Fara í innihald

Mesópótamía

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mesópótamía
EfratTígris
Assýríufræði
Borgir & heimsveldi
Súmer: UrukÚrEridu
KisjLagashNippur
Akkaðaveldi: Akkad
BabýlónIsinSúsa
Assýría: AssurNineveh
NuziNimrud
BabýlóníaKaldea
ElamítarAmorítar
HúrrítarMitanniKassítar
Tímatal
Konungar Súmer
Konungar Assýríu
Konungar Babýlón
Tungumál
Fleygrúnir
SúmerskaAkkaðíska
ElamískaHúrríska
Goðafræði
Enûma Elish
GilgamesarkviðaMarduk
Nibiru

Mesópótamía (gríska Μεσοποταμία; þýtt úr forn–persnesku Miyanrudan „milli fljótanna“; aramíska Beth-Nahrain „hús tveggja áa“) er það svæði sem liggur á milli ánna Efrat og Tígris. Almennt er þó átt við allt árframburðarsvæðið sem afmarkast af sýrlensku eyðimörkinni í vestri, þeirri arabísku í suðri, Persaflóa í suðaustri, Zagrosfjöllum í austri og Kákasusfjöllum í norðri. Einhver elstu merki um siðmenningu í veröldinni er að finna á þessu svæði og því er það stundum kallað „vagga siðmenningar“. Súmerar réðu þar ríkjum í kringum 3500 f.Kr. og þróuðu með sér eitt fyrsta ritmál sem þekkt er í sögunni og síðar voru rituð þar niður ein elstu lög sem þekkt eru. Nokkrar elstu siðmenningar heims byggðu þetta svæði, m.a. Súmerar, Akkaðar, Babýlóníumenn og Assýringar. Í dag er þetta svæði hluti af Írak, Sýrlandi og Tyrklandi.

Mesópótamía hefur um aldir verið þekkt fyrir mjög næringarríkan jarðveg, og er þetta því tilvalinn staður fyrir mannabyggð. Mikla jarðolíu er að finna á þessu svæði, en þetta er jafnframt austasti hlutinn af frjósama hálfmánanum.

Mesópótamía hefur stöku sinnum verið nefnd Millifljótaland. Halldór Laxness nefnir hana t.d. svo í greinasafni sínu: Upphaf mannúðarstefnu.