Núll

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Núll er eina talan, sem hvorki er já- né neikvæð og er samlagningarhlutleysa, táknað með tölustafnum 0. Telst af sumum til náttúrlegra talna. Núll er sín eigin samlagningarandhverfa en er eina rauntalan sem hefur enga margföldunarandhverfu.

Sifja[breyta | breyta frumkóða]

Orðið sifja, rétt eins og nafn talna í íslensku, er upphaflega komið úr arabísku þar sem það var ritað „صيپر“. Orðið þekkist í fleiri málum en íslensku, t.d. í ensku þar sem orðin „cypher“ (dulmál) og „zero“ (núll) koma af sama stofninum. Þó er ekki hægt að segja að annað hvort málið hafi þýtt merkinguna betur en hitt, því að orðið þýðir upprunalega „dulið“. Dulmál eru augljóslega dulin þeim sem að áttu ekki að geta ráðið þau, en enn fremur er talan 0 dulin öllum sem að leggja metnað í að reyna að skilja hana, þar með talið Aröbunum sem að byrjuðu að kalla hana sifju [heimild vantar].

Þessu orði er jafnan skeytt aftan við orð eins og nafn-sifjar og merkir þar tengsl, þ.e. hvaðan nafnið er upprunið. Önnur dæmi um þetta er ættsifjar og orðsifjar.

Sifjar (eða Sif) var einnig ein Ásynjanna í norrænni goðafræði, og var kona Þórs. Það nafn er skylt sifjar, í þeirri merkingu þar sem það merkir mágsemdir eða tengsl, nafnið þýðir í raun frændkona.