd printing. útgáfa). Academic press. bls. 1. ISBN 0-12-491242-7.
- Morley, Iain (2013). The Prehistory of Music: Human Evolution, Archaeology, and the Origins of Musicality. Oxford: Oxford University Press. ISBN 978-0-19-923408-0.
- Nichols, Deborah L.; Pool, Christopher A. (2012). The Oxford Handbook of Mesoamerican Archaeology (enska). Oxford University Press. ISBN 978-0-19-999634-6. Afrit af uppruna á 18. mars 2024. Sótt 5. júní 2022.
- O'Connell, J. F.; Allen, J.; Williams, M. A. J.; Williams, A. N.; Turney, C. S. M.; Spooner, N. A.; Kamminga, J.; Brown, G.; Cooper, A. (2018). „When Did Homo Sapiens First Reach Southeast Asia and Sahul?“. Proceedings of the National Academy of Sciences. 115 (34): 8482–8490. Bibcode:2018PNAS..115.8482O. doi:10.1073/pnas.1808385115. PMC 6112744. PMID 30082377.
- Paine, Lincoln P. (2011). „The Promotion of Trade through Buddhist Sanghas“. Í Andrea, Alfred J. (ritstjóri). World History Encyclopedia (enska). Greenwood Publishing. ISBN 978-1-85109-930-6.
- Pollack, Henry (2010). A World Without Ice (enska). Penguin. ISBN 978-1-101-52485-5.
- Posth C, Renaud G, Mittnik A, Drucker DG, Rougier H, Cupillard C, og fleiri (2016). „Pleistocene Mitochondrial Genomes Suggest a Single Major Dispersal of Non-Africans and a Late Glacial Population Turnover in Europe“. Current Biology. 26 (6): 827–833. Bibcode:2016CBio...26..827P. doi:10.1016/j.cub.2016.01.037. hdl:2440/114930. PMID 26853362. S2CID 140098861.
- Price, Simon; Thonemann, Peter (2010). The Birth of Classical Europe: A History from Troy to Augustine. Penguin Books. ISBN 978-0-670-02247-2.
- Radivojevic, M; Rehren, T; Kuzmanovic-Cvetkovic, J; Jovanovic, M; Northover, JP (2013). „Tainted Ores and the Rise of Tin Bronzes in Eurasia, ca.6500 years ago“. Antiquity. 87 (338): 1030–1045. doi:10.1017/S0003598X0004984X. Afrit af uppruna á 19. nóvember 2018. Sótt 30. september 2023.
- Rael, Ronald (2009). Earth Architecture (enska). Princeton Architectural Press. ISBN 978-1-56898-767-5.
- Reich D, Green RE, Kircher M, Krause J, Patterson N, Durand EY, og fleiri (2010). „Genetic History of an Archaic Hominin Group from Denisova Cave in Siberia“. Nature. 468 (7327): 1053–1060. Bibcode:2010Natur.468.1053R. doi:10.1038/nature09710. hdl:10230/25596. PMC 4306417. PMID 21179161.
- Regulski, Ilona (2016). „The Origins and Early Development of Writing in Egypt“. Oxford Handbooks Online (enska). doi:10.1093/oxfordhb/9780199935413.013.61. ISBN 978-0-19-993541-3. Afrit af uppruna á 31. október 2020. Sótt 19. apríl 2020.
- Roberts, J. M.; Westad, Odd Arne (2013). The Penguin History of the World (6th. útgáfa). Penguin Books. ISBN 978-1-84614-443-1. Afrit af uppruna á 29. apríl 2024. Sótt 25. ágúst 2022.
- Seow, Victor (3. júlí 2022). „A Tradition of Invention: The Paradox of Glorifying Past Technological Breakthroughs“. East Asian Science, Technology and Society. 16 (3): 349–366. doi:10.1080/18752160.2022.2095103.
- Singh, Upinder (2008). A History of Ancient and Early Medieval India: From the Stone Age to the 12th Century. Pearson Education. ISBN 978-81-317-1120-0. Afrit af uppruna á 18. mars 2024. Sótt 25. október 2022.
- Spoor, Fred; Gunz, Philipp; Neubauer, Simon; Stelzer, Stefanie; Scott, Nadia; Kwekason, Amandus; Dean, M. Christopher (2015). „Reconstructed Homo Habilis Type OH 7 Suggests Deep-rooted Species Diversity in Early Homo“. Nature. 519 (7541): 83–86. Bibcode:2015Natur.519...83S. doi:10.1038/nature14224. PMID 25739632. S2CID 4470282.
- Short, John R. (1987). An Introduction to Urban Geography. Routledge. ISBN 978-0-7102-0372-4. Afrit af uppruna á 20. mars 2022. Sótt 30. júlí 2022.
- Stearns, Peter N.; Langer, William L., ritstjórar (2001). The Encyclopedia of World History: Ancient, Medieval, and Modern, Chronologically Arranged (6th. útgáfa). Houghton Mifflin Company. ISBN 978-0-395-65237-4.
- Stephens, Lucas; Fuller, Dorian; Boivin, Nicole; Rick, Torben; Gauthier, Nicolas; Kay, Andrea; Marwick, Ben; Armstrong, Chelsey Geralda; Barton, C. Michael (2019). „Archaeological Assessment Reveals Earth's Early Transformation Through Land Use“. Science. 365 (6456): 897–902. Bibcode:2019Sci...365..897S. doi:10.1126/science.aax1192. hdl:10150/634688. ISSN 0036-8075. PMID 31467217. S2CID 201674203.
- Strait, David (2010). „The Evolutionary History of the Australopiths“. Evolution: Education and Outreach (enska). 3 (3): 341. doi:10.1007/s12052-010-0249-6. ISSN 1936-6434. S2CID 31979188.
- Stutz, Aaron Jonas (2018). „Paleolithic“. Í Trevathan, Wenda; Cartmill, Matt; Dufour, Darna; Larsen, Clark (ritstjórar). The International Encyclopedia of Biological Anthropology (enska). Hoboken: John Wiley & Sons, Inc. bls. 1–9. doi:10.1002/9781118584538.ieba0363. ISBN 978-1-118-58442-2. S2CID 240083827. Afrit af uppruna á 1. ágúst 2022. Sótt 4. ágúst 2022.
- Svard, Lois (2023). The Musical Brain: What Students, Teachers, and Performers Need to Know (enska). Oxford University Press. ISBN 978-0-19-758417-0.
- Tignor, Robert; Adelman, Jeremy; Brown, Peter; Elman, Benjamin; Liu, Xinru; Pittman, Holly; Shaw, Brent (2014). Worlds Together, Worlds Apart, Volume One: Beginnings Through the 15th Century (4th. útgáfa). W.W. Norton & Company. ISBN 978-0-393-92208-0.
- Villmoare, Brian; Kimbel, William; Seyoum, Chalachew; Campisano, Christopher; DiMaggio, Erin; Rowan, John; og fleiri (2015). „Paleoanthropology. Early Homo at 2.8 Ma from Ledi-Geraru, Afar, Ethiopia“. Science. 347 (6228): 1352–1355. Bibcode:2015Sci...347.1352V. doi:10.1126/science.aaa1343. PMID 25739410.
- Weber, Gerhard W.; Hershkovitz, Israel; Gunz, Philipp; Neubauer, Simon; Ayalon, Avner; Latimer, Bruce; Bar-Matthews, Miryam; Yasur, Gal; Barzilai, Omry; May, Hila (2020). „Before the Massive Modern Human Dispersal into Eurasia: A 55,000-year-old Partial Cranium from Manot Cave, Israel“. Quaternary International (enska). 551: 29–39. Bibcode:2020QuInt.551...29W. doi:10.1016/j.quaint.2019.10.009. ISSN 1040-6182. S2CID 210628420. Afrit af uppruna á 24. janúar 2022. Sótt 17. ágúst 2022.
- Wengrow, David (2011). „The Invention of Writing in Egypt“. Before the Pyramids: Origin of Egyptian Civilization. Oriental Institute of the University of Chicago.
- Whitecotton, Joseph W. (1977). The Zapotecs: Princes, Priests, and Peasants. University of Oklahoma Press.
- Williams, Stephen; Friell, Gerard (2005). Theodosius: The Empire at Bay. Routledge. ISBN 978-1-135-78262-7. Afrit af uppruna á 30. maí 2022. Sótt 30. júlí 2022.
- Wragg-Sykes, Rebecca (2016). „Humans Evolve“. Big History: Our Incredible Journey, from Big Bang to Now (enska). Dorling Kindersley. ISBN 978-0-241-22590-5. Afrit af uppruna á 2. maí 2024. Sótt 4. maí 2024.
- Yoffee, Norman, ritstjóri (2015). Early Cities in Comparative Perspective, 4000 BCE–1200 CE. The Cambridge World History. 3. árgangur. Cambridge University Press. ISBN 978-0-521-19008-4. Afrit af uppruna á 14. október 2023. Sótt 9. október 2023.
- Yong E (2011). „Mosaic Humans, the Hybrid Species“. New Scientist. 211 (2823): 34–38. Bibcode:2011NewSc.211...34Y. doi:10.1016/S0262-4079(11)61839-3.